Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

147. fundur

Árið 1999, mánudaginn 3. maí kl. 15:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Fjarfverandi bæjarráðsmaður: Guðni G. Jóhannesson í h.st. Jón Reynir Sigurvinsson.

Þetta var gert:

1. Félagsmálastjóri og formaður félagsmálanefndar komu til fundar.

Starfandi félagsmálastjóri Kjell Hymer og formaður félagsmálanefndar Hildur Halldórsdóttir mættu til fundar við bæjarráð. Vísað er í lið tvö í fundargerð félagsmálanefndar frá 27. apríl 1999.

Kjell Hymer lagði fram upplýsingar um stöðu nokkura mála og málaflokka, bæði framkvæmdalega og fjárhagslega séð. Eins og fram kemur í fundargerð félagsmálanefndar frá 27. apríl s.l. hefur nú þegar verið greitt í fjárhagsaðstoð, það sem af er árinu, kr. 3.2 milljónir eða um 80% af fjárhagsáætlun 1999.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 27/4.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 28/4.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 28/4.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bjarni Baldursson, sölutilboð v/Hnífsdalsvegur 8, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Bjarna Baldurssyni dagsett 30. apríl s.l., þar sem hann býður Ísafjarðarbæ til kaups eignarhluta sinn í Hnífsdalsvegi 8, Ísafirði, fyrir kr. 1.700.000.- miðað við staðgreiðslu.

Bæjarstjóra falið að koma með tillögu til bæjarstjórnar.

4. Greinargerð bæjarstjóra vegna sölu á mjólkurkvóta.

Lögð fram greinargerð Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 29. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir milligöngu Ísafjarðarbæjar í sölu mjólkurkvóta frá jörðinni Arnardal neðri í Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

5. Bjarni G. Einarsson vegna dýrfirskra golfara.

Lagt fram bréf frá Bjarna G. Einarssyni, Þingeyri, dagsett 28. apríl s.l., vegna erindis er sent var Ísafjarðarbæ samkvæmt bréfi dagsettu 5. desember 1997 frá Golfklúbbnum Glámu, Þingeyri. Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar, en engin svör hafa borist.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar að nýju.

6. Jón Friðrik Jóhannsson, styrkbeiðni vegna ferðaþjónustu í Grunnavík.

Lagt fram bréf frá Jóni Friðrik Jóhannssyni, Sætúni 1, Suðureyri, ódagsett þar sem hann fer fram á styrk frá Ísafjarðarbæ, að upphæð kr. 1.200.000.- vegna ferðaþjónustu í Grunnavík.

Bæjarráð hafnar erindinu.

7. Jón Arnar Gestsson vegna fjarvinnsluþjólustu.

Lagt fram bréf frá Jóni Arnari Gestssyni, Suðureyri, dagsett 26. apríl s.l., þar sem hann kynnir Fjarvinnsluna, sem er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í uppfærslu gagna, innskráningu á t.d. fundargerðum og viðhaldi á gagnagrunnum, sem fyrir eru hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinn með stofnun þessa fyrirtækis.

8. Magnús Ólafs Hansson vegna sölu lausafjármuna Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Magnúsi Ólafs Hanssyni, dagsett 26. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir sölu lausafjármuna frá Ísafjarðarbæ á uppboði er haldið var föstudaginn 23. apríl s.l. Heildar innkoma við uppboðið var kr. 17.372.-

Lagt fram til kynningar.

9. Græni herinn - Óskir um liðveislu og fyrirgreiðslur.

Lagt fram bréf frá Græna hernum, Smiðjustíg 4a, Reykjavík, dagsett 22. apríl s.l., þar sem lýst er fyrirhuguðu átaki nú í sumar, borin fram ósk um liðveislu og aðra fyrirgreiðslu vegna þessa átaks.

Bréfinu vísað til bæjarverkfræðings og garðyrkjustjóra.

10. Menntamálaráðuneytið - Aðalnámskrá fyrir grunnskóla.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 23. apríl s.l., til grunnskóla, sveitarfélaga, skólaskrifstofa og foreldraráða, um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla er tekur gildi 1. júní 1999 og kemur til framkvæmda í grunnskólum haustið 1999 eftir því sem unnt er og á að vera komin til framkvæmda að fullu innan þriggja ára frá gildistöku samkvæmt auglýsingu nr. 163/1999.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

11. Skólanefnd Framhaldsskóla Vestfjarða, fundargerðir 44.-46. fundar.

Lagðar fram fundargerðir 44. - 46. fundar skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða.

Bæjarráð fagnar tilkomu grunndeildar tréiðnaðar.

12. Félagsmálaráðuneytið - Umburðarbréf um húsaleigubætur.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 16. apríl s.l., varðandi lög um húsaleigubætur og túlkun einstakra greina þeirra laga.

Bréfinu vísað til félagsmálanefndar.

13. Launanefnd sveitarfélaga, fundargerð 137. fundar.

Lögð fram fundargerð 137. fundar Launanefndar sveitarfélaga er haldinn var þann 12. apríl s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14. Samstarfsnefnd Samflots og Launanefndar sveitarfélaga fundargerð 8. fundar.

Lögð fram fundargerð 8. fundar Samstarfsnefndar Samflots og Launanefndar sveitarfélaga er haldinn var þann 15. apríl s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15. Fundargerð bæjarráðs Bolungarvíkur og bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar bæjarráðs Bolungarvíkur og bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, er haldinn var þann 14. apríl s.l. í Ráðhúsinu í Bolungarvík.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.  Samb. ísl. sveitarf. - Gjaldskrá fyrir nemendur utan lögheimilissveitarf.Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 23. apríl s.l., um nýjar viðmiðunarreglur og gjaldskrá fyrir nemendur utan lögheimilissveitarfélags.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17. Samb. ísl. sveitarf. - Ályktanir fyrri fulltrúaráðsfundar 1999.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 20. apríl s.l., ásamt ályktunum fyrri fulltrúaráðsfundar 1999, er haldinn var á Hótel Sögu í Reykjavík l6. og 17. apríl 1999.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18. Vinnumálastofnun - Yfirlit yfir atvinnuástand í mars 1999.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 19. apríl s.l., yfirlit yfir atvinnuástand í mars 1999 og vísbendingar um atvinnuástandið næstu mánuði.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:46

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, varaformaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.