Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

153. fundur

Árið 1999, þriðjudaginn 15. júní kl. 15:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 7/6.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 10/6.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/6.
Fundargerðin er í sautján liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Almannavarnanefnd frá 11/6, 12/6 (þrjár).
Fundargerðirnar eru í einum málslið.
Fundargerðin lagðar fram til kynningar.

Formaður bæjarráðs lét bóka að Jón Reynir Sigurvinsson hafi skýrt frá jarðsögu Gleiðarhjalla og sérstaklega rætt um möguleika á framræslu þar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sagði frá atburðarrás aurflóðanna úr Eyrarhlíð 10. og 11. júní sl., björgunaraðgerðum og rýmingu húsa.

2. Viðræður við bæjarráð - bílageymslur við Sindragötu 4.

Mættir til viðræðna við bæjarráð Ágúst Gíslason, verktaki, og Sigurbergur Árnason, arkitekt. Rætt var um nýjar hugmyndir að bílageymslum á fyrirhugaðri nýbyggingarlóð við Sindragötu 4, Ísafirði. Lagði Ágúst fram nýja umsókn ásamt fylgiskjali ds. 15. júní, f.h. Ágúst og Flosa ehf, um byggingu bílageymslu á lóðinni.

3. Hundaeftirlitsmaaður í Ísafjarðarbæ - samningur.

Lagður fram samningur um starf hundaeftirlitsmanns í Ísafjarðarbæ á milli Ísafjarðarbæjar og Hermanns Þorsteinssonar, Hafraholti 52, Ísafirði, dagsettur 3. maí 1999.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

4. Tæknideild - útboð, útsýnispallur og stígagerð á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild, ds. 11. júní s.l., þar sem gerð er grein fyrir opnun tilboða í verkið "Flateyri varnargarður, útsýnispallur, stígagerð o.fl." Eitt tilboð barst frá Afreki ehf., Flateyri, að upphæð kr. 2.995.000.- Kostnaðaráætlun hönnuðar er kr. 2.951.800.- og er tilboðið 1% yfir áætlun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn tilboðinu verði tekið. Kostnaðarhlutur bæjarsjóðs er 10% af tilboðsupphæð.

5. Sundlaug á Suðureyri - aukafjárveiting til framkvæmda.

Tekið fyrir að nýju erindi fræðslunefndar frá 85. fundi nefndarinnar vegna beiðni um aukafjárveitingu í framkvæmdir við sundlaug á Suðureyri, sem frestað var á 152. fundi bæjarráðs 7. júní 1999. Beiðnin er að fjárhæð kr. 900.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið og fjármagna framkvæmdir með lántökum.

6. Íbúasamtökin Átak, Þingeyri - áskorun til stjórnvalda.

Lögð fram ályktun - áskorun íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til stjórnvalda, alþingismanna, fjölmiðla, Ísafjarðarbæjar o.fl. er barst í símbréfi að kvöldi 10. júní s.l. Þar sem lýst þungum áhyggjum vegna þess ástands, sem skapast hefur í atvinnumálum á Þingeyri og nágrenni. Skorað er á opinbera aðila að þeir beiti sér nú þegar fyrir úrbótum í atvinnumálum og samgöngumálum.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum á erfiðu atvinnuástandi á Þingeyri. Fram kom að Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hefur rætt við aðila málsins og upplýsti að unnið er að lausn þess. Fyrirhugaður er fundur á Þingeyri 16. júní með fulltrúum bæjarstjórnar og íbúasamtakana.

7. Kvóta- og skipasalan ehf. - forkaupsréttur að m.b. Látraröst ÍS 100.

Lagt fram bréf frá Kvóta- og skipasölunni ehf., Hafnarfirði, dagsett 5. júní s.l., þar sem óskað er eftir svari um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar vegna sölu á m.b. Látraröst ÍS 100, skipaskrárnúmer 1156. Engar aflahlutdeildir fylgja með í kaupunum samkvæmt kaupsamningi dagsettum 5. júní 1999.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

8. Björgunarsveitir í Ísafjarðarbæ - ívilnun fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá björgunarsveitum í Ísafjarðarbæ dagsett 4. júní s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda og tengdum gjöldum, til að auðvelda rekstur björgunarsveita í Ísafjarðarbæ.Ennfremur lagðar fram upplýsingar frá fjármálastjóra um áður sent erindi frá Slysavarnardeildinni í Hnífsdal og afgreiðslu þess.

