Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

136. fundur

Árið 1999, mánudaginn 8. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Valur Richter, Arnfinnur Jónsson. - Eyðing refa í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Val Richter og Arnfinni Jónssyni dagsett 5. febrúar varðandi eyðingu refa í Ísafjarðarbæ árið 1999. Valur Richter mætti til viðræðna við bæjarráð. Þeir bjóða fram þjónustu sína á öllu svæði Ísafjarðarbæjar.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 87. fundur 2/2.

Fundargerðin er í sjö liðum.

6. liður. Bæjarráð samþykkir að auglýsa starf félagsmálastjóra fyrir komandi mánaðamót.

Aðrir liðir fundargerðar lagðir fram til kynningar.

3. Erindi High North Alliance - Hvalveiðar.

Lagt fram bréf frá High North Alliance dagsett 2. febrúar s.l., varðandi samtökin og nýtingu lifandi auðlinda sjávar á sjálfbærann hátt.

Erindið lagt fram til kynningar.

4. Guðjón Guðmundsson, Flateyri. - Umsókn um iðnaðarlóð.

Lagt fram bréf frá Guðjóni Guðmundssyni, Flateyri, dagsett 1. febrúar s.l., þar sem hann sækir um lóð undir iðnaðarhúsnæði á Flateyri, hornlóð á SV-horni Brimnesvegar.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

5. Golfklúbbur Ísafjarðar - Afrit bréfs til ÍBÍ.

Lagt fram afrit af bréfi Golfklúbbs Ísafjarðar til Íþróttabandalags Ísfirðinga dagsett 4. febrúar s.l., varðandi fjárveitingar Ísafjarðarbæjar til golfíþróttarinnar.

Bréfið lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.