Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

143. fundur

Árið 1999, þriðjudaginn 6. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 16/3.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 23/3.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 24/3.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 25/3.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 24/3.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Ofangreindar fundargerðir voru teknar fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 31. mars s.l.

2. Minnisblað Andra Árnasonar hrl. v/uppbyggingar Eyrarsteypu.

Minnisblað Andra Árnasonar hrl. bæjarlögmanns lagt fram af bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar, dagsett 24. mars s.l., vegna erindis Eyrarsteypu ehf., Ísafirði, um byggingarleyfi og leyfi til uppsetningar snjóflóðavarna, vegna bygginga er eyðilögðust í bruna í febrúar s.l. Jafnframt fylgir bréf frá Veðurstofu Íslands dagsett 25. mars s.l., varðandi endurbyggingu húsa Eyrarsteypu á Grænagarði.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að vinna að málinu samkvæmt áliti bæjarlögmanns.

3. Hf. Djúpbáturinn, aðalfundarboð 10. apríl 1999.

Lagt fram aðalfundarboð vegna Hf. Djúpbáturinn, Ísafirði, ásamt dagskrá. Fundurinn verður haldinn að Hótel Ísafirði laugardaginn 10. apríl n.k. og hefst kl. 14:00

Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar og fara með atkvæði bæjarins.

4. Umhverfisráðuneytið v/kauptilboða í uppkaupahús á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 22. mars s.l., þar sem greint er frá afstöðu ráðuneytisins á tilboðum í uppkaupahús á Flateyri. Ráðuneytið að fenginni umsögn Ofanflóðanefndar, telur ekki rétt að gengið verði að kauptilboðum í greindar eignir, samkvæmt 138. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar mánudaginn 22. febrúar 1999 liður 18.

Bæjarráð ákveður að auglýsa eignirnar aftur í upphafi maí n.k.

5. Minnisblað Ármanns Jóhannessonar v/Neðri Mið Hvammur, Dýrafirði.

Lagt fram minnisblað frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsett 26. mars s.l., vegna bréfs Lárusar Hagalínssonar, Hlíðarvegi 6, Suðureyri, dagsettu 6.mars s.l. um kaup á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í jörðinni Neðri Mið Hvammi í Dýrafirði. Minnisblaðinu fylgja ýmis gögn varðandi málið.

Málinu frestað til næsta bæjarráðsfundar að ósk Lárusar Hagalínssonar.

6. Félag skógarbúa í Tunguskógi v/athugasemda um fyrirh. vegalagningu.

Lagt fram bréf frá Félagi skógarbúa í Tunguskógi dagsett 25. mars s.l., athugasemd vegna hugmyndar um vegalagningu frá skíðasvæði í Tungudal upp á Seljalandsdal.

Lagt fram til kynningar.

7. Kristján Ólafsson v/framlengingar á leigu Neðri Tungu, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Ólafssyni, Urðarvegi 4l, Ísafirði, dagsett 25. mars s.l., þar sem hann fer fram á framlengingu í eitt ár á leigusamningi föður síns á jörðinni Neðri Tungu í Skutulsfirði. Bæjarstjóri lagði fram bréf frá fjármálastjóra dagsett 26. mars s.l., varðandi málið.

Bæjarráð hafnar framlengingu á gildandi samningi og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8. Foreldrafélag Súðavíkurskóla. Áskorun vegna samþ. um áfengismál.

Lögð fram áskorun frá Foreldrafélagi Súðavíkurskóla dagsett 18. mars s.l., ásamt undirskriftalista, þar sem skorað er á bæjarstjórnarmenn Ísafjarðarbæjar, að draga áskorun sína til Alþingis, um afnám einkaréttar ríkisins til sölu á áfengi, til baka.

Lagt fram til kynningar.

9. Guðmundur Otri Sigurðsson - Mótshald Vestfjarðavíkings 1999.

Lagt fram bréf frá mótshaldara Vestfjarðavíkings 1999, Guðmundi Otra Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir styrk, að upphæð kr. 400.000.-, til að halda mótið í Ísafjarðarbæ á þessu ári.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

10. Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Útgáfufélagi Búnaðarsambands Vestfjarða dagsett 18. mars s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, vegna útkomu byggðasögu Vestur - Ísafjarðarsýslu í apríl 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

11. Sigurður R. Guðmundsson - Kauptilboð í Kofrahús á Skeiði.

Lagt fram kauptilboð frá Sigurði R. Guðmundssyni, Stórholti 7, Ísafirði, dagsett 23. mars s.l., í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Kofrahúsi á Skeiði, Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.500.000.- er greiðist við undirritun kaupsamnings og gildir það til hádegis þann 31. mars 1999.

Bæjarráð hafnar tilboðinu og tekur fram að húseignin er ekki til sölu.

12. Óbyggðanefnd - Kynning á starfsemi óbyggðanefndar.

Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd dagsett 22. mars s.l., um kynningu á starfsemi óbyggðanefndar.

Lagt fram til kynningar.

13. Skólaskrifstofa Vestfjarða - Nemendaspá.

Lagt fram bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 18. mars s.l., ásamt nemendaspá eða framreikningur sem byggður er á tölum frá Hagstofu Íslands 01.12.98.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til fræðslunefndar.

14. Þjóðahátíð Vestfirðinga - Þakkarbréf.

Lagt fram bréf frá Þjóðahátíð Vestfirðinga dagsett 22. mars s.l., þar sem áhugahópur um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum þakkar bæjaryfirvöldum Ísafjarðarbæjar fyrir stuðning og velvilja vegna ,,Þjóðahátíðar Vestfirðinga" er haldin var sunnudaginn 21. mars s.l.

