Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

142. fundur

Árið 1999, mánudaginn 22. mars kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

a. Launanefnd sveitarfélaga 26/2.

Fundargerðin er í 7 töluliðum.

Lagt fram til kynningar.

b. Stjórn sambands ísl. sveitarfélaga 26/2.

Fundargerðin er í 55 töluliðum. Ragnheiður Hákonardóttir lét bóka að rætt hafi verið um töluliði 3, 11 og 38.

Lagt fram til kynningar.

c. Samstarfsnefnd leikskólakennara 1/3.

Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Lagt fram til kynningar.

2. Highland Games á Íslandi - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf óds. frá Hjalta Árnasyni og Andrési Guðmundssyni, þar sem farið er fram á styrk vegna aflraunakeppninnar "Highlands Games á Íslandi" sem haldin verður sumarið 1999.

Bæjarráð samþykkir styrk 150.000 kr. enda verði keppnin haldin í Ísafjarðarbæ. Bókist á liðinn 15-65-959-1

3. Steingrímur Einarsson - vatn úr jarðgöngum til fiskeldis.

Lagt fram bréf ds. 4. mars s.l. frá Steingrími Einarssyni, fiskeldisfræðingi, með ósk um afnot af umframvatni úr jarðgöngunum í Tungudal til fiskeldis. Ennfremur er óskað eftir lóð fyrir starfsemina.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

4. Koltra, handverkshópur - upplýsingamiðstöð ferðamála á Þingeyri.

Lagt fram bréf ds. 2. mars s.l. frá stjórnarmönnum í Koltru, handverkshópi á Þingeyri, þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun menningarnefndar um breytt fyrirkomulag upplýsingarmiðstöðvar á Þingeyri..

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar og felur bæjarstjóra að ræða við formann hennar.

5. Mega film - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 4. mars s.l. frá Helga Sverrissyni, f.h. Mega film, þar sem farið er fram á styrk vegna gerðar heimildarmyndar um Vestfirði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en fagnar framtakinu.

6. Félagsmálaráðuneytið - framlög úr Jöfnunarsjóði v. fatlaðra nemenda og nýbúafræðslu, stofnframlag vegna leikskóla 1999.

Lögð fram eftirfarandi bréf frá félagsmálaráðuneytinu:

a.        ds. 3. mars s.l. þar sem tilkynnt er um útreiknað 7.400 þús.kr. framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, útreiknað 1.627 þús. kr. framlag til nýbúafræðslu og 112.500 kr. framlag til íslenskukennslu.

b.        ds.17. feb. s.l. þar sem tilkynnt er um 5.442 þús.kr. framlag sem lokauppgjör á eftirstöðvum af samþykktri              kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í framkvæmdum við leikskólann á Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

7. Björgunarsveitin Björg - rekstur félagsheimilis Súgfirðinga.

Lagt fram bréf ds. 8. mars s.l. frá Elíasi Guðmundssyni og Vali Sæþóri Valgeirssyni, f.h. Björgunarsveitarinnar Bjargar, Suðureyri, þar sem óskað er endurskoðunar á samningi um rekstur á félagsheimili Súgfirðinga.

Bæjarráð leggur til endurskoðun á rekstrarsamningi og eignarskiptasamningi og vísar málinu til menningarnefndar.

8. Skógræktarfélag Súgandafjarðar - uppgræðsla lands í Súgandafirði.

Lagt fram bréf ds. 9. mars s.l. ásamt fylgiskjölum frá Arnari Guðmundssyni, form. Skógræktarfélags Súgandafjarðar, Suðureyri, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarfssamning á grundvelli verkefnisins "Landgræðsluskógar".

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

9. Umboðsmaður Alþingis - innlausn félagslegrar íbúðar.

Lagt fram bréf ds. 8. mars s.l. ásamt fylgiskjölum frá Tryggva Gunnarssyni, f.h. Umboðsmanns Alþingis, varðandi uppgjör við innlausn á félagslegri íbúð við Garðaveg 6, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

10. Stafnbúar - ráðstefna um íslenskan sjávarútveg.

Lagt fram dreifibréf ds. 8. mars s.l. ásamt fylgiskjali frá Elvari Árna Lund, form. Stafnbúa, þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um íslenskan sjárvarútveg haldin 20. mars í Reykjavík og þakkaðar góðar móttökur í nemendaferð á Vestfirði s.l. haust.

Lagt fram til kynningar.

11. Kristján Guðmundsson, Bárður Grímsson - viðhald götulýsingar.

Lagt fram bréf ds. 11. mars s.l. frá Kristjáni Guðmundssyni og Bárði Grímsssyni, þar sem boðin er fram þjónusta við viðhald götulýsingar o.fl.

Bæjarráð óskar umsagnar bæjarverkfræðings á erindinu.

