Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

l46. fundur

Árið 1999, mánudaginn 26. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 20/4.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 19/4.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefndar 21/4.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarstjóra, upplýsingar frá Andra Árnasyni, hrl., vegna Unnarstígur 4, Flateyri.

Lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra dagsett 23. apríl 1999, ásamt minnisblaði frá Andra Árnasyni, hrl., um erindi Halldórs Backman hdl., f.h. Gunnars Guðmundssonar, vegna Unnarstígur 4, Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni Andra Árnasyni hrl., að halda áfram með málið á þeim forsendum sem kynntar eru í minnisblaði hans.

3. Minnisblað bæjarstjóra, vegna stöðu rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. apríl s.l., með tillögu að bókun vegna stöðu rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi. Tillagan hljóðar:

,,Bókun bæjarráðs vegna minnkandi aflaheimilda í Ísafjarðardjúpi."

Fundur bæjarráðs Ísafjarðarbæjar haldinn 26. apríl 1999, lýsir áhyggum vegna minnkandi aflaheimilda í innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi. Fjölmargir hafa atvinnu af þessum veiðum í byggðarlaginu og því er veiði innfjarðarrækju mjög mikilvæg fyrir atvinnulíf hér auk þess sem innfjarðarrækjan er mikilvægí hráefnisöflun rækjuverksmiðja við Djúp.

Í lögum um stjórn fiskveiða er heimild í 9. grein til sjávarútvegsráðherra sem gefur honum rétt til að úthluta aflaheimildum til báta sem orðið hafa fyrir mikilli skerðingu á einstökum tegundum. Sú skerðing sem orðið hefur á aflaheimildum til innfjarðarveiða í Ísafjarðardjúpi gefur án efa tilefni til slíkrar úthlutunar. Með úthlutun væri verið að styðja við mikilvæga atvinnustarfsemi á staðnum og styðja við útgerðir sem orðið hafa fyrir mikilum tekjumissi. Slíkt er í samræmi við og í anda 9. greinar laga um stjórn fiskveiða.

Bent er á að aðgerðir sem þessar eru þekktar frá því að komið var til móts við útgerðir á sínum tíma vegna minnkandi þorskkvóta. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur sanngjarnt að samskonar aðgerðum verði beitt nú vegna minnkandi aflaheimilda í innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi.

Bæjarráð samþykkir bókunina.

4. Minnisblað bæjarstjóra, vegna starfshóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. apríl s.l., varðandi skipan starfshóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði.
Minnisblaðinu fylgir bréf frá Íþróttabandalagi Ísfirðinga dagsett 22. apríl s.l., þar sem ÍBÍ geri tillögu um eftirtalda aðila í starfshópinn. Eggert Jónsson, Jónas Gunnlaugsson og Stellu Hjaltadóttur og til vara Marinó Hákonarson.
Auk ofangreindra aðila hefur komið fram tillaga um Þorstein Jóhannesson, sem formann, Elías Oddsson, Lárus G. Valdimarsson og Gísla Eiríksson.
Erindisbréf fyrir starfshópinn fylgir og minnisblaði bæjarstjóra.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindir aðilar skipi starfshópinn og leggur jafnframt til að erindisbréfið verði samþykkt.

5. Sjöfn Kristjánsdóttir, hdl., vegna Hafnarstræti 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Sjöfn Kristjánsdóttur, hdl., Sólvallagötu 11, Reykjavík, dagsett 12. apríl s.l., þar sem hún mótmælir, fyrir hönd eigenda lóðarinnar Hafnarstræti 11, Ísafirði, skipulagi á svæðinu og fyrirhugaðri ráðstöfun lóðarinnar án samráðs við eigendur.

Erindið er hjá bæjarverkfræðingi og er lagt fram til kynningar í bæjarráði.

6. Bréf frá Vá Vest, vegna stefnumótunarvinnu í vímuvörnum.

Lagt fram bréf frá Vá Vest dagsett 21. apríl s.l., er varðar stefnumótunarvinnu í vímuvörnum fyrir Ísafjarðarbæ. Vinnuhópurinn óskar eftir aðstoð eins bæjarfulltrúa og Jóhönnu Eyfjörð við gerð vímuvarnarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.

Erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnarfundar þann 6. maí n.k.

7. Skólaskrifstofa Vestfjarða - Ráðstefna Skólastjóraf. Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 14. apríl s.l., þar sem tilkynnt er um breyttan tíma á ráðstefnu Skólastjórafélags Vestfjarða ofl.

Lagt fram til kynningar.

8. Skipulagsstofnun - Snjóflóðavarnir á Seljalandssvæðinu á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 16. apríl s.l., ásamt úrskurði skipulagsstjóra ríkisins vegna fyrirhugaðrar byggingar snjóflóðavarna á Seljalandssvæðinu á Ísafirði, samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum.
Afgreiðsla Skipulagsstofnunar er jákvæð.

Lagt fram til kynningar.

9. Menning og æska. Norrænt ungmennamót 21.-28. júní 2000.

Lagt fram bréf frá Lene Hjaltason, verkefnisstjóra, dagsett 16. apríl s.l., varðandi norrænt ungmennamót, kallað ,,Kultur & ungdom", á Íslandi dagana 21.-28. júní 2000.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarnefndar til kynningar.

10. Bréf verkefnisstjórnar ,,Ísland án eiturlyfja."

Lagt fram bréf frá verkefnisstjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja dagsett 14. apríl s.l., með upplýsingum um störf verkefnisstjórnarinnar.

Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar til kynningar.

11. Íbúðalánasjóður vegna Túngötu 10, Suðureyti.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 15. apríl s.l., þar sem verið er að kanna hvort Ísafjarðarbær hafi hug á að gera kauptilboð í fasteignina Túngötu 10, Suðureyri, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs. Í húsinu býr Magnús S. Jónsson, skólastjóri Grunnskóla á Suðureyri.

Bæjarráð hefur ekki hug á að kaupa eignina á því verði er um getur í bréfinu.

12. Vegagerðin - Sími í jarðgöngum undir Breiðadals- og Botnsheiði.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 16. apríl s.l., varðandi síma í jarðgöngum undir Breiðadals- og Botnsheiði. Þar kemur fram að Vegagerðin hefur ekki og hefur aldrei haft á áætlun að setja upp farsímakerfi í jarðgöngin.

Lagt fram til kynningar.

13. Vegagerðin - Vetrarþjónusta á leiðinni Þingeyri-Ísafjörður.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dagsett 16. apríl s.l., um vetrarþjónustu á leiðinni Þingeyri-Ísafjörður, fyrirkomulag hennar og framkvæmd.

Lagt fram til kynningar.

14. Umhverfisráðuneytið - Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 9. apríl s.l., þar sem vakin er athygli á nýsamþykktum lögum nr. 59/1999 um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Breytingarnar varða 11., 12. og 25. gr. laganna.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, v/viðh. götulýsingar.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 23. apríl s.l., varðandi viðhald götulýsingar, með tilvísun í bréf bæjarráðs 23. mars 1999, vegna erindis Kristjáns Guðmundssonar og Bárðar Grímssonar, um viðhald götulýsingar í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð samþykkir álit bæjarverkfræðings.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.07

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.