Bæjarráð þakkar fyrir vel skipulagða Þjóðahátíð.

15. Lára V. Júlíusdóttir hrl. - Seljaland 9, Ísafirði.

Lagt fram bréf Láru V. Júlíusdóttur hrl. dagsett 19. mars s.l., varðandi áður sendar kröfur íbúa að Seljalandi 9, Ísafirði, ásamt fyrirspurn íbúanna til Skipulagsstofnunar og svarbréfs Skipulagsstofnunar.

Bæjarráð vísar bréfinu til Andra Árnasonar hrl. bæjarlögmanns.

16. Vinnumálastofnun - Yfirlit um atvinnuástand í febrúar 1999.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 18. mars s.l., ásamt yfirlitum um atvinnuástand í febrúar 1999.

Lagt fram til kynningar.

17. Samb. ísl. sveitarfélaga - Dagur umhverfisins 25. apríl n.k.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 17. mars s.l., varðandi dag umhverfisins þann 25. apríl 1999, ásamt fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu nr. 1/1999 dagsettri 12. janúar 1999.

Bæjarráð sendir bréfið til kynningar til fræðslunefndar, umhverfisnefndar og grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Fundargerð 20. mars 1999.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 24. mars s.l., ásamt fundargerð 5. fundar heilbrigðisnefndar frá 20. mars 1999.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.

19. Samband ísl. sveitarfélaga - Ýmis gögn til fróðleiks.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 22. mars s.l. ásamt:

1. Umsögn sambandsins um frumvarp til laga um breytingar á skipulags og byggingarlögum, skipulag miðhálendisins.

2. Breyting á skipulags og byggingalögum, sem nýverið var samþykkt á Alþingi.

3. Umsögn sambandsins um frumvarp til laga um náttúruvernd.

4. Ný lög um náttúruvernd, sem nýverið voru samþykkt á Alþingi.

5. Umsögn sambandsins um frumvarp til laga um málefni aldraðra. Frumvarpið varð ekki að lögum.

6. Umsögn sambandsins um frumvarp til laga um breytingar á áfengislögum.

7. Breyting á áfengislögum, sem nýverið var samþykkt á Alþingi.

8. Reglugerð um smásölu og veitingar áfengis nr. 177, 17. mars 1999.

9. Umsögn sambandsins um frumvarp til laga um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

10. Lög um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Lagt fram til kynningar.

20. Snjóflóðavarnir Seljalandi, Ísafirði. - Fundargerð fundar haldinn í Orkubúi Vestfjarða að Stakkanesi, Ísafirði, 23. febrúar 1999.

Lögð fram fundargerð fundar er haldinn var þann 23. febrúar s.l., í húsakynnum Orkubús Vestfjarða að Stakkanesi á Ísafirði, um snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

21. Tónlistarfélag Ísafjarðar - Tónlistarskólahús á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar dagsett 27. mars s.l., varðandi ýmis frágangsatriði vegna samnings Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar frá 26. maí 1987, ásamt viðaukasamningi frá 26. júní 1997, um byggingu Tónlistarskólahúss á Ísafirði.

Bæjarráð stefnir að fundi með stjórn Tónlistarfélags Ísafjarðar þann 19. apríl n.k.

22. Sunnukórinn á Ísafirði - Umsókn um ferðastyrk.

Lagt fram bréf frá Sunnukórnum á Ísafirði dagsett 26. mars s.l., þar sem sótt er um styrk til Ísafjarðarbæjar vegna væntanlegrar ferðar kórsins til Grænlands á komandi sumri.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

23. Golfklúbbur Ísafjarðar - Fjármál v/byggingar golfskála.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 26. mars s.l., þar sem greint er frá fjárhagsmálum Golfklúbbs Ísafjarðar vegna byggingar golfskála. Jafnframt óskar stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar eftir viðræðum við bæjarráð Ísafjarðarbæjar um áður send erindi til bæjarins og meðferð einstakra mála í bæjarkerfinu.

Bæjarráð stefnir að fundi með stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar þann 19. apríl n.k.

24. Trésmiðjan ehf., Hnífsdal. - Umsókn um lóðina Sindrag. 13a, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Trésmiðjunni ehf., Hnífsdal, dagsett 29. mars s.l., þar sem sótt er um lóðina Sindragötu 13a, Ísafirði, undir byggingu fiskvinnslu, veiðarfærageymslu og aðra hafnsækna starfsemi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.

25. Guðjón Petersen - Viðlagatrygging Íslands.

Lagt fram bréf frá Guðjóni Petersen, Reykjavík, dagsett 27. mars s.l., vegna bréfs er Viðlagatrygging Íslands sendi Ísafjarðarbæ, með athugasemdum við skýrslu Guðjóns ,,Flateyri: Hið þögla stríð með óbærilegum biturleika biðarinnar".

Jafnframt er fram lagt bréf Viðlagatryggingar Íslands, sem um getur, dagsett 23. mars 1999.

Lagt fram til kynningar.

26. Samband ísl. sveitarfélaga - Um farandsölu.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 26. mars s.l., þar sem greint er frá nýjum lögum um verslunaratvinnu nr. 28/1998.

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna að málinu í samræmi við upplýsingar er fram koma í bréfinu.

27. Samkaup hf., Keflavík. - Sorpbrennslugjald 1999.

Lagt fram bréf frá Samkaupum hf., Keflavík, dagsett 25. mars s.l., þar sem óskað er eftir endurskoðun á álögðu sorpbrennslugjaldi á fyrirtækið hér á Ísafirði árið 1999.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarverkfræðings til skoðunar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.34

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.