Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

152. fundur

Árið 1999, mánudaginn 7. júní kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 1/6.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði 1/6.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Erindi frá félagsmálastjóra vegna fasteignagjalda. Trúnaðarmál.

Lagt fram erindi frá settum félagsmálastjóra dagsett 3. júní s.l., vegna samþykktar félagsmálanefndar á fundi sínum þann 1. júní s.l., er varðar niðurfellingu fasteignagjalda vegna ársins 1999.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem ekki er heimild samkvæmt lögum fyrir niðurfellingu fasteignagjalda.

3. Ráðningarsamningur félagsmálastjóra.

Lagður fram ráðningarsamningur við Kjell Hymer, félagsmálastjóra, undirritaður þann 31. maí s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

4. Umsókn um starf vegna Staðardagskrár 21.

Lögð fram umsókn Rúnars Óla Karlssonar kt. 030472-4629 um starf vegna Staðardagskrár 21 og atvinnu- og ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar. Aðrar umsóknir hafa ekki borist, en umsóknarfrestur var til 27. maí s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.

5. Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs tillögu fræðslunefndar við 1. lið fundargerðar 85. fundar þann 26. maí 1999.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 3. júní s.l., vísaði forseti bæjarstjórnar til bæjarráðs tillögu fræðslunefndar í 1. lið fundargerðar 85. fundar nefndarinnar frá 26. maí 1999. Þar sem farið er fram á aukafjárveitingu að upphæð kr. 900.000.- vegna byggingar búningsklefa við sundlaugina á Suðureyri.

Bæjarráð óskar frekari upplýsinga, sem lagðar verði fyrir á næsta fundi.

6. Sýslumaðurinn á Ísafirði, umsögn um veitingaleyfi.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 2. júní s.l., þar sem hann óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um umsókn vegna veitingar leyfis til reksturs veitinga og greiðasölu í Tjöruhúsi, Neðstakaupstað, Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Sigurður Hafberg, Flateyri, starfsuppsögn.

Lagt fram bréf frá Sigurði Hafberg, forstöðumanni íþróttamiðstöðvar á Flateyri, dagsett 1. júní s.l., þar sem hann segir starfi sínu lausu.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ - Áburðardreifing.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 31. maí s.l. undirritað af Sirgúnu C. Halldórsdóttur, þar sem stofnunin mótmælir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru við áburðardreifingu á opin svæði í bænum.

Meirihluti bæjarráð tekur undir ábendingar bréfritara og mælist til, að aðrar tegundir áburðar verði notaðar á opin svæði í kjarna bæjarins. Erindinu vísað til bæjarverkfræðings.

9. Bréf Ólafíu Karlsdóttur og Rögnvaldar Bjarnasonar v/lóðamála.

Lagt fram bréf Ólafíu Karlsdóttur og Rögnvaldar Bjarnasonar, Árvöllum 6, Hnífsdal, dagsett 2. júní s.l. vegna umsókna þeirra um lóð undir húsið er stendur að Smárateig 1, Hnífsdal. Þar sem ekki hefur verið hægt að útvega lóð undir húsið á Ísafirði eða Hnífsdal, óska þau eftir að stjórnendur Ísafjarðarbæjar hlutist til um að þeim verði veitt undanþága frá takmörkun til búsetu í húseigninni Smárateig 1, Hnífsdal, þar til Ísafjarðarbær getur boðið lóð undir umrætt hús.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjór og vísar í fyrri samþykktir.

10. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi vegna launamála við Vinnuskóla.

Lagt fram bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Birni Helgasyni, dagsett 3. júní s.l., þar sem hann óskar eftir staðfestingu á röðun flokkstjóra, yfirflokkstjóra og forstöðumanns Vinnuskóla í launaflokka.

Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

11. Bréf stjórnar minningarsjóðs Jóns Júl. Þorsteinssonar um kennsluefni.

Lagt fram bréf stjórnar minningarsjóðs Jóns Júl. Þorsteinssonar dagsett 26. maí s.l., þar sem minnt er á kennsluefnið "Hljóðstöðumyndir, íslensk málhljóð" og "Lestrarkennsla, Hljóðlestraraðferð" eftir Jón Júl. Þorsteinsson, útgefið af sjóðnum árið 1983.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

12. Bréf Lárusar Hagalínssonar og Dóru K. Ásgrímsdóttur, Suðureyri.

Lagt fram bréf frá Lárusi Hagalínssyni og Dóru K. Ásgrímsdóttur, Suðureyri, dagsett 26. apríl s.l., þar sem óskað er eftir að gefið verði út kvaðalaust afsal fyrir húseignina Hlíðarvegur 6, Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til húsnæðisnefndar.

13. Drög: Fjarkennsla fyrir starfsfólk í leikskólum Vestfjarða, Austfjarða og Kópavogsbæjar.

Lögð fram drög að fjarkennslu fyrir starfsfólk í leikskólum Vestfjarða, Austfjarða og Kópavogsbæjar.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

14. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 6. fundar 7. maí 1999.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða dagsett 11. maí s.l., ásamt fundargerð 6. fundar nefndarinnar er haldinn var þann 7. maí 1999.

Lagt fram til kynningar.

15. Úrskurðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og KÍ/HKÍ.

Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og kennarafélaganna frá fundi er haldinn var þann 11. maí 1999. Jafnframt eru fram lagðir úrskurðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaganna og KÍ/HKÍ.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til kynningar.

16. Ráðgjöf og rekstur ehf., v/Rauðsíðu ehf., Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Ráðgjöf og rekstri ehf., Vegmúla 2, Reykjavík, dagsett 2. júní s.l., með upplýsingum um stöðu Rauðsíðu ehf., Þingeyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

17. Sýslumaðurinn á Ísafirði, umsögn um leyfi til reksturs gistingar.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 2. júní s.l., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Áslaugar J. Jensdóttur, Austurvegi 7, Ísafirði, á rekstri gistiheimilis. Endurnýjun á leyfi.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

18. Minnisblað bæjarstjóra v/niðurgreiðslu leikskólagjalda.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. júní 1999 er varðar niðurgreiðslu leikskólagjalda á leikskólum í Ísafjarðarbæ. Að beiðni Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, leggur bæjarstjóri fram tillögu fyrir bæjarráð, að breyttum viðmiðunarreglum vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda. Áfram er notað það kerfi sem verið hefur en tekjumörkum er breytt og fækkað um einn flokk.

Nýjar reglur um tekjumörk: Tveir til þrír í heimili kr. 97.961.-     Fjórir í heimili kr.111.955.-

Bæjarráð vísar ofangreindri tillögu til félagsmálanefndar.

19. Minnisblað bæjarstjóra v/Vegagerðarinnar - Hringtorg.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. júní 1999, vegna viðræðna hans við Gísla Eiríksson, umdæmisverkfræðing Vegagerðarinnar, vegna frestunar á framkvæmdum við hringtorg á mótum Pollgötu og Skutulsfjarðarbrautar. Reiknað er samt með að farið verði í framkvæmdir við Pollgötu og unnið við grjótvörn.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til bæjarverkfræðings.

20. Lögmenn Skólavörðustíg 12, Rvk., v/forkaupsréttar m.b. Húna ÍS 68.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 12, Reykjavík, dagsett 5. júní s.l., er varðar forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að m.b. Húna ÍS 68, skipaskrárnúmer 1149.

Þar sem engar aflahlutdeildir eða aflamark fylgir með í kaupunum, hafnar bæjarráð forkaupsrétti.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15

  Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.