12. Lögsýn ehf - Fjarðarstræti 33.

Lagt fram bréf ds. 9. mars s.l. frá Birni Jóhannessyni hdl, f.h. umbjóðanda síns Andrésar Jóhannssonar, með kröfu um að bæjarsjóður kaupi fasteignina Fjarðarstræti 33, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar erindinu.

13. Garðyrkjustjóri - aðalfundur SAMGUS, bókun á fundi fræðslunefndar.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgiskjölum frá Ásthildi Þórðardóttur, garðyrkjustjóra:

  1. ds.16. mars s.l. þar sem óskað eftir styrk til móttöku á garðyrkju- og umhverfisstjórum sveitarfélaga í tilefni aðalfundar SAMGUS sem haldinn verður á Ísafirði 29.- 30. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

b. ds. 4. mars s.l. varðandi bókun á 75. fundi fræðslunefndar sem svar við bréfi garðyrkjustjóra 29. des. sl.

Lagt fram til kynningar.

14. Skóla- og menningarfulltrúi - framkvæmdir við Austurveg 2.

Lagt fram bréf ds. 17. mars s.l. ásamt fylgiskjölum frá Rósu B. Þorsteinsdóttur, skóla- og menningarfulltrúa, með ósk um fjárveitingu til greiðslu kostnaðar við ýmiss aukaverk vegna framkvæmda við skólahúsnæðið Austurvegi 2.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á erindinu til næsta fundar.

15. Samband ísl. sveitarfélaga - málefni almenningsbókasafna, námsleyfi grunnskólakennara.

Lögð fram eftirfarandi bréf og fylgiskjöl frá Sambandi ísl. sveitarfélaga:

a. ds.16. mars s.l. þar sem boðað er til samráðsfundar 26. mars nk. í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík um málefni almenningsbókasafna.

b. ds. 15. mars s.l. þar sem tilkynnt er um úthlutun námsleyfa grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 1999-2000.

Lagt fram til kynningar.

16. Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæ - fundargerð.

Lögð fram fundargerð 9. stjórnarfundar Heilbrigðisstofnunar, Ísafjarðarbæ, frá 10. feb. sl.

Lagt fram til kynningar.

17. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf - símenntun og endurmenntun á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf ds.16. mars s.l. ásamt fylgiskjölum frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf, þar sem boðað er til fundar 25. mars nk. kl. 15.00 í Stjórnsýsluhúsinu, Ísafirði, um stöðu símenntunar og endurmenntunar á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bæjarfulltrúum, fræðslunefnd og skóla- og menningarfulltrúa erindið.

18. Skólaskrifstofa Vestfjarða - ráðstefna um vestfirska grunnskóla.

Lagt fram bréf ds.12. mars s.l. ásamt fylgiskjali frá Pétri Bjarnasyni, Skólaskrifstofu Vestfjarða, þar sem boðað er til ráðstefnu 30. apríl nk. á Ísafirði, um málefnið Vestfirskir grunnskólar, Staða - verkefni - framtíðarsýn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bæjarfulltrúum, fræðslunefnd og skóla- og menningarfulltrúa erindið.

19. VSÓ - upplýsingar um viðskipti við ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki.

Lagt fram dreifibréf ds. 5. mars s.l. frá VSÓ rekstrarráðgjöfum með upplýsingum um viðskipti fyrirtækisins við ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki á árunum 1992-1998.

Lagt fram til kynningar.

20. Skátafélagið Einherjar/Valkyrjur - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 17. mars s.l. frá Bergdísi Sveinsdóttur, Skátafélaginu Einherjar/Valkyrjur, þar sem farið er fram á styrk vegna hópferðar á landsmót skáta á Úlfljótsvatni sumarið 1999.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

21. Fasteignagjöld 1999 - beiðni um ívilnun.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Birki Kristjánssyni, Ísafirði, með beiðni um ívilnun fasteignagjalda 1999. Óskað er lækkunar á álögðum fasteignagjöldum á grundvelli reglna um afslátt fasteignagjalda örorkulífeyrisþega af íbúðarhúsnæði þeirra til eigin nota.

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem tekjur eru umfram viðmiðunarreglur varðandi afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega.

22. Bæjarstjóri - sala og kaup véla.

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra ásamt drögum að kaupsamningum vegna sölu tveggja tækja og kaupa á hjólaskóflu til Áhaldahússins á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ganga frá samningunum og vísar umframgjöldum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

23. Bæjarstjóri - sumarlokun leikskóla á Ísafirði.

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra með tillögu að sumarlokun leikskóla á Ísafirði, Sólborg og Eyrarskjól, sumarið 1999. Lagt er til að í stað þess að leikskólarnir verði báðir lokaðir á sama tíma í tvær vikur verði þeir einungis lokaðir samtímis í eina viku.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.30.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.