Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

145. fundur

Árið 1999, mánudaginn 19. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á Ísafirði.

Þetta var gert:

1.    Stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar mætir til fundar við bæjarráð.

Fyrir hönd Golfklúbbs Ísafjarðar mættu til fundarins þeir Tryggvi Guðmundsson, Sigurjón Guðmundsson og Gylfi Sigurðsson. Rætt var um byggingu á nýjum golfskála í Tungudal og fjárhagslegri stöðu Golfklúbbs Ísafjarðar í framhaldi af þeim framkvæmdum. Fulltrúar GÍ ræddu um hvort og þá með hvaða hætti Ísafjarðarbær gæti komið að þessum málum. Svo sem með frestun greiðslu vegna kaupa á Fitjateigi 6, samning um rekstur á tjaldstæði í Tungudal og framlengingu á rammasamningi um þróun golfvallar.

Bæjarráð leggur til að Golfklúbbi Ísafjarðar verði veittur greiðslufrestur á kaupverði Fitjateigs 6, Hnífsdal og leggur til að þessu verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

2. Stjórn Tónlistafélags Ísafjarðar mætir til fundar við bæjarráð.

Til fundarins fyrir hönd Tónlistafélags Ísafjarðar mættu þeir Úlfar Ágústsson og Ólafur Gunnarsson. Rætt var um byggingu Tónlistaskólahúss við Austurveg, fjármögnun þeirra framkvæmda og formlega afhendingu eignarinnar frá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við stjórn Tónlistafélags Ísafjarðar og leggja fram tillögur til bæjarráðs er varðar eignaraðild og lok framkvæmda.

3. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 13/4.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Bæjarráð legggur fram bréf frá Rekstir og Ráðgjöf ehf., Reykjavík, dagsett 13. apríl s.l., þar sem fram kemur að neðangreindir aðilar hafa sótt um starf félagsmálastjóra hjá Ísafjarðarbæ.

Indriði A. Kristjánsson, fæð.ár 1951 Master í félagsráðgjöf frá Kanada.
Kári Eiríksson, fæð.ár 1938 Félagsráðgjöf Noregi.
Kjell Hymer, fæð.ár 1952 Uppeldisráðgjöf Noregi.
Hulda Guðmundsdóttir, fæð.ár 1968 B.A. í uppeldis- og menntunarfræðum og félagsráðgjöf frá H.Í
Björn Baldursson, fæð.ár 1948 Lögfræðingur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 13/4.

Fundargerðin er í níu liðum.
5. liður. Bæjarráð óskar eftir tilnefningu frá ÍBÍ í nefnd um uppbyggingu og rekstur skíðasvæðis.
9. liður. Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000.- og felur bæjarstjóra að koma með tillögu að fjármögnun.

Aðrir liðir til kynningar.

4. Sparisjóður Bolungarvíkur - Aðalfundarboð 22. apríl 1999.

Lafg fram fundarboð ásamt boðaðri dagskrá frá Sparisjóði Bolungarvíkur um boðun aðalfundar fyrir árið 1998, fimmtudaginn 22. apríl n.k. kl. 16:00 í Ráðhússalnum í Bolungarvík.

Bæjarráð felur Ragnheiði Hákonardóttur og Sigurði R. Ólafssyni að sækja fundinn og fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar.

5. Umsóknir um starf hundaeftirlitsmanns í Ísafjarðarbæ.

Lagðar fram tvær umsóknir um starf hundaeftirlitsmanns í Ísafjarðarbæ.

Umsækjendur eru:

Valur Richter, Fjarðarstræti 13, 400 Ísafirði.
Hermann Þorsteinsson, Hafraholti 52, 400 Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjendur og leggja fram drög að samningi fyrir bæjarráð.

6. Friðfinnur Sigurðsson, Þingeyri. - Áætlanaferðir Þingeyri-Ísafj.-Þingeyri Lagt fram bréf frá Friðfinni Sigurðssyni, Þingeyri, dagsett 12. apríl s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum um fjölgun ferða á leiðinni Þingeyri - Ísafjörður - Þingeyri, vegna mikillar aðsóknar. Jafnframt fylgja yfirlit um farþegafjölda frá því um miðjan október 1998 út mars 1999.

Bæjarráð vísar til samnings milli aðila, þar sem fram kemur að verktaka er heimilt að fjölga ferðum á eigin kostnað.

7. Bréf Þórunnar Snorradóttur v/ sumarlokun leikskóla.

Lagt fram bréf Þórunnar Snorradóttur dagsett 12. apríl s.l., vegna sumarlokunar á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði, á komandi sumri. Óskar hún eftir fríi fyrir börn sín frá og með 1. júní til 1. september n.k.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

8. Vátryggingafélag Íslands - Ráðstefna um umhverfismál.

Lagt fram bréf frá Vátryggingafélagi Íslands hf., dagsett 7. apríl s.l., þar sem boðað er til ráðstefnu um ,,Hvernig verður þitt sveitarfélag ábyrgt fyrir umhverfinu ?"

