Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

133. fundur

Árið 1999, mánudaginn 18. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 85. fundur 12/1.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 73. fundur 12/1.

Fundargerðin er í tólf liðum.

1.liður. Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa ÍBÍ og BÍ um málið.

2.liður. Bæjarráð hafnar tillögu fræðslunefndar um afslátt á vetrarkortum til hópa, en leggur eftirfarandi til.

Fyrir hópa sem kaupa vetrarkort, fjöldi 20-30 manns er veittur 30% afsláttur.

Fyrir hópa sem kaupa vetrarkort, fjöldi 31 maður eða fleiri er veittur 40% afslátt.

Aðrir liður fundargerðarinnar til kynningar.

Hafnarstjórn 24. fundur 12/1.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 38. fundur 14/1.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 76. fundur 13/1.

Fundargerðin er í sex liðum.

5.liður. Bæjarráð mælir með samþykktinni, þar sem bréf umsækjanda er dagsett 18. desember 1998.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Lánasjóður sveitarfélaga. - Lánsumsóknir 1999.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 8. janúar s.l., um lánsumsóknir vegna ársins 1999, sem þurfa að berast sjóðnum fyrir 31. janúar n.k.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar Jóns A. Tynes.

Lagt fram bréf félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar Jóns A. Tynes dagsett 15. janúar s.l., þar sem hann segir upp starfi sínu sem félagsmálastjóri frá og með n.k. mánaðarmótum með samningsbundnum uppsagnarfresti.

Lagt fram til kynningar.

4. Guðjón Guðmundsson, Flateyri. - Sumarbústaður Grundarstíg 6, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Guðjóni Guðmundssyni og Bjarnheiði J. Ívarsdóttur, Grundarstíg 5, Flateyri, dagsett 11. janúar s.l., þar sem þau óska eftir endurgreiðslu á endurbótum á sumarhúsi að Grundarstíg 6, Flateyri, eins og um hafi verið samið við fyrrverandi sveitatstjóra Flateyrarhrepps.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna erindið frekar.

5. Ólöf S. Jónsdóttir, Kópavogi. - Íbúðarhús að Núpi í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Ólöfu S. Jónsdóttur, Þingholtsbraut 25, Kópavogi, dagsett 12. janúar s.l., þar sem hún fyrir sína hönd og systkina sinna óskar eftir að íbúðarhúsið 140976 Núpi Dýrafirði, fasteignanúmer 212-5934 verði skráð sem sumarhús í fasteignamati.

Bæjarráð óskar eftir áliti byggingafulltrúa á erindinu.

6. Sigurður J. Hafberg, Flateyri. - Fasteignagjöld ársins 1999.

Lagt fram bréf frá Sigurði J. Hafberg, Flateyri, dagsett 5. janúar s.l., þar sem hann óskar eftir niðurfellingu fasteignagjalda ársins 1999 af húseigninni Hjallavegur 9, Flateyri. Til vara er óskað eftir góðum afslætti. Húsið sem í eru sex íbúðir keypti Sigurður af Húsnæðisstofnun ríkisins á árinu 1998.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

7. Grunnskóli á Ísafirði. - Samþykktir kennarafundar 11. janúar 1999.

Lagt fram bréf frá Grunnskóla á Ísafirði dagsett 11. janúar s.l., þar sem greint er frá samþykktum á almennum kennarafundi er haldinn var þann 11. janúar 1999.

Ályktað var um húsnæðis- og lóðamál Grunnskóla á Ísafirði, svo og samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fundi sínum þann 17. desember 1998, þar sem skorað er á efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að gangast fyrir breytingum á áfengislöggjöfinni.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir leggur fram svohljóðandi bókanir við 7. dagskrárlið.

,,Tek undir þá áskorun kennarafundar Grunnskólans á Ísafirði, að bæjarstjórn leggi nú þegar drög að tímasettu vinnuferli varðandi framtíðarlausn á húsnæðis- og lóðamálum skólans. Einnig tek ég undir þá skoðun kennara, að verklist- og sérgreinar búi við þröngan kost og að mörgu leyti úreltan."

