Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

155. fundur

Árið 1999, mánudaginn 28. júní kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

Guðni G. Jóhannesson setti fundinn og bauð nýkjörna bæjarráðsmenn velkomna til starfa.

Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson bar fram svohljóðandi tillögu: ,,Legg til að Ragnheiður Hákonardóttir verði kjörin formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar næsta starfsár." Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast Ragnheiður því rétt kjörin.

Ragnheiður Hákonardóttir bar fram svohljóðandi tillögu: ,,Legg til að Guðni G. Jóhannesson verði kjörinn varaformaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar næsta starfsár." Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast Guðni Geir því rétt kjörinn.

1. Bréf starfsfólks leikskóla í Ísafjarðarbæ v/kjaramála.

Lagt fram bréf starfsfólks leikskóla í Ísafjarðarbæ dagsett 27. apríl 1999, þar sem óskað er eftir viðræðum um sérkjarasamninga við leikskólakennara og leiðbeinendur leikskóla, á sömu forsendum og þeir samningar er gerðir voru við kennara og leiðbeinendur í grunnskólum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga um erindið.

2. Bréf leikskólastjóra í Ísafjarðarbæ v/kjaramála.

Lagt fram bréf leikskólastjóra í Ísafjarðarbæ dagsett 24. júní 1999, þar sem óskað er eftir viðræðum um sérkjarasamninga við leikskólastjóra Ísafjarðarbæjar. Þar sem rætt yrði um starfslýsingu og hvað felst í yfirvinnutíð þeirra og aðstoðarleikskóla- stjóra. Erindið er óundirritað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga um erindið.

3. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - Eignarhaldsfélag Vestfjarða hf.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf., dagsettu 18. júní s.l., þar sem greint er frá störfum vinnuhóps aðila úr viðskiptalífi Vestfjarða, er vann að undirbúningi að stofnun eignarhaldsfélags á Vestfjörðum.

Meðfylgjandi eru til kynningar drög að stofnskrá og hluthafasamningi fyrir Eignarhaldsfélag Vestfjarða hf. Óskað er eftir svari frá Ísafjarðarbæ, um afstöðu til stofnunar slíks félags, fyrir 20. júlí n.k.

Bæjarráð er jákvætt fyrir stofnun Eignarhaldsfélags Vestfjarða hf., en mun tilkynna endanlega afstöðu fyrir 20. júlí n.k.

4. Kennarasamband Íslands. - Tilraunasamningar.

Lagt fram bréf frá Kennarasambandi Íslands til sveitarfélaga dagsett 22. júní s.l., þar sem sveitarfélögum er kynnt afstaða kennarafélaganna varðandi svokallaða tilraunasamninga og um leið hvetja sveitarfélögin til að kynna sér allar hliðar málsins.

Lagt fram til kynningar.

5. Penghu County Government-Heimsókn bæjarstjóra til Taiwan í maí 1999

Lagt fram bréf frá Penghu County Government dagsett 7. júní s.l, til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, þar sem þakkað er fyrir heimsókn og viðræður á óformlegum fundum um fiskveiðar og fiskvinnslu.

Lagt fram til kynningar.

6. Slysavarnarfélag Íslands - Ráðstefna um öryggi í umhverfinu.

Lagt fram bréf frá Slysavarnarfélagi Íslands dagsett 23. júní s.l., þar sem minnt er á og hvatt til þátttöku í ráðstefnu um öryggi í umhverfinu, er haldinn verður á Hótel Loftleiðum dagana 25. - 28. ágúst 1999.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent félagsmálanefnd og umhverfisnefnd til kynningar.

7. Lög ehf., Lögmannastofa. - Kynning.

Lagt fram bréf frá Lög ehf., Lögmannastofu, dagsett 21. júní 1999, þar sem tilkynnt er um stofnun lögmannastofunnar og helstu málaflokka er stofan hefur sérhæft sig í.

Lagt fram til kynningar.

8. Götusmiðjan Virkið - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Götusmiðjunni Virkið dagsett 8. júní s.l., þar sem Götusmiðjan kynnir starf sitt, þörfina fyrir sérhæfð meðferðarheimili fyrir unga vímu- efnaneytendur á aldrinum 16 - 20 ára og leita eftir stuðningi.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

9. Erindi félagsmálastjóra. - Fyrirspurn Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum.

Lagt fram bréf félagsmálastjóra Kjell Hymer til bæjarráðs dagsett 25. júní s.l., ásamt afriti af bréfi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum, þar sem spurst er fyrir um gjaldtöku fyrir fatlaða í almenningsvagna og íþróttamannvirki Ísafjarðar- bæjar, svo og greiðslur til starfsmanna í liðveislu fyrir notkun á eigin bifreið í starfi sínu.

Bæjarráð vísar í þjónustusamning við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vest- fjörðum og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

10. Samband ísl. sveitarfélaga. - Fundargerð 652. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 652. stjórnarfundi er haldinn var föstudaginn 28. maí s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

11. Hagstofa Íslands - Mannfjöldi á Íslandi 1. desember 1998.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 18. júní s.l., þar sem birtar eru endanlegar tölur um mannfjölda á Íslandi þann 1. desember 1998.

Mannfjöldi á Íslandi var þann dag 275.264, þar af 137.390 konur og 137.874 karlar. Íbúum á landinu hefur fjölgað um 3.195 frá því 1. desember 1997, eða um 1.18%, en fjölgun íbúa á milli áranna 1996 og 1997 var 0.87%

Í Ísafjarðarbæ voru alls 4.476 íbúar þann 1. desember 1998, 2.233 konur og 2.243 karlar. Fjölgað hefur um 73 íbúa frá 1. desember 1997.

Lagt fram til kynningar.

12. Vinnumálastofnun, yfirlit yfir atvinnuástand í maí 1999.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 18. júní s.l., ásamt yfirliti yfir atvinnuástand í maí 1999. Fram kemur að atvinnuleysi er minnst á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:48

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.