Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

149. fundur

Árið 1999, mánudaginn 17. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 11/5.
Fundargerðin er í tólf liðum.
4. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ákvörðun verði frestað og kannað verði hvort ekki megi áfangaskipta framkvæmdum, þannig að unniðverði við fyrsta áfanga samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 1999.
9.liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með kvaða hætti þetta var á árinu 1998 og leggi fram upplýsingar á næsta fundi bæjarráðs.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Hafnarstjórn 11/5.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Menningarnefnd 12/5.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 12/5.
Fundargerðin er í átta liðum.
Bryndís G. Friðgeirsdóttir bar fram svohljóðandi spurningu við 5. lið fundargerðarinnar. Hvenær og af hverjum hefur sú ákvörðun verið tekin að skipuleggja hesthúsabyggð í Engidal. Svar óskast á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Sparisjóður Önundarfjarðar, aðalfundarboð 21. maí 1999.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Önundarfjarðar dagsett 10. maí s.l., þar sem boðað er til aðalfundar þann 21. maí n.k. og verður fundurinn haldinn í húsnæði spari- sjóðsins að Hafnarstræti 4, Flateyri og hefst kl. 20.00
Jafnframt eru lögð fram bréf frá Sparisjóði Önundarfjarðar dagsett 11. maí s.l., er varða tilnefningar í stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar og tilnefningar í stjórn Minja- sjóðs Önundarfjarðar, en kosið verður í hvoru tveggja á aðalfundi sparisjóðsins.
Bæjarráð leggur til að í stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar fyrir Ísafjarðarbæ verði Hildur Halldórsdóttir og Guðmundur Steinar Björgmundsson.
Bæjarráð leggur til að í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar fyrir Ísafjarðarbæ verði Eiríkur Finnur Greipsson og Guðmundur Steinar Björgmundsson.

3. Bæjar- og héraðsbókasafnið Ísafirði, styrkveitingar.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Hinrikssyni, forstöðumanni, dagsett 10. maí s.l., þar sem hann greinir frá styrkjum til kaupa á bókum á serbókróatísku. Félagsmálaráðherra veitti styrk upp á kr. 150.000.- og Rauði krossinn veitti styrk upp á kr. 100.000.-
Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent fræðslunefnd og menningarnefnd til kynningar.

4. Félag eldri borgara Önundarfirði, beiðni um styrk.

Lagt fram bréf frá félagi eldri borgara í Önundarfirði dagsett 6. maí s.l., þar sem farið er fram á fjárstyrk til að hægt sé að halda uppi starfsemi innan félagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

5. Kvenfélagið Von, Þingeyri, beiðni um styrk.

Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Von, Þingeyri, dagsett 30. apríl s.l., þar sem farið er fram á fjárstyrk til starfa fyrir eldri borgara á Þingeyri.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

6. Kristnihátíð Vestfjarða, nýtt erindi.

Lagt fram bréf frá Kristnihátíðarnefnd Vestfjarða dagsett 11. maí s.l., þar sem lögð er fram endurskoðuð fjárhagsáætlun vegna Kristnihátíðar Vestfjarða upp á kr. 790.000.-, er halda á á Patreksfirði þann 13. júní 1999. Í þessari áætlun er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ upp á kr. 464.915.-, sem er hlutfallslegur kostnaður Ísafjarðarbæjar miðað við íbúatölu 31. desember 1998.
Bæjarráð vísar erindinu til ákvörðunar í bæjarstjórn þann 20. maí n.k.

7. Flutningamiðstöð Vestfjarða ehf., Ísafirði., umsókn um lóð.

Lagt fram bréf frá Flutningamiðstöð Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 7. maí s.l., þar sem sótt er um lóðina Sindragötu 13, Ísafirði, undir starfsemi fyrirtækisins.
Erindinu vísað til hafnarstjórnar og umhverfisnefndar.

8. Bréf frá Huldu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Huldu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa, Suðurtanga 2, Ísafirði, þar sem hún gerir athugasemdir við bókun í 3. lið fundargerðar bæjarráðs frá 19. apríl 1999.
Bréfritari er félagsráðgjafi með B.A. próf í uppeldis- og menntunarfræðum og félagsráðgjöf og með nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf, útskrifuð frá Háskóla Íslands í febrúar 1995.
Lagt fram til kynningar.

9. Bréf frá Jónasi Kr. Björnssyni, Ísafirði, afnot af túnum á Kirkjubæ.

Lagt fram bréf frá Jónasi Kr. Björnssyni, Hlíðarvegi 10, Ísafirði, dagsett 7. mars 1999, þar sem óskað er eftir beitarlandi og til heynytja á túnum Kirkjubæjar við Skutulsfjörð, þ.e. bæði fyrir utan bæinn og eins fyrir innan bæinn, allt að landi sem leigt er öðrum ofan tjarnarinnar.
Meirihluti bæjarráð leggur til að Jónas Kr. Björnson fái afnot af um beðnu landi til eins árs og verði gengið frá samningi á svipuðum nótum og gert var við þá Sigurð Sveinsson og Gísla Jónsson, Ísafirði.

10. Erindi frá Guðlaugi S. Pálmasyni, Kópavogi, v/átaksins, Ég er húsið mitt.

Lagt fram erindi frá Guðlaugi S. Pálmasyni, Kópavogi, dagsett 12. maí s.l., þar sem óskað er eftir styrk allt að kr. 165.750.- vegna átaksins ,,Ég er húsið mitt."
Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

11. Samb. ísl. sveitarf., fundarg. 9. fundar Samt. sveitarf. á köldum svæðum.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. maí s.l., ásamt fundargerð 9. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
Lagt fram til kynningar.

12. Koltra handverkshópur, Þingeyri. - Upplýsingamiðstöð á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá stjórn Koltru handverkshóps á Þingeyri dagsett 13. maí s.l., þar sem spurt er um hvort veittur styrkur frá Ferðamálaráði Íslands til Ísafjarðarbæjar komi til með að tryggja rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri á komandi sumri.
Erindinu vísað til menningarnefndar.

Formaður bæjarráðs lagði fram undir þessum lið bréf frá Ferðamálaráði Íslands dagsett 28. apríl s.l., þar sem tilkynnt er um þá ákvörðun Ferðamálaráðs að leggja kr. 1.250.000.- til reksturs upplýsingamiðstöðvar í Ísafjarðarbæ á árinu 1999, enda náist samkomulag um framkvæmd og fjármögnun verkefnisins.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, varaformaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson.  Bryndís G. Friðgeirsdóttir.