Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

137. fundur

Árið 1999, mánudaginn 15. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir bæjarráðsmaður er fjarverandi, en í hennar stað situr Sæmundur Kr. Þorvaldsson fundinn fyrir hönd K-lista. Engar athugasemdir voru gerðar við setu hans í bæjarráði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 88. fundur 9/2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 89. fundur 11/2.

Bæjarráð bendir félagsmálanefnd á að kanna lögmæti 89. fundar þar sem hvorki formaður né varaformaður sátu fundinn.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 25. fundur 9/2.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Húsnæðisnefnd 31. fundur 8/2.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 23. fundur 11/2.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 40. fundur 11/2.

Fundargerðin er í sex liðum.

6.liður c. Bæjarráð bendir á að samkvæmt tillögu formanns menningarnefndar við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að kostnaður við bæjarlistamann yrði tekinn af liðnum 05-89-911-1 styrkir menningarnefndar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 78. fundur 10/2.

Fundargerðin er í átta liðum.

5. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Jóhann Ólafson þar sem nægjanleg gögn hafa ekki borist til að byggja ákvörðun á, en ljóst er að samkvæmt erindinu er nauðsynlegt að hraða þessu máli.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Sjórnsýsluhúsið á Ísafirði. - Ársreikningar 1998.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur Stjórnsýsluhúss á Ísafirði fyrir árið 1998 frá rekstrarnefnd Stjórnsýsluhúss. Heildar rekstrartekjur eru kr.11.546.750.- og rekstrargjöld alls kr. 10.864.243.- Tekjur umfram gjöld eru því kr. 682.507.- Samkvæmt efnahagsreikningi er eigið fé neikvætt um kr. 261.913.- en var á árinu 1997 neikvætt um kr. 944.420.-

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf bæjarverkfræðings. - Sorpgjöld Bakarans ehf., Ísafirði.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 10. febrúar s.l., varðandi fyrirspurn bæjarráðs til bæjarverkfræðings á fundi sínum 1. febrúar s.l., um endurskoðun á álögðum sorpeyðingargjöldum á Bakarann ehf., Ísafirði. Miðað við niðurstöður úr endurskoðun flokkunar Bakarans ehf. í gjaldflokk, telur bæjarverkfræðingur ekki grundvöll til breytinga.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarverkfræðings.

4. Drög að samningi um hundaeftirlit í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram drög að samningi við Kristján B. Guðmundsson, Brautarholti 6, Ísafirði, um starf hundaeftirlitsmanns í Ísafjarðarbæ, ásamt upplýsingum frá bæjarritara.

Bæjarráð hafnar framlögðum samningsdrögum og leggur til að starf hundaeftirlitsmanns verði boðið út.

5. Boltafélag Ísafjarðar - Torfnessvæðið.

Bæjarstjóri leggur fyrir bæjarráð að nýju erindi Boltafélags Ísafjarðar til fræðslunefndar dagsett 5. janúar 1999, sem tekið var fyrir í bæjarráði þann 18. janúar s.l., varðandi uppbyggingu og endurbætur á aðstöðu á Torfnessvæðinu.

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn, að erindi Boltafélags Ísafjarðar frá 5. janúar s.l., verði samþykkt hvað varðar framtíðarnotkun svæðisins. Sæmundur Kr. Þorvaldsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

6. Tilnefning félagsmálanefndar í vinnuhóp um vímuvarnarstefnu.

Lagt fram bréf félagsmálastjóra Jóns A. Tynes dagsett 3. febrúar s.l., þar sem hann tilkynnir bæjarráði tilnefningu Sigrúnar Gerðu Gísladóttur, sem fulltrúa félagsmálanefndar í vinnuhóp um vímuvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

7. Félagsmálaráðuneytið úrskurður vegna stjórnsýslukæru.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 3. febrúar s.l., ásamt úrskurði vegna stjórnsýslukæru Guðvarðar Kjartanssonar, Flateyri, á hendur Ísafjarðarbæ, vegna íbúðar hans að Hjallavegi 5, Flateyri.

Úrskurður: Kröfu kæranda um að félagsmálaráðherra víki sæti við meðferð málsins er hafnað. Ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að synja beiðni Guðvarðar Kjartanssonar um kaup bæjarins á íbúð Guðvarðar að Hjallavegi 5, e.h., Flateyri, er ógild. Ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að synja beiðni Guðvarðar Kjartanssonar um styrk til greiðslu fasteignagjalda af íbúð Guðvarðar að Hjallavegi 5, e.h., Flateyri, er gild.

Bæjarstjóra falið í samráði við bæjarlögmann, að bregðast við úrskuri félagsmálaráðuneytis.

8. Félagsmálaráðuneytið úrskurður vegna stjórnsýslukæru.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 3. febrúar s.l., ásamt úrskurði vegna stjórnsýslukæru Hjálms ehf., Flateyri, á hendur Ísafjarðarbæ, vegna fasteignanna Ólafstúns 12 og 14, Flateyri.

Úrskurðarorð: Ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, að hafna erindi Hjálms ehf., um kaup bæjarins á fasteignunum Ólafstúni 12 og 14, er gild.

Lagt fram til kynningar.

9. Tillaga til þingsályktunar um stofnun nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum.

Lögð fram til kynningar í bæjarráði tillaga til þingsályktunar um stofnun nýbúamiðstöðvar á Vestfjörðum, flutt af Einari K. Guðfinnssyni, Gunnlaugi M. Sigmundssyni, Einari Oddi Kristjánssyni, Sighvati Björgvinssyni og Kristni H. Gunnarssyni á 123. löggjafarþingi 1998-99. Þingskjal 755 - 457. mál.

10. Listaskóli R. Ólafssonar, ósk um staðfestingu á starfi tónlistadeildar.

Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Edinborgarhúsinu á Ísafirði, dagsett 8. febrúar s.l.

Erindi: Ósk um staðfestingu á starfi tónlistadeildar Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.

Bæjarstjóra falið að athuga málið frekar og gera samanburð við önnur sveitarfélög.

11. Orkubú Vestfjarða. - Sorpbrennslustöðin Funi, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 8. febrúar s.l., þar sem staðfestur er áhugi Orkubús Vestfjarða á því hvort Orkubúið geti tekið að sér rekstur Funa.

Orkubú Vestfjarða óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar um málið.

Bæjarstjóra falið að undirbúa viðræður.

12. Átthagafélag Hnífsdælinga. - Brekkubær í Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Snæbirni Tr. Guðnasyni f.h. Átthagafélags Hnífsdælinga, dagsett 8. febrúar s.l., þar sem hann lýsir áhuga Átthagafélags Hnífsdælinga á að eignast Brekkubæ í Hnífsdal á einn eða annan hátt.

Þar sem húsið hefur verið til sölu um alllangt skeið og engin tilboð borist, felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa sölu hússins til Átthagafélags Hnífsdælinga.

13. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 8. fundi er haldinn var þann 29. desember 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 648. fundi.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 648. fundi er haldinn var í húsakynnum sambandsins þann 22. janúar 1999.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15. Sigurjón Kr. Sigurjónsson. - Fasteignagjöld.

Lagt fram bréf frá Sigurjóni Kr. Sigurjónssyni og Svanlaugu Guðnadóttur, Kjarrholti 2, Ísafirði, dagsett 8. febrúar s.l., með ósk um lækkun fasteignagjalda af húseign sinni Kjarrholti 2, Ísafirði. Ástæðuna segja þau vera vegna staðsetningar eignarinnar, sem er á svæði þar sem snjóflóð hefur fallið og ekki hafi verið farið í snjóflóðavarnir.

Bæjarráð hafnar erindinu, þar sem reglur um afslátt hafa verið felldar niður.

16. Minnisblað bæjarstjóra. - Kynning viðræðna við fulltrúa kennara.

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála í viðræðum við fulltrúa kennara um kjaramál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar hugmyndir er fram koma á minnisblaði hans.

17. Þriggja ára framkvæmdaáætlun.

Bæjarstjóri lagði fram þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn 18. febrúar n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.03

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.