,,Tek undir samþykkt kennarafundar Grunnskóla á Ísafirði þar sem fundurinn lýsir yfir andstöðu sinni við samþykkt bæjarstjórnar frá 17. desember s.l., þar sem skorað er á Alþingi að leyfa sölu áfengra drykkja í matvöruverslunum. Fundurinn minnir réttilega á að nemendur skólans deila húsnæði með stórri matvöruverslun í hjarta bæjarins og að þangað sæki nokkur hópur eldri nemenda sér nesti í matar- og kaffitíma."

Meirihluti bæjarráðs lét bóka eftirfarandi. ,,Vísað er til breytingar á málefnasamningi B-lista og D-lista, er lögð var fram í bæjarráði 14. desember 1998, þar sem fram kemur að ákvörðun er frestað um framtíðarlaustn í skólamálum á Ísafirði til þessa árs."

8. Helgi Árnason, Alviðru, Dýrafirði. - Smölun á Fjallaskaga.

Lagt fram bréf frá Helga Árnasyni, Alviðru, Dýrafirði, dagsett 12. janúar s.l., þar sem hann bendir á að hluti lands á milli Fjallaskaga og Ingjaldssands (Barði) hafi ekki verið smalað í haust og að þar séu að minnsta kosti 10 kindur.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar.

9. Skipulagsstofnun - Kostnaðarþátttaka í gerð skipulagsáætlana.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 7. janúar s.l., þar sem rætt er um skildur sveitarfélaga vegna aðalskipulags og kostnaðarþátttöku ríkisins í gerð aðalskipulagsáætlana.

Bæjarráð lýsir óánægju sinni með efni bréfsins og lítur á þetta sem enn eitt dæmi um afstöðu ríkisins í fjármálalegum samskiptum við sveitarfélögin.

Bréfið sent umhverfisnefnd til kynningar.

10. Skíðafélag Ísfirðinga. - Tilboð í umsjón með skíðaviku.

Lagt fram bréf frá Skíðafélagi Ísfirðinga dagsett 11. janúar s.l., þar sem félagið gerir Ísafjarðarbæ tilboð í umsjón með skíðaviku 1999.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Skíðafélags Ísfirðinga og leggja fram drög að samkomulagi fyrir bæjarráð.

11. Rauði kross Íslands - Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá Rauða krossi Íslands dagsett 5. janúar s.l., þar sem bent er á að aðalskrifstofa RKÍ hafi sent erindi frá Ísafjarðarbæ, um upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa á Vestfjörðum, til skrifstofu RKÍ á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

12. Greipur Gíslason - Atvinnuleikhús í Ísaffjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Greipi Gíslasyni, Ísafirði, hugmynd um rekstur atvinnuleikhúss í Ísafjarðarbæ sumarið 1999.

Erindið hefur nú þegar borist menningarnefnd og er lagt fram til kynningar í bæjarráði.

13. Margrét Karlsdóttir, Reykjanesi. - Lóðamál Hveravíkur í Reykjanesi.

Lagt fram bréf frá Margréti Karlsdóttur, Reykjanesi, dagsett 11. janúar s.l., þar sem hún fer þess á leit við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gengið verði frá lóðamálum vegna Hveravíkur í Reykjanesi, Ísafjarðardjúpi.

Erindinu vísað til bæjarstjóra og bæjarverkfræðings.

14. Bæjarstjórinn í Bolungarvík. - Áhugahópur um menningarfjölbreytni.

Lagt fram bréf frá bæjarstjóranum í Bolungarvík, dagsett 7. janúar s.l., varðandi erindið "Áhugahópur um menningarfjölbreytni", er tekið var fyrir í bæjarráði Bolungarvíkur þann 15. desember 1998.

Lagt fram til kynningar.

15. Súðavíkurhreppur - Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa.

Lagt fram bréf frá sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsett 13. janúar s.l., varðandi erindið "Upplýsingamiðstöð fyrir nýbúa", er tekið var fyrir í hreppsnefnd Súