Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

141. fundur

Árið 1999, mánudaginn 15. mars kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Umhverfisnefnd 10/3.

Fundargerðin er í 15 töluliðum.

3. og 4. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits bæjarlögmanns og annarra aðila málsins.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Sigurður R. Guðmundsson - "Kofrahús", Skeiði.

Lagt fram bréf ds. 12. mars s.l. frá Sigurði R. Guðmundssyni, þar sem hann óskar að taka á leigu sk. "Kofrahús", iðnaðarhúsnæði bæjarsjóðs á Skeiði.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við bréfritara.

3. Lára V. Júlíusdóttir hrl - Seljaland 9.

Lagt fram bréf ds. 2. mars s.l. ásamt fylgiskjölum frá Láru V. Júlíusdóttur f.h. umbjóðenda sinna Eiríks Kristóferssonar og Margrétar Óladóttur með beiðni um uppkaup íbúðarhúsnæðisins við Seljaland 9, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits bæjarlögmanns.

4. Skíðasvæðið á Seljalandsdal.

Rætt um snjóflóð sem féll um sl. helgi á skíðasvæðið á Seljalandsdal. Almennt var rætt um málið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.

Bæjarráð bendir á að ljóst er að umfangsmikið tjón hefur orðið á skíðamannvirkjum á Seljalandsdal. Bæjarráð skipaði 3ja manna nefnd á 139. fundi þess 27. feb. sl., sem ætlað var að taka út rekstur skíðasvæðanna. Bæjarráð mun endurskoða skipan í þessa nefnd og verkefni hennar. Drög að erindisbréfi verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarráð leggur áherslu á að þótt skíðasvæðið á Seljalandsdal hafi orðið fyrir snjóflóði og sé ekki starfhæft, hefur Ísafjarðarbær upp á að bjóða fullkomið skíðasvæði í Tungudal.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.25.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir.   Bryndís G. Friðgeirsdóttir.  

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.