Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

134. fundur

Árið 1999, mánudaginn 25. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 86. fundur 18/1.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

4.liður a. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þjónustusamningurinn verði samþykktur.

Aðrir liðir til kynningar.

Menningarnefnd 39. fundur 20/1.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Erindi Skíðafélags Ísafjarðar v/auglýsinga vísað til bæjarráðs.

Erindi Skíðafélags Ísafjarðar í 5.lið fundargerðar fræðslunefndar 73. fundar þann 12. janúar s.l., vegna auglýsinga á skíðasvæðum í Tungudal og á Seljalandsdal, vísað til bæjarráðs frá 51. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 21. janúar s.l.

Bæjarráð vísar umsókn Skíðafélags Ísafjarðar um auglýsingar á skíðasvæðum til umhverfisnefndar og óskar eftir fullnaðarafgreiðslu nefndarinnar á næsta fundi hennar.

3. Bréf fjármálastjóra v/fasteignagjalda af Grundarstíg 15, Flateyri.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 11. janúar s.l., vegna erindis Kiwanisklúbbsins Þorfinns á Flateyri, um styrk til greiðslu fasteignagjalda 1998 af Grundarstíg 15, Flateyri. Kiwanisklúbburinn uppfyllir öll skilyrði félaga um styrk og er lagt tið að veittur verði styrkur upp á kr. 17.365.- til greiðslu fasteignagjalda ársins 1998.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

4. Íbúasamtök Önundarfjarðar - Skýrsla Guðjóns Petersen.

Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 13. janúar 1999, þar sem fjallað er um skýrslu Guðjóns Petersen, vegna snjóflóðsins á Flateyri í október árið 1995. Íbúasamtökin leggja til að Guðjón verði ráðinn til að annast úrvinnslu mála, sem rekja má til áhrifa snjóflóðsins 1995 og enn er ólokið.

Bæjarráð telur rétt að fresta afgreiðslu erindisins, þar sem Guðjón Petersen hefur ekki lokið við gerð skýrslunnar og hún ekki komið fyrir í bæjarráð.

5. Hrafn Guðmundsson - Leigusamningur v/Hafnarstræti 9, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Hrafni Guðmundssyni f.h. Þjóts s.f., Ísafirði, dagsett 21. janúar s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum um framlengingu á leigusamningi vegna Hafnastrætis 9, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um hugsanlega framlengingu á leigusamningi.

6. Magnús Ólafs Hansson - Skráning og mat lausafjár.

Lagt fram bréf frá Magnúsi Ólafs Hanssyni dagsett 31. desember 1998, varðandi skráningu og mat lausafjár Ísafjarðarbæjar á Ísafirði og í Hnífsdal.

Óskað er eftir samþykki bæjaryfirvalda á niðurstöðutölum, svo hægt verði að gefa skrána út.

Bæjarráð samþykkir niðurstöðutölur eignarskráningarinnar.

7. Félagsmálaráðuneytið - Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 14. janúar s.l., þar sem fram kemur að ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur fallist á að yfirfara útreikninga á úthlutuðu framlagi til Ísafjarðarbæjar vegna jöfnunar á skuldastöðu sveitarfélaga í kjölfar sameiningar 1. júní 1996, samkvæmt erindi Ísafjarðarbæjar frá því 2.desember 1998.

Lagt fram til kynningar.

8. Samb. ísl. sveitarfélaga., fundargögn fundar samtaka sveitarf. á köldum svæðum.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 14. janúar s.l., ásamt gögnum frá öðrum ársfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, er haldinn var á Hótel Sögu, Reykjavík, fimmtudaginn 26. nóvember 1998.

Lagt fram til kynningar.

9. Drög að samkomulagi við Skíðafélag Ísafjarðar-lyftudeild.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Skíðafélags Ísafjarðar-lyftudeildar og Ísafjarðarbæjar um byggingu skíðalyftu á Seljalandsdal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið verði samþykkt.

10. Stöðvarstjóri Funa - Beiðni um lækkun sorpeyðingargjalda.

Lagt fram bréf frá Víði Ólafssyni, stöðvarstjóra Funa, dagsett 18. janúar s.l.,

þar sem hann gefur umsögn, að ósk bæjarráðs, um erindi Þrastar Marsellíussonar ehf., varðandi flokkun fyrirtækisins í gjaldskrá vegna sorpeyðingargjalda. Lagt er til að fyrirtækið verði sett í 3.flokk c.

Bæjarráð samþykkir tillögu stöðvarstjóra Funa.

11. Bréf bæjarstjóra til Hf. Djúpbátsins dagsett 19. janúar 1999.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Hf. Djúpbátsins á Ísafirði, dagsett 19. janúar s.l., sem svar við bréfi Hf. Djúpbátsins frá 23. október 1998.

Lagt fram til kynningar.

12. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Fundagerð 7. janúar 1999.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 18. janúar s.l., ásamt fundargerð nefndarinnar frá 3. fundi þann 7. janúar 1999 og nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.

Bæjarráð leggur til að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 1999 verði samþykkt.

13. Bréf frá Erik Engholm, Sæbóli, Ingjaldssandi.

Lagt fram bréf frá Erik Engholm, Sæbóli, Ingjaldssandi, dagsett 18. janúar 1999, varðandi beiðni um styrk til kaupa á snjósleða.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til sleðakaupa, en felur bæjarstjóra að kanna málið frekar áður en upphæð verður ákveðin.

14. Sorpeyðingagjöld á lögaðila 1999.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 22. janúar 1999, ásamt drögum að álagningarlista sorpeyðingargjalda 1999 lagt á lögaðila (fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir). Við flokkun gjaldenda á taxta var stuðst við álagningaskrá 1998, að teknu tilliti til breytinga og viðbóta samkvæmt tillögum stöðvarstjóra Funa.

Lagt er til að álagningaskráin verði samþykkt.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.

Bæjarráð upplýsir eftirfarandi:

22. janúar 1999 var haldinn kynningarfundur af hálfu Ofanflóðasjóðs og Veðurstoru Íslands með bæjarfulltrúum og nefndarmönnum úr umhverfisnefnd, um fyrirhugaðar snjóflóðavarnir í Seljalandshlíð.

23. janúar 1999 var haldinn almennur borgarafundur á Hótel Ísafirði, þar sem kynntar voru fyrirhugaðar snjóflóðavarnir í Seljalandshlíð, af sérfræðingum Ofanflóðasjóðs og Ísafjarðarbæjar.

25. janúar 1999 sátu fulltrúar úr bæjarráði og bæjarritari fundur á Hótel Ísafirði með Stjórnarnefnd málefna fatlaðra ásamt framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörðum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.