Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

151. fundur

Árið 1999, mánudaginn 31. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 18/5.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 19/5.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 25/5.
Fundargerðin er í sex liðum.
4. liður. Umsækjandi um starf námsráðgjafa er Lóa Hrönn Harðardóttir,kt. 220369-5369, þroskaþjálfi og félagsfræðingur að mennt.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 26/5.
Fundargerðin er í sjö liðum.
1. liður. Bæjarstjóra falið að leita upplýsinga um málið og leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögu fræðslunefndar verði hafnað.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Rósa B. Þorsteinsdóttir, skóla- og menningarfulltrúi, mætti til fundar við bæjarráð við umfjöllun um fundargerðir fræðslunefndar, sérstaklega vegna skýrslu vinnuhóps um framtíðarskipan skólamála í Önundarfirði.

Umhverfisnefnd 26/5.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarstjóra v/erindis Sigurðar Hafberg, Flateyri.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. maí s.l., vegna erindis Sigurðar Hafberg dagsettu 5. janúar 1999 og afgreiðslu þess í bæjarráði frá því 18. janúar 1999.

Bæjarráð bendir á að ekki eru heimildir til niðurfellingar, eða lækkunar fasteignagjalda í tilvikum sem þessum. Þann 18. janúar s.l. var erindi Sigurðar Hafberg hafnað í bæjarráði. Rétt er að einnig komi fram að Sigurði hefur verið veitt greiðsludreifing fasteignagjalda á þessu ári.

 

3. Minnisblað bæjarstjóra v/Veðurstofu Íslands, veðurathuganir.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. maí s.l., vegna veðurathugana Veðurstofu Íslands fyrir botni Skutulsfjarðar og birtingu þeirra upplýsinga í útvarpi og sjónvarpi, sem gætu haft mikla þýðingu til hins betra fyrir aðsókn ferðamanna til Vestfjarða.

Bæjarráð skorar á veðurstofustjóra, að hitatölur frá Ísafirði verði notaðar í veðurfregnum sjónvarps og útvarps.

4. Bréf Súðavíkurhrepps, v/samvinnu sveitarfélaga við Djúp.

Lagt fram bréf sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsett 20. maí s.l., þar sem rætt er um samþykkt hreppsnefndar Súðavíkurhrepps, um að koma á sameiginlegum fundi með forsvarsmönnum Bolungarvíkurbæjar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Súðavíkurhrepps, v/ráðgjafar við opnun félagsmiðstöðvar.

Lagt fram bréf sveitarstjóra Súðavíkurhrepps dagsett 25. maí s.l., þar sem óskað er eftir að kaupa ráðgjöf frá Ísafjarðarbæ, vegna opnunar á félagsmiðstöð í Súðavík.

Bæjarráð tekur vel í erindi Súðavíkurhrepps og vísar því til fræðslunefndar.

6. Bréf Súðavíkurhrepps, v/rekstrarsamstarfs í Reykjanesi.

Lagt fram bréf sveitarstjóra Súðavíkurhrepps dagsett 25. maí s.l., um fyrrum rekstrarsamstarf um grunnskóla í Reykjanesi, er lauk í maí 1996. Bréfinu fylgir ársreikningur fyrir árið 1998, unninn af Löggiltum endurskoðendum á Vestfjörðum. Bréfritari óskar viðræðna við Ísafjarðarbæ vegna þessara mála til að hægt verði að ljúka þeim.

Bæjarstjóra falið að ræða við sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

7. Bréf sjávarútvegsráðuneytis vegna rækjukvóta í Ísafjarðardjúpi.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 26. maí s.l., þar sem svarað er bréfi Ísafjarðarbæjar með bókun bæjarráðs frá 6. maí 1999, um minnkandi rækjukvóta í Ísafjarðardjúpi. Fram kemur í bréfinu að ráðuneytið muni við úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 1999/2000 skoða með hvaða hætti 9.gr. laga nr. 38/1990 verði nýtt til að bæta rækjuútgerðum þessa skerðingu að einhverju leyti.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með svar ráðuneytisins. Lagt fram til kynningar.

8. Barnaverndarstofa, tvö bréf vegna barnaverndarmála.

Bréf sent forseta bæjarstjórnar Birnu Lárusdóttur barst frá Barnaverndarstofu, dagsett 25. maí s.l., ásamt afritum af þremur bréfum til félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar vegna barnaverndarmála, þar sem Barnaverndarstofa gerir alvarlegar athugasemdir við skort á upplýsingum til stofunnar.
Bréf sent Ísafjarðarbæ frá Barnaverndarstofu dagsett 25. maí s.l., þar sem kvartað er undan því að félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur ekki sent Barnaverndarstofu upplýsingar um störf sín árin 1995 - 1998.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við formann félagsmálanefndar og félagsmálastjóra Kjell Hymer.

9. Fornleifafræðistofan, kynningarbréf um fornleifafræðiþjónustu.

Lagt fram bréf frá Fornleifafræðistofunni, Framnesvegi 5, Reykjavík, dagsett 21. maí s.l., þar sem stofan kynnir þjónustu sína og býður upp á alla þá þjónustu er sveitarfélagið kann að þurfa vegna fornleifarannsókna.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

10. Bréf Svavars Sigurðssonar, Kópavogi, vegna styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Svavari Sigurðssyni, Hlíðarhjalla 64, Kópavogi, dagsett 27. maí s.l., þar sem hann fer fram á styrk frá Ísafjarðarbæ vegna farar tveggja lögreglu- manna til Bretlands, til að kynna sér aðferðir lögreglu og annarra yfirvalda þar í landi í baráttunni gegn fíkniefnaplágunni.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

11. Bréf Ingunnar Jónsdóttur, Dýrafirði, vegna sölu jarðanna Neðri Hjarðardalur 3 og 4, Dýrafirði.

Lagt fram bréf Ingunnar Jónsdóttur, Neðri Hjarðardal 3, Dýrafirði, dagsett 26. maí s.l., þar sem hún tilkynnir um sölu jarðanna Neðri Hjarðardalur 3 og 4, Dýrafirði og óskar eftir svari um, hvort Ísafjarðarbæar hyggst neyta forkaupsréttar síns.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafna forkaupsrétti.

12. Fundargerð Skólaráðs Vestfjarða 21. maí 1999.

Lögð fram fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 14. fundi er haldinn var þann 21. maí s.l. á skrifstofu forstöðumanns Skólaskrifstofu Vestfjarða. Fundargerðinni fylgir ársreikningur Skólaskrifstofu Vestfjarða fyrir árið 1998.

Lagt fram til kynningar.

13. Ársreikningur 1998 - Drög að rekstrar- og framkvæmdayfirliti.

Lögð fram drög að rekstrar- og framkvæmdayfirliti ársins 1998 ásamt ársreiknings Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1998, sem lagður verður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 3. júní 1999.

Lagt fram til kynningar.

14. Minnisblað bæjarstjóra - Ferð bæjarstjóra til Taiwan.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. maí s.l., þar sem hann gerir bæjarráði grein fyrir ferð sinni til Taiwan 9. - l7. maí s.l. í boði Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands, Sjávarútvegsháskólans í Taiwan og innflutningsfyrirtækisins Yen brothers í Taiwan.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að viljayfirlýsing um samvinnu og tengsl, við Penghu County án fjárhagslegra skuldbindinga verði samþykkt.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lsein og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.