Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

140. fundur

Árið 1999, mánudaginn 8. mars kl. 16:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 2/3.

Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Fjórðungssamband Vestfirðinga - upplýsingar frá sambandinu.

Lagt fram bréf ds. 2. mars s.l. ásamt fylgiskjali frá Ásgeir Þór Jónssyni, framkv.stj. Fjórðungssambands Vestfirðinga, með upplýsingum um sýninguna Expo Islandia og um ýmis verkefni sem unnið er að hjá Fjórðungssambandinu.

Lagt fram til kynningar.

3. Kvóta- og skipasalan ehf - forkaupsréttur að Báru ÍS-364.

Lagt fram bréf ds. 2. mars s.l. ásamt fylgiskjali frá Árna Guðmundssyni f.h. Kvóta- og Skipasölunnar ehf þar sem óskað er umsagnar og afgreiðslu á forkaupsrétti að bátnum Báru ÍS-364.

Þar sem engar aflaheimildir fylgja sölunni hafnar bæjarráð forkaupsrétti.

4. VáVest - ályktun bæjarstjórnar 17. des. 1998.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum ds. 3. mars s.l. frá Hlyni Snorrasyni, verkefnisstjóra VáVest hópsins, þar sem ítrekað er erindi hópsins sem kemur fram í bréf ds. 26. jan. sl. varðandi áskorun til Alþingis, samþykkt í bæjarstjórn 17. des. 1998, um sölu áfengis í matvöruverslunum.

Lagt fram til kynningar.

5. Skógræktarfélag Íslands - ráðstefna um útivistarskóga.

Lagt fram dreifibréf ds. 2. mars s.l. ásamt fylgiskjali frá Jóni Geir Péturssyni f.h. Skógræktarfélags Íslands þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka í ráðstefnu á Akureyri 19. mars nk. um ræktun og rekstur útivistarskóga.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar og umhverfisnefndar.

6. Heilbrigðisráðuneytið - framlag til öldrunarstofnunar á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu ds. 25. febrúar s.l. þar sem tilkynnt er um 6,5 millj.kr. lokaframlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til framkvæmda við öldrunarstofnun á Þingeyri.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að framkvæmdum skuli framhaldið.

7. Landssíminn hf - breiðbandsnet á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Bergþóri Halldórssyni, framkv.stj. hjá Landssímanum hf, ds. 25. febrúar s.l., með upplýsingum um lagningu breiðbands á Ísafirði. Óskað er samvinnu sveitarfélagsins varðandi þessar framkvæmdir.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

8. Fasteignagjöld 1999 - beiðnir um ívilnun.

Lögð fram eftirfarandi bréf ásamt fylgiskjölum með beiðnir um ívilnun fasteignagjalda 1999:

  1. Einar Guðnason, Aðalgötu 3, Suðureyri. Óskað er lækkunar á álögðum fasteignagjöldum á grundvelli reglna um afslátt fasteignagjalda ellilífeyrisþega af íbúðarhúsnæði þeirra til eigin nota.
  2. Kvenfélagið Von, Fjarðargötu 4a, Þingeyri. Óskað er lækkunar á álögðum fasteignagjöldum á grundvelli reglna um afslátt til félagasamtaka.

    a. Bæjarráð samþykkir 50% afslátt af fasteignagjöldum.

                    b.Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts á grundvelli fyrirliggjandi reglna.

9. VÍS - sveitarstjórnarpakki 1999.

Lagt fram bréf frá Pétri Má Jónssyni, framkv.stj. hjá VÍS, ds. 10. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er um iðgjöld vegna endurnýjunar á tryggingum sveitarfélagsins samkvæmt sk. "sveitarstjórnarpakka".

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við VÍS.

10. Áhugahópur um menningarfjölbreytni - þjóðahátíð Vestfirðinga.

Lagt fram bréf frá Guðrúnu Stellu Gissurardóttur, ds. 1. mars s.l., þar sem tilkynnt er um þjóðahátíð Vestfirðinga 21. mars nk. á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum.

Lagt fram til kynningar.

11. Svæðismiðlun Vestfjarða - átaksverkefni vegna atvinnulausra.

Lagt fram bréf ds. 10. febrúar s.l. frá Huldu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa, ds. 22. febrúar s.l. varðandi atvinnuleysi á Þingeyri og styrk úr Atvinnuleysis-tryggingasjóði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa verkefnið.

12. Félagsmálanefnd Alþingis - þingsályktun um nýbúamiðstöð á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf ds. 24. feb. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Evu Margréti Ævarsdóttur, nefndarritara f.h. Félagsmálanefndar Alþingis, með ósk um umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum.

Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.

13. Magnús Ólafs Hansson - þjóðahátíð Vestfirðinga.

Lagt fram bréf ds. 1. mars s.l. frá Magnúsi Ólafs Hanssyni, framkv.stj. Þjóðahátíðar Vestfirðinga, þar sem óskað er afnota af íþróttahúsinu á Flateyri ásamt leyfi til að halda þjóðahátíð Vestfirðinga 21. mars nk.

Bæjarráð samþykkir erindið.

14. Guðmundur Björgvinsson - húsnæðismál Byggðasafns Vestfjarða.

Lagt fram bréf óds.frá Guðmundi Björgvinssyni, Flateyri, varðandi húsnæðismál Byggðasafns Vestfjarða.

Bæjarráð vísar erindinu til menningamálanefndar.

15. Tónlistarskóli Ísafjarðar - beiðni um styrk.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali ds. 26. feb. s.l. frá Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra, með beiðni um styrk vegna flutnings á óratórunni Messías eftir Händel.

Bæjarráð vísar erindinu til menningamálanefndar.

16. Fjármálastjóri - skuldabréfaútboð 1999.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali ds. 17. feb. sl. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með niðurstöðu 100 millj.kr. skuldabréfaútboðs bæjarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir niðurstöðu útboðsins og heimilar að gengið verði til samninga við Landsbanka Íslands hf.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.50.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.