Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

138. fundur

Árið 1999, mánudaginn 22. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 90. fundur 18/2.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 75. fundur 16/2.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Framkvæmdasýsla ríkisins. - Snjóflóðavarnir.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 16. febrúar s.l., snjóflóðavarnir staða mála. Skýrslugerð vegna mats á umhverfisáhrifum er nú lokið og hefur skýrslan verið lögð inn til Skipulagsstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

3. Áhugahópur um menningarfjölbreytni.

Lagt fram bréf frá áhugahópi um menningarfjölbreytni dagsett 18. febrúar s.l., undirritað af Ingu Dan. Í bréfinu er farið fram á að Magnús Ólafs Hansson verði ráðinn til að undirbúa og annast ,,Þjóðahátíð Vestfirðinga" í tilefni dags Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum þann 21. mars 1999.

Bæjarráð teku jákvætt í að styrkja þetta framtak og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um frekari útfærslu.

4. Drög að kaupsamningi vegna Fjarðargötu 4, Þingeyri.

Lögð fram drög að kaupsamningi með afsali á milli Ísafjarðarbæjar og Ólafs Steinþórssonar, vegna sölu Ísafjarðarbæjar á húseigninni Fjarðargötu 4, Þingeyri.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að kaupsamningi með afsali og felur bæjarstjóra að ganga frá sölu eignarinnar.

5. Bréf bæjarritara v/greiðslu í lífeyrissjóði af nefndarlaunum.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 16. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir ákvörðun bæjarráðs um hvort greiða eigi mótframlag í lífeyrissjóði af nefndarlaunum sé ekki getið um slíkt í kjarasamningi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að mótframlag í lífeyrissjóði af nefndarlaunum verði ekki greitt, nema það sé bundið í kjarasamningum.

6. Félagsmálaráðuneytið. - Bréf til forstöðum. skólaskrifst. sveitarfélaga.

Lagt fram afrit af bréfi frá félagsmálaráðuneyti dagsett 10. febrúar s.l., þar sem þess er farið á leit við forstöðumenn skólaskrifstofa sveitarfélaga, að vakin sé athygli dreifbýlissveitarfélaga á heimildarákvæði í næstsíðustu málsgrein 10. gr. reglugerðar nr. 44/1999 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

7. Bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði. - Póllinn h.f., lóðamál.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 12. febrúar s.l., þar sem ítrekuð eru mál Pólsins vegna lóða við Aðalstræti og Pollgötu á Ísafirði og óskað er eftir fundi með bæjarráði Ísafjarðarbæjar til að fara yfir stöðu mála.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, um að Andri Árnason, hrl., bæjarlögmaður, verði hér á Ísafirði í fyrstu viku mars, venga lóðamála Pólsins hf. Stefnt verði þá að fundi með forsvarsmönnum Pólsins hf.

8. Önfirðingafélagið, Reykjavík. - Sólbakki 6, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Önfirðingafélaginu í Reykjaví, dagsett 15. febrúar s.l., þar sem félagið hnykkir á áhuga sínum um kaup á húseigninni Sólbakka 6, Flateyri og kemur fram með hugmynd að greiðslu fyrir eignina, hugmynd er félagið metur á allt að kr. 2.000.000.-

Bæjarráð frestar ákvarðanatöku um tilboðið, en óskað verði álits Ofanflóðasjóðs á tilboðinu.

9. Landvari - Þungaskattsmál.

Lagt fram bréf frá Landvara félagi íslenskra vöruflytjenda dagsett 4. febrúar s.l., þar sem félagið upplýsir um málalok vegna viðræðna við ríkisvaldið um áður fyrirhugaða hækkun og gjaldskrárbreytingar vegna þungaskatts og þakkar jafnfram fyrir stuðning sveitarfélaga við málstað þeirra.

Lagt fram til kynningar.

10. Lögmenn Bæjarhrauni, Hafnarfirði. - Hjallavegur 5, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Bæjarhrauni, Hafnarfirði, dagsett 16. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir, með hliðsjón af úrskurði félagsmálaráðuneytis, að mál Guðvarðar Kjartanssonar um kaup Ísafjarðarbæjar á íbúð hans að Hjallavegi 5, Flateyri, verði tekið fyrir að nýju.

