Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

148. fundur

Árið 1999, mánudaginn 10. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 4/5.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 4/5.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Húsnæðisnefnd 3/5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Lögmenn Bæjarhrauni, Hafnarfirði, v/Hjallavegur 5, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Bæjarhrauni, Hafnarfirði, Hlöðver Kjartanssyni, dagsett 3. maí 1999, sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar dagsettu þann 21. apríl 1999, vegna íbúðar Guðvarðar Kjartanssonar að Hjallavegi 5, Flateyri.

Jafnframt er lögð fram tillaga Andra Árnasonar hrl., að svari til Hlöðvers Kjartanssonar, vegna bréfsins.

Að höfðu samráði við Andra Árnason hrl., hafnar bæjarráð beiðni um uppkaup á íbúð Guðvarðar Kjartanssonar, Hjallavegi 5, Flateyri, á grundvelli reglug. nr. 533/1997.

3. Slysavarnadeildin Hnífsdal, v/Heimabær 2, Hnífsdal.

Lagt fram erindi Slysavarnadeildarinnar Hnífsdal dagsett 7. maí s.l., vegna Heimabæjar 2 í Hnífsdal, þar sem deildin lýsir áhuga sínum á að fá húsið til fullra afnota og sem nýtt yrði fyrir æfingar í rústabjörgun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera kaupsamning með afsali við Slysavarnadeildina í Hnífsdal og leggja fyrir bæjarráð.

4. Tónlistarskóli Ísafjarðar, þakkarbréf.

Lagt fram bréf frá Tónlistaskóla Ísafjarðar dagsett 29. apríl s.l., þar sem skólinn þakkar fyrir ómetanlegan stuðning við flutning óratóríunnar ,,Messías" eftir Handel í Ísafjarðarkirkju 2. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

5. Kristín A. Elíasdóttir, Þingeyri, erindi vegna beitarstykkis.

Lagt fram bréf frá Kristínu Auði Elíasdóttur, Fjarðargötu 16, Þingeyri, dagsett 30. apríl 1999, þar sem hún falast eftir stækkun á beitarstykki er hún hefur haft á Söndum nærri hesthúsabyggð þeirra Þingeyringa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvernig þessum málum var háttað á s.l. ári.

6. Styrkbeiðni vegna háskóla- og framhaldsnáms í Danmörku.

Lagt fram bréf frá Ragnheiði S. Valdimarsdóttur og Þresti Friðþjófssyni, Hlaðbrekku 21, Kópavogi, dagsettu 4. maí s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til háskóla- og framhaldsnáms í Danmörku. Bréfritarar eru heyrnarlaus / heyrnarskert.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.

7. Skólastjórabústaður á Suðureyri.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 7. maí s.l., þar sem bent er á að íbúðarhúsnæði skólastjóra Grunnskóla á Suðureyri, Túngata 10, er í eigu Íbúðalánasjóðs og fer í almenna sölu eftir 10. maí 1999.
Upplýst er að eignin er komin í sölu hjá Tryggva Guðmundssyni, hdl., Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Tryggva Guðmundsson, hdl.

8. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.

Lögð fram fundargerð 10. fundar stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 17. mars 1999.

Lagt fram til kynningar.

9. Fundargerð samstarfsnefndar leikskólakennara.

Lögð fram fundargerð 43. fundar samstarfsnefndar leikskólakennara er haldinn var þann 30. apríl 1999.

Lagt fram til kynningar.

10. Samb. ísl. sveitarf., hækkun á gr. í starfsmenntunarsjóð leikskólkennara.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 3. maí s.l., þar sem vakin er athygli á hækkun framlags launagreiðenda skv. kjarasamningum í starfsmenntunarsjóð leikskólakennara, sem nú heitir ,,Vísindasjóður", úr 0.3% í 0.6% frá og með 1. júní n.k.

Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga 651. fundur.

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 651. fundi er haldinn var þann 15. apríl s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð fulltrúaráðs Samb. ísl. sveitarfélaga 56. fundur.

Lögð fram fundargerð fulltrúaráðs Samb. ísl. sveitarfélaga frá 56. fundi er haldinn var 16. og 17. apríl s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:44

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.