Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

154. fundur

Árið 1999, mánudaginn 21. júní kl. 16:10 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 15/6.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Bæjarráð gerir athugasemd við undirritun fundargerðar, þar sem Júlíus E.Halldórsson ritar sem settur félagsmálastjóri.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Íbúðalánasjóðs vegna Túngötu 10, Suðureyri.

Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs dagsett 10. júní s.l., þar sem tilkynnt er að eignin Túngata 10, Suðureyri, fari í almenna sölu og að íbúa hússins Magnúsi Jónssyni, skólastjóra, verði sent bréf á allra næstu dögum, þar sem honum verður gert að rýma eignina.

Lagt fram til kynningar.

3. Tilboð í uppkaupahús á Flateyri.

Lögð fram kauptilboð í auglýst uppkaupahús á Flateyri, en tilboðsfrestur var til 14. júní s.l. Eftirfarandi tilboð bárust.

Ólafstún 4, Sigþór Sigþórsson, kr. 360.000.-
Ólafstún 4, Bjarni Harðarson, kr. 700.000.-
Ólafstún 6, Halldór Erlingsson, kr. 950.000.-
Ólafstún 7, Sigurður J. Hafberg, kr. 2.500.000.-
Ólafstún 9, Ólafur Ragnarsson, kr. 1.100.000.-
Ólafstún 9, Sigtryggur Guðmundsson, kr. 500.000.-
Sólbakki 6, Jóhann Magnússon, kr. 1.300.000.-
Sólbakki 6, Barði Önundarson, kr. 1.100.000.-
Sólbakki 6, Önfirðingafélagið í Reykjavík, 2.000 dagatöl að mati tilboðsgjafa kr.2.000.000.-

Bæjarráð óskar umsagnar Ofanflóðasjóðs á ofangreindum tilboðum.

4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 1999.

Lagðar fram tillögur frá bæjarráði og eða bæjarstjórn er vísað hefur verið til endurskoðunar á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 1999 samtals að fjárhæð kr. 16.072.782.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þessum auknu fjárútlátum verði mætt með lántökum.

5. Skýrsla endurskoðanda vegna ársreikninga bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1998.

Lögð fram skýrsla endurskoðanda Bjarka Bjarnasonar hjá LÖGGILTUM ENDURSKOÐENDUM VESTFJÖRÐUM ehf., Ísafirði, dagsett 31. maí 1999.

Bæjarráð vísar skýrslu endurskoðanda til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6. Bréf Jóhanns I. Jóhannssonar, vegna leikskólagjalda.

Lagt fram bréf frá Jóhanni I. Jóhannssyni og Beáta Joó dagsett 14. júní s.l., þar sem þau fara fram á niðurfellingu leikskólagjalda meðan börn þeirra eru í sumarleyfi í Ungverjalandi frá 16. júní til 13. september n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

7. Bréf sveitarstjóra Reykhólahrepps v/Orkubús Vestfjarða.

Lagt fram bréf Guðmundar H. Ingólfssonar, sveitarstjóra Reykhólahrepps, dagsett 7. júní 1999, vegna boðunar Ísafjarðarbæjar til fundar um framtíðareignarform sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 11. fundi er haldinn var þann 29. apríl 1999.

Lagt fram til kynningar.

9. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundargerð 7. fundar 12. júní 1999.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 15. júní s.l., ásamt fundargerð 7. fundar er haldinn var þann 12. júní 1999.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Guðmundar Gíslasonar, Höfða, íbúðir aldraðra Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Gíslasyni og Jóhönnu Guðmundsdóttur, Höfða, Dýrafirði, dagsett 14. júní s.l., þar sem þau óska eftir íbúð til leigu í húsnæði Heilbrigðisstofnunar á Þingeyri, að Vallargötu 7, með aðgangi að allri þjónustu sem verður í boði.

Bæjarráð vill taka fram að íbúðir þessar eru ekki tilbúnar til íveru, en vísar erindinu til félagsmálanefndar.

11. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf., ferðamál á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 11. júní s.l., undirritað af Sólrúnu Geirsdóttur, aðstoðarmanni Ferðamálafulltrúa Vestfjarða.

Í bréfinu er fyrirspurn um hvort sveitarfélagið hafi gert einhverjar umbætur í ferðamálum, í kjölfar skýrslu er gerð var síðast liðið sumar um gæði ferðamála á Vest- fjörðum. Bréfinu fylgir úrdráttur úr nefndri skýrslu.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

12. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, bréf til bæjarstjóra.

Lagt fram bréf frá Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni, skólastjóra, Grunnskóla á Ísafirði, dagsett 11. júní s.l., þar sem hann ræðir um hvort framhald skuli vera á tilraunaverkefni um rekstur heilsdagsskóla við Grunnskóla á Ísafirði. Bréfið var jafnframt sent formanni fræðslunefndar.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

13. Íþróttasamband Fatlaðra, umsókn um styrk frá Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Íþróttasamband Fatlaðra dagsett 5. júní s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 25.000.- vegna þátttöku Íslands í aðþjóðaleikum Special Olympics fyrir þroskahefta, sem fram fara í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 21. júní til 5. júlí n.k. Meðal þátttakenda er Anna Elín Hjálmarsdóttir frá íþróttafélaginu Ívari, Ísafirði.

Bæjarráð leggur til að styrkurinn verði veittur og bókist af liðnum 15-65-959-1

14. Landsbanki Íslands hf., hljóðritun símtala.

Lagt fram bréf frá Landsbanka Íslands hf., dagsett í júní 1999, þar sem tilkynnt er um að bankinn hafi ákveðið að hljóðrita öll símtöl starfsmanna viðskiptastofu bankans frá og með föstudeginum 18. júní 1999.

Lagt fram til kynningar.

Formaður bæjarráðs upplýsir að bæjarráð Ísafjarðarbæjar og bæjarráð Vestur- byggðar hafa fundað óformlega um ástand atvinnumála á Vestfjörðum þann 20. og 21. júní, forseti ASV og fulltrúi Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða mættu til síðari fundarins. Jafnframt hittust bæjarráð Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar og Bolungarvíkur þann 21. júní og er fyrirhugaður fundur bæjarráðanna með Húnboga Þorsteinssyni, ráðuneytisstjóra, félagsmálaráðuneytis í Ráðhúsi Bolungarvíkur kl. 18:30 í dag.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:00

  Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

 Ragnheiður Hákonardóttir.  Bryndís G. Friðgeirsdóttir.