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir á að félagasamtökum og björgunarsveitum er einungis veittur styrkur til greiðslu fasteignagjalda sem nemur álögðum fasteignaskatti samkvæmt gildandi reglum.

9. Kristjana S. Vagnsdóttur, Þingeyri - ívilnun sorphirðugjalda.

Lagt fram bréf frá Kristjönu S. Vagnsdóttur, Þingeyri, dagsett 7. júní s.l., þar sem farið er fram á niðurfellingu sorphirðugjalda og endurskoðun á afgreiðslu fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, samkvæmt bréfi hans frá 31. maí 1999.

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem ekki engar heimildir eru til staðar fyrir niðurfellingu sorphirðugjaldsins.

10. Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal - umhverfismál í Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal ódagsett þar sem greint er frá ályktunum á fjölmennum fundi um umhverfismál í Hnífsdal, svo sem frágangi lóða við Fitjateig og Smárateig, ástandi gatna og leiktækja á leikvellinum, að hús sé að hruni komin og umhirðu opinna svæða. Farið er fram á að nú þegar verði eitthvað gert í þessum málum.

Bæjarráð þakkar fyrir þarfar ábendingar og vísar bréfinu til umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að fylgja erindi þess eftir.

11. Umboðsmaður Alþingis - Steinunn F. Gunnlaugsdóttir, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis dagsett 4. júní s.l., vegna kvörtunar Steinunnar F. Gunnlaugsdóttur, Fitjateigi 4, Hnífsdal, um kvaðir á búsetu í húsinu við Fitjateig 4, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og leggja svarið fyrir bæjarstjórn.

12. Félag íslenskra leikskólakennara - ályktanir.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Félagi íslenskra leikskólakennara dagsett 21. maí s.l., þar sem greint er frá ályktunum er samþykktar voru á 11. fulltrúaráðsþingi þann 14. og 15. maí sl., um menningarmál, starfsmannahald á leikskólum, launa- og fræðslumál leikskólakennara og aðalnámskrá leikskóla

Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.

13. Kristnihátíðarnefnd - hátíðarhöld á Þingvöllum árið 2000.

Lagt fram bréf frá Kristnihátíðarnefnd dagsett 1. júní s.l., þar sem lauslega er greint frá störfum nefndarinnar og aðalhátíðarhöldin á Þingvöllum 1. og 2. júlí árið 2000 kynnt.

Lagt fram til kynningar og vísað til menningarnefndar.

14. Þjóðminjasafn Íslands - minjavörður, kynningar- og fréttabréf.

Lagt fram bréf frá Magnúsi A. Sigurðssyni, minjaverði Þjóðminjasafni Íslands, dagsett 2. júní s.l., þar sem greint er frá umfangsmikilli vinnu við stefnumótun fyrir þjóðminjavörslu í landinu og útgáfu á bæklingnum "Þjóðminjar á Íslandi, Lög, Reglugerð, Skipurit, Stefnumörkun", sem kom út árið 1998.

Bæjarráð býður nýjan minjavörð Vesturlands og Vestfjarða velkominn til starfa. Á Vestfjörðum einum sér bíða ærin verkefni sem nema a.m.k. einu stöðugildi.

15. Samband ísl. sveitarfélaga - skýrsla um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga 1990 - 1997.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 9. júní 1999, ásamt skýrslu um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga 1990 - 1997. Umrædd skýrsla verður eitt af þeim grundvallar gögnum, sem nefnd um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga, kemur til með að vinna með.

Lagt fram til kynningar.

16. Launanefnd sveitarfélaga - fundagerð 139. fundar.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 139. fundi er haldinn var þann 21. maí s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

17. Koltra, Þingeyri - upplýsingar fyrir ferðamenn á Þingeyri.

Lagðir fram minnispunktar frá viðræðum bæjarstjóra við forsvarsmenn Koltru á Þingeyri, um upplýsingagjöf til ferðamenn á Þingeyri nú í sumar. Koltra býðst til að taka að sér verkefnið í tvo og hálfan mánuð sumarið 1999 fyrir alls kr. 400.000.-

Ísafjarðarbær greiddi í laun og annan rekstrarkostnað samtals um kr. 285.000.- á síðasta ári, auk rafmagns og hita af því húsnæði er upplýsingargjöfin fór fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Koltru og leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs,

18. Fjármálastjóri - útskrift aðalbókar janúar - apríl 1999.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 11. júní s.l., ásamt töflum yfir rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - apríl 1999. Þar má lesa stöðu einstakra málaflokka borið saman við tölur í fjárhagsáætlun ársins.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.03.

Þórir Sveinsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinssson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.