Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

144. fundur

Árið 1999, mánudaginn 12. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 7/4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 30/3.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 8/4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Lárus Hagalínsson - Neðri Mið Hvammur í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Lárusi Hagalínssyni, Hlíðarvegi 6, Suðureyti, dagsett 9. apríl s.l., þar sem hann dregur til baka kauptilboð sitt í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í jörðinni Neðri Mið Hvammur í Dýrafirði, er lagt var fram á 143. fundi bæjarráðs þann 6. apríl 1999.

Lagt fram til kynningar.

3. Lögfræðiskrifstofa Tryggva Guðmundssonar - Afsal forkaupsréttar.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsettu 8. apríl s.l., þar sem óskað er eftir að Húsnæðisnefnd Ísafjarðarbæjar aflétti kvöð, vegna sölu, af íbúð Sigrúnar Sigurgeirsdóttur, kt. 230435-6859, Fjarðarstræti 4, Ísafirði.

Bæjarráð bendir á að mál þetta var afgreitt á 139. fundi bæjarráðs þann 27.febrúar s.l., og var erindið þar samþykkt.

Bæjarráð óskar staðfestingar húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar á erindinu.

4. Samband ísl. sveitarfélaga - Varðandi ferðir unglinga með varðskipum.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 7. apríl s.l., varðandi ferðir unglinga með varðskipum. Hjálagt kynning: Skólafólk á varðskipum sumarið 1999.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

5. Afrit bréfs Halldórs Árnasonar til Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns, Ísafirði og svarbréf Ólafs Helga Kjartanssonar.

Lagt fram bréf Halldórs Árnasonar, Washington, USA, dagsett 27. mars s.l., til Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Ísafirði, varðandi fréttaflutning um búsetu í húsunum Fitjateigur 4 og Smárateigur 3, Hnífsdal.
Jafnframt er fram lagt svarbréf Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns til Halldórs Árnasonar dagsett 6. apríl 1999.

Lagt fram til kynningar.

6. Eimskipafélag Íslands - Lóðaumsókn vegna Sindragötu 13a, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Hf. Eimskipafélagi Íslands dagsett 29. mars s.l., þar sem sótt er um lóðina Sindragötu 13a, Ísafirði, sem er samliggjandi núverandi athafnasvæði félagsins. Lóð þessi mun verða nýtt til viðbótar núverandi aðstöðu, sem og fyrir framtíðarrekstur dótturfyrirtækis félagsins, Ísafjarðarleiðar.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar og hafnarnefndar.

7. Bréf Guðmundar Þorkelssonar, skólastjóra, um þátttöku í akstri.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Þorkelssyni, skólastjóra Grunnskóla á Þingeyri, dagsett 7. apríl s.l., þar sem hann óskar eftir því, að komið sé til móts við sig varðandi ferðakostnað til og frá vinnu, milli Ísafjarðar og Þingeyrar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8. Minnisblað bæjarstjóra - Kaup og sala vinnuvéla.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. apríl s.l., þar sem hann greinir frá sölu á hjólaskóflu Cat 966 árgerð 1973 nr. FH 063 til Eyrarsteypu ehf., Ísafirði, fyrir kr. 1.800.000.- staðgreitt. Jafnframt er greint frá fyrirhuguðum kaupum á Cat 950E gröfu nr. FH 278 af Jóni og Magnúsi ehf., Ísafirði, fyrir kr. 4.500.000.-, svo og sölu á Scania vörubifreið nr. FK 855 til Jóns og Magnúsar ehf., Ísafirði, á kr. 1.000.000.- er gengu upp í kaupin á Cat 950E.

Samþykki bæjarráðs þarf fyrir þessum kaupum, þar sem fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir þeim mismun sem skapast við kaup og sölu framangreindra eigna upp á kr. 1.370.000.-, samkvæmt yfirliti bæjarverkfræðings.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila ofangreind kaup á Cat 950E gröfu nr. FH 278 og kr. 1.370.000.- vegna þessara kaupa verði færð á liðinn ófyrirséð í fjárhagsáætlun.

9. Dreifibréf bæjarstjóra til mjólkurframleiðenda í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram dreifibréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. mars s.l., til mjólkurframleiðenda í Ísafjarðarbæ, varðandi sölu á mjólkurframleiðslurétti upp á 68.692 lítra.

Lagt fram til kynningar.

10. Ágúst og Flosi ehf., Ísafirði. - Lóðaumsókn um Sindragötu 13a, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Ágúst og Flosa ehf., Ísafirði, dagsett 12. apríl 1999, þar sem sótt er um lóðina Sindragötu 13a, Ísafirði, undir fiskvinnslu, frystigeymslu og aðra hafsækna starfsemi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:13

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir.  Bryndís G. Friðgeirsdóttir.