Bæjarstjóra var falið á 137. fundi bæjarráðs, að bregðast við úrskurði félagsmálaráðuneytis, vegna íbúðar Guðvarðar Kjartanssonar að Hjallavegi 5, Flateyri.

11. Skipulagsstofnun. - Snjóflóðavarnir á Seljalandssvæði, Ísafirði.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 16. febrúar s.l., varðandi meðfylgjandi frummat um framkvæmd snjóflóðavarna á Seljalandssvæði á Ísafirði.

Samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 179/1994 óskar skipulagsstjóri ríkisins eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um framlagt frummat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfisnefndar.

12. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til sjávarútvegsráðherra dagsett 12.02.1999.

Lagt fram afrit af bréfi Súðavíkurhrepps til sjávarútvegsráðherra dagsett 12. febrúar s.l., þar sem fram kemur yfirlýsing hreppsnefndar Súðavíkurhrepps vegna skerðingar á aflaheimildum.

Lagt fram til kynningar.

13. Félagsmálaráðuneytið. - Breytingar á reglug. Jöfnunarsj. sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytis dagsett 8. febrúar s.l., um breytingar á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Bréfinu fylgir reglugerð um Jöfnunarsjóðinn og reglugerð um breytingar.

Bréfið ásamt reglugerðum sent til fræðslunefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

14. Bæjarstjórinn Bolungarvík. - Kjör í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.

Lagt fram bréf bæjarstjórans í Bolungarvík dagsett 11. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir, að Ísafjarðarbær tilnefni einn aðalmann og einn til vara í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.

Tillaga um tilnefningu verður lögð fram á næsta bæjarstjórnarfundi þann 4. mars n.k.

15. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundagerð 4. fundar 13.02.99.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 16. febrúar s.l., ásamt fundargerð 4. fundar er haldinn var þann 13. febrúar 1999.

Lagt fram til kynningar.

16. Launanefnd sveitarfélaga, fundargerð 134. fundar 05.02.99.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 134. fundi er haldinn var þann 5. febrúar s.l. á Hótel Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

17. Dorothee Lubecki og Kjartan Ágústsson - Sundstræti 14, Ísafirði.

Lagt fram kauptilboð Dorothee Lubecki og Kjartans Ágústssonar dagsett 18. febrúar s.l., í íbúð Ísafjarðarbæjar að Sundstræti 14, Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 600.000.-

Bæjarráð hafnar tilboðinu á grundvelli skipulags, en er tilbúið að ganga til samninga við tilboðsgjafa um leigu íbúðarinnar.

18. Kauptilboð í uppkaupahús á Flateyri.

Lögð fram eftirtalin kauptilboð í uppkaupahús á Flateyri með tilvísun til áður útsendrar auglýsingar frá Ísafjarðarbæ.

Tilboðsgjafar.     Húseign.      Kaupverð.

Pétur Björnsson, Goðatún 14, kr. 900.000.-

Bjarni Harðarson, Ólafstún 4, kr. 900.000.-

Páll Önundarson, Ólafstún 6, kr. 850.000.-

Sigurður J. Hafberg, Ólafstún 7, kr.2.000.000.-

Sigtryggur Guðmundsson, Ólafstún 9, kr. 400.000.-

Í áttunda lið dagskrár er áður fjallað um tilboð Önfirðingafélagsins í Reykjavík í Slólbakka 6, Flateyri.

Bæjarráð frestar ákvörðun um tilboðin, en óskað verði eftir áliti Ofanflóðasjóðs á innkomnum tilboðum.

19. Þrjú erindi vegna ívilnunar á greiðslu fasteignagjalda vegna elli- og örorkulfeyrisþega.

Lagt fram erindi frá fjármálastjóra vegna þriggja elli- og örorkulífeyrisþega, vegna beiðni um ívilnun á greiðslu fasteignagjalda 1999.

Bæjarráð samþykkir niðurfellingu fasteignagjalda umræddra aðila vegna ársins 1999.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir.   Bryndís G. Friðgeirsdóttir.