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík, þriðjudaginn 27. apríl n.k. og hefst kl. 14:00

Lagt fram til kynningar.

9. Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar janúar - mars 1999.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 12. apríl s.l., varðandi búferlaflutninga janúar - mars 1999, ásamt yfirlitum og öðrum gögnum er málið varðar.

Fram kemur að fjölgað hefur um 14 íbúa í Ísafjarðarbæ á tímabilinu. Lagt fram til kynningar.

10. Húsafriðunarnefnd ríkisins - Styrkur vegna gamla sjúkrahússins.

Lagt fram afrit af bréfi frá Húsafriðunarnefnd ríkisins dagsett 12. apríl s.l., til Jóhanns Hinrikssonar, forstöðumanns, Héraðsskjalasafns, þar sem tilkynnt er um styrkveitingu upp á kr. 2.000.000.- til framkvæmda við gamla sjúkrahúsið á Ísafirði.

Bæjarráð þakkar styrkveitinguna, en ítrekar að mikið og kostnaðarsamt verk er framundan.

11. Rekstur upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði.

Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar til skóla- og menningarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 14. apríl s.l., varðandi rekstur upplýsingamiðstöðvar á Ísafirði og afrit af tilboði Vesturferða varðandi þessi mál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna með skóla- og menningarfulltrúa að málinu.

12. Kristnihátíðanefnd Vestfjarða v/ styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Kristnihátíðanefnd Vestfjarða dagsett 14. apríl s.l., þar sem sótt er um styrk til Ísafjarðarbæjar upp á kr. 982.879.-, sem er hlutur Ísafjarðarbæjar, hlutfallslega, í kostnaði við Kristnihátíð Vestfjarða er halda á á Patreksfirði 13. júní 1999.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

13. Samband ísl. sveitarfélaga - Fundargerð 650. fundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir 650. fund er haldinn var þann 19. mars s.l. í húsakynnum sambandsins.

Lagt fram til kynningar.

14. Launanefnd sveitarfélaga - Fundargerð 136. fundar.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaganna fyrir 136. fund er haldinn var á Akureyri þann 19. mars s.l.

Lagt fram til kynningar.

15. Snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla, Ísafirði.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar dagsett 19. apríl 1999, vegna snjóflóðavarna í Seljalandsmúla, þar sem hann telur að bygging varnargaðs í Seljalandshlíð eigi að koma til eins og er í raun stefna Ísafjarðarbæjar allt frá árinu 1996. Hins vegar á eftir að athuga m.a. eftirfarandi:
Ýmsa kosti er varða uppbyggingu skíðasvæðanna eftir að snjóflóð féll á lyfturnar á Seljalandsdal nú nýverið. Umhverfisráðherra á eftir að samþykkja reglugerð um hættumat sem væntanlega verður ekki fyrr en í sumar.
Vegna ósamþykktrar reglugerðar er ekki ljóst hvort heimilað verður að byggja undir varnargörðunum þó það sé reyndar líklegt að það verði heimilað.
Breyta þarf aðalskipulagi í tengslum við heimild til að byggja snjóflóðavarnargarð og einnig skv. áliti Skipulagsstofnunar sem getið er um í minnisblaðinu vegna landfyllingar milli Úlfsár og Tunguár.
Fleiri atriði þarf að athuga sérstaklega s.s. hvort taka eigi inn í umhverfismat veg úr Tungudal upp á Seljalandsdal (sem reyndar á ekki að gera að mati undirritaðs.)

Bæjarráð leggur til, að teknu tilliti til ofanskráðs, að byggingu garðsins verði frestað um eitt ár.

16. Orkubú Vestfjarða - Aðalfundarboð 30. apríl 1999.

Lagt fram aðalfundarboð frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 13. apríl s.l., ásamt dagskrá. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Framhaldsskóla Vestfjarða þann 30. apríl 1999 og hefst kl. 13:15 Ísafjarðarbær fer með 4.474 atkvæði á aðalfundinum.

Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar mæti til fundarins og fari að jöfnu með atkvæði bæjarins.

Tekið inn í bæjarráð með afbrigðum.
17. Sparisjóður Þingeyrarhrepps - Aðalfundarboð 29. apríl 1999.

Lagt fram aðalfundarboð frá Sparisjóði Þingeyrarhrepps dagsett 16. apríl s.l., á samt dagskrá, þar sem boðað er til aðalfundar sparisjóðsins fyrir árið 1998, fimmtudaginn 29. apríl n.k. kl. 20:00 í húsi sparisjóðsind.

Bæjarráð felur Birnu Lárusdóttur, Sæmuni Kr. Þorvaldssyni og Guðna G. Jóhannessyni að mæta á fundinn og fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.