Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

139. fundur

Árið 1999, laugardaginn 27. febrúar kl. 11:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 19/2, 20/2 og 22/2.

Fundargerðirnar eru í einum málslið.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fræðslunefnd 76. fundur 23/2.

Fundargerðin er í ellefu töluliðum.

1. tölul. Bæjarráð bendir á að auknu fé er veitt til málefna íþrótta á fjárhagsáætlun 1999 frá áætlun 1998 og felur bæjarstjóra að ræða við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

3. tölul. Bæjarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir starfi forstöðumanns skíðasvæðis um sumarið í fjárhagsáætlun ársins og felur bæjarstjóra að ræða við formann fræðslunefndar og skóla- og menningarfulltrúa.

7. tölul. Bæjarráð vísar í nýsamþykkta gjaldskrá og hafnar framkominni breytingu.

11. tölul. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við viðkomandi aðila.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 26. fundur 23/2.

Fundargerðin er í þremur málsliðum.

    1. tölul. Ragnheiður Hákonardóttir bendir á að fallið hefur niður í bókun undir þessum lið eftirfarandi:
  • 1. Sundabakka við vigtarskúr.

  • 2. Harðviðarbryggju við vigtarskúr.

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

    Umhverfisnefnd 79. fundur 24/2.

    Fundargerðin er í 7. töluliðum.

    2. Kristín Hálfdánsdóttir - rekstur skíðasvæðis Ísfirðinga.

    Lagt fram bréf frá Kristínu Hálfdánsdóttur ds. 26. febrúar s.l. varðandi rekstrarfyrirkomulag á skíðasvæði Ísfirðinga.

    Bæjarráð leggur til að skipuð verði 3ja manna nefnd til taka út rekstur skíðasvæði Ísafjarðarbæjar með það markmið í huga að gera reksturinn hagkvæmari. Óskað er tilnefningar eins fulltrúa frá fræðslunefnd og umhverfisnefnd hvors um sig en bæjarráð skipar þriðja fulltrúann sem formann nefndarinnar. Bæjarráð mótmælir fullyrðingum bréfritara um árangurslausa fundi með talsmönnum bæjarins og hagsmunaaðilum og bendir á að sveitarfélagið hefur veitt verulegum fjármunum til uppbyggingar skíðasvæðisins samkvæmt tillögum og í samráði við Skíðafélag Ísafjarðar og aðra áhugamannahópa um uppbyggingu skíðasvæðisins.

    3. BB-lögmenn - Unnarstígur 4, Flateyri.

    Lagt fram bréf ds. 18. febrúar frá Halldóri H. Backman hdl, BB-lögmönnum ehf, f.h. Gunnars Guðmundssonar með kröfu um leiðréttingu á kaupverði Unnarstígs 4, Flateyri.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits bæjarlögmanns.

    4. Samband ísl. sveitarfélaga - Staðardagskrá 21.

    Lagt fram dreifibréf ásamt fylgiskjali ds. 3. febrúar sl. frá Stefáni Gíslasyni, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21, með upplýsingum um stöðu verkefnisins.

    Lagt fram til kynningar.

    5. Félagsmálaráðuneytið - jöfnun á skuldastöðu sveitarfélaga.

    Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu ds. 18. febrúar s.l. sem svar við beiðni bæjarstjóra, sbr. bréf hans ds. 2. des. 1998, um aukið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna jöfnunar á skuldastöðu sveitarfélaganna sex sem sameinuðust 1. júní 1996. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi á fundi sínu 29. jan. sl. ekki séð sér fært að breyta fyrri tillögu sinni um úthlutun skuldajöfnunarframlags.

    Bæjarráð mótmælir niðurstöðu ráðgjafarnefndarinnar og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    6. Félagsmálaráðuneytið - eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

    Lagt fram dreifibréf frá félagsmálaráðuneytinu ds. 12. febrúar s.l. með upplýsingum um skipan eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga skv. 74. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

    Lagt fram til kynningar.

    7. Grunnskólinn á Ísafirði - raforkukostnaður á smíðatíma.

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, ds. 22. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu til greiðslu raforkukostnaðar á tímabilinu júlí-desember 1998 vegna bráðabirgðahúsnæðis skólans að Austurvegi 2.

    Bæjarráð samþykkir að greiða umræddan kostnað og vísar málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar síðar á árinu.

    8. Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar - fjárlagaerindi árið 2000.

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Guðjóni S. Brjánssyni, framkv.stj. Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar, ds. 19. febrúar s.l., með upplýsingum um fjárlagaerindi stofnunarinnar fyrir árið 2000.

    Lagt fram til kynningar.

    9. Ólafía K. Karlsdóttir, Rögnvaldur Bjarnason - umsókn um lóð.

    Lagt fram bréf frá Ólafíu K. Karlsdóttur og Rögnvaldi Bjarnasyni ds. 22. febrúar s.l., þar sem ítrekuð er umsókn um lóð fyrir húsið sem stendur við Smárateig 1, Hnífsdal.

    Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

    10. Sara Halldórsdóttir - uppgjör skulda.

    Lagt fram bréf frá Söru Halldórsdóttur, ds. 15. febrúar s.l., þar sem óskað endurskoðunar á innheimtu skulda bréfritara við bæjarsjóð.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við aðila málsins.

    11. Vinnumálastofnun - yfirlit yfir atvinnuástand í janúar 1999.

    Lagt fram yfirlit Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið í janúar 1999.

    Lagt fram til kynningar.

    12. Gjaldandi - beiðni um fjárhagslega aðstoð, trúnaðarmál.

    Lagt fram bréf ds. 22. feb. sl. frá gjaldanda með ósk um aðstoð vegna fjárhagserfiðleika.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

    13. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, forstöðumaður skíðasvæðis - rekstur skíðasvæðis.

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá Birni Helgasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, og Kristni Lyngmo, forstöðumanni skíðasvæðis, ds. 26. febrúar s.l., varðandi rekstur skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er óskað eftir 1 millj.kr. viðbótarframlagi til reksturs skíðasvæðisins.

    Bæjarráð bendir á bókun undir 2. tölul. þessarar fundargerðar og frestar afgreiðslu málsins.

    14. Tryggvi Guðmundsson hdl - aflétting kvaðar á Fjarðarstæti 4, Ísafirði.

    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali ds. 25. feb. sl. frá Tryggva Guðmundssyni hdl. f.h. umbjóðanda hans Sigrúnar Sigurgeirsdóttur þar sem óskað er eftir afléttingu kvaða á fasteign hennar við Fjarðarstræti 4, Ísafirði, en fasteignin er félagslegt húsnæði.

    Bæjarráð samþykkir erindið.

    15. Aðalstræti 22, Ísafirði - kaupsamningar.

    Lagðir fram fjórir kaupsamningar vegna Aðalstrætis 22, Ísafirði.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamningana.

    16. Fjárhagsáætlun 1999 - 3ja ára áætlun.

    Lögð fram drög að 3ja ára framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2000-2002.

    17. Fjárhagsáætlun 1999 - breytingartillögur.

    Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, ds. 26. feb. sl. með breytingartillögum á fjárhagsáætlun 1999.

    Bæjarráð leggur til að breytingarnar verði samþykktar og aukningu útgjalda verði mætt með lántöku.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.20.

    Þórir Sveinsson, ritari.

    Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

    Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

    Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.