Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

150. fundur

Árið 1999, þriðjudaginn 25. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Til fundar við bæjarráð mættu Edda Kristmundsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir.

Mættar voru til fundar við bæjarráð þær Edda B. Ktistmundsdóttir, bókasafnsfræðingur og Jóna Símonía Bjarnadóttir, skjalavörður. Rætt var um endurmat á starfsmati og önnur kjaramál.

Fram kom að endurskoðun á starfsmati hefur ekki fengist enn frá Böðvari Guðmundssyni, þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir. Bæjarráð lýsir óánægju sinni með seinagang í málinu.

2. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 18/5.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 18/5.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 14/5.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Erindum vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn 20. maí s.l.

Fræðslunefnd 80. fundur 4. liður.

Tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um tímakaup unglinga í vinnuskóla Ísafjarðarbæjar á komandi sumri. Hækkun á milli áranna 1998 og 1999 er 3.65%

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur.

Hafnarstjórn 29. fundur 1. liður a og b.

1. liður a. Tilboð í framkvæmdir við stálþil á Ísafirði.

Bréf Siglingastofnunar dagsett 21. apríl s.l., þar sem ákveðið er að ganga til samninga við lægstbjóðanda Guðlaug Einarsson, Sauðárkróki, sem bauð kr. 22.971 þúsund eða 90% af kostnaðaráætlun.

1. liður b. Tilboð í framkvæmdir við stálþil á Flateyri.

Bréf Siglingastofnunar dagsett 7. maí s.l., þar sem lagt er til að ganga til samninga við lægstbjóðanda Gáma og Tækjaleigu Austurlands, sem bauð kr. 40.583 þúsund eða 106.2% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð leggur til að ofangreind tilboð verði samþykkt. Mismuni er skapast við fjárhagsáætlun verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 1999.

4. Kaupsamningur vegna Heimabær 2, Hnífsdal.

Lagður fram kaupsamningur með afsali á milli Ísafjarðarbæjar sem seljanda og Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal sem kaupanda vegna Heimabæjar 2, Hnífsdal. Samningurinn er undirritaður og dagsettur 20. maí 1999.

Bæjarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.

5. Erindi Golfklúbbsins Glámu, Þingeyri.

Erindi Golfklúbbsins Glámu á Þingeyri, sem fræðslunefnd vísaði aftur til bæjarráðs á 81. fundi sínum þann 11. maí s.l.

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun. Bæjarráð bendir Golfklúbbnum Glámu á að sækja um styrk til HVÍ.

6. Kristín Auður Elíasdóttir, Þingeyri, vegna beitarstykkis.

Lagt fyrir bæjarráð að nýju erindi Kristínar Auðar Elíasdóttur, Þingeyri, dagsett 30. apríl s.l., vegna umsóknar um stækkun beitarstykkis á Söndum í Dýrafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

7. Uppkaupahús á Flateyri, endurtekning á söluútboði.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dagsett 22. mars 1999, þar sem hafnað er tilboðum sem bárust í uppkaupahús á Flateyri, en lagt er til að útboðið verði endurtekið við hentugleika.

Bæjarráð samþykkir að húsin verði auglýst að nýju í 22 viku 1999.

8. Skógræktarfélag Íslands, flokkstjóranámskeið í gróðursetningu.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dagsett 17. maí s.l., þar sem greint er frá flokkstjóranámskeiðum í gróðursetningu og umhirðu skógarplantna á komandi sumri. Búið er að ákveða námskeið á Ísafirði í tengslum við Farskóla Vestfjarða (Guðmund Einarsson) þann 7. júní n.k.
Lagt fram til kynningar.

9. Bæjarstjóri Kópavogs. Kostnaður sveitarfélaga vegna alþingiskosninga og forsetakosninga.

Lagt fram bréf bæjarstjóra Kópavogs til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar dagsett 18. maí s.l., ásamt afriti af bréfi bæjarstjóra Kópavogs til Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 7. maí s.l., vegna kostnaðar sveitarfélaga við alþingiskosningar og forsetakosningar.

Bæjarráð tekur undir ábendingar bréfritara og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

10. Samstarfsnefnd Samflots og Launanefndar sveitarfélaga fundargerð 9. fundar.

Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar Samflots og Launanefndar sveitarfélaga frá 9. fundi er haldinn var þann 12. maí s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

11. Launanefnd sveitarfélaga, fundargerð 138. fundar.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 138. fundi er haldinn var þann 7. maí s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

12. Ráðgjöf og rekstur ehf., vegna Rauðsíðu ehf.

Lagt fram bréf frá Ráðgjöf og rekstri ehf., Vegmúla 2, Reykjavík, dagsett þann 6. maí s.l., er varðar fjárhagslega endurskipulagningu Rauðsíuðu ehf., Þingeyri.
Jafnfram er fram lagt bréf fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar Þóris Sveinssonar dagsett 21. maí s.l., um skuldastöðu Rauðsíðu ehf., við Ísafjarðarbæ og umsögn um hugsanlega nauðasamninga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Ráðgjöf og rekstur ehf. og afla frekari upplýsinga.

13. Sýslumaðurinn á Ísafirði, umsögn um veitingaleyfi.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 17. maí s.l., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á umsókn Golfklúbbs Ísafjarðar um leyfi til að vera með veitingasölu/greiðasölu í húsi Golfklúbbsins í Tungudal.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

14. Garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar, kynnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar.

Lagt fram bréf frá Ásthildi C. Þórðardóttur, garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 18. maí s.l., þar sem hún óskar eftir að fara á vegum Ísafjarðarbæjar í kynnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar með Samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra SAMGUS. Eða að bærinn styrki hana til fararinnar.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

15. Ólafía K. Karlsdóttir og Rögnvaldur Bjarnason, v/lóðamála.

Lagt fram bréf frá Ólafíu K. Karlsdóttur og Rögnvaldi Bjarnasyni, Árvöllum 6, Hnífsdal, dagsett 12. maí s.l., þar sem ítrekuð er beiðni þeirra um lóð í Hnífsdal undir uppkaupahús í Hnífsdal.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við lóðaúthlutun í Hnífsdal, sem stendur og bendir bréfritara á að hafa samband við bæjarverkfræðing um lóðir á öðrum stöðum í sveitarfélaginu.

16. Vinnumálastofnun, yfirlit um atvinnuástand í apríl 1999.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 18. maí s.l., ásamt gögnum um atvinnuástand í apríl 1999 og vísbendingar um atvinnuástand næstu mánuði.
Lagt fram til kynningar.

17. Skóla- og menningarfulltrúi, vegna Austurvegar 2, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Rósu B. Þorsteinsdóttur, skóla- og menningarfulltrúa, dagsett 17. maí s.l., varðandi aukafjárveitingu til að ljúka framkvæmdum við skólahúsnæðið að Austurvegi 2, Ísafirði. Samkvæmt meðfylgjandi kostnaðaráætlun frá bæjarverkfræðingi er viðbótarkostnaður við Austurveg 2, kr. 776.361.-

Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 1999.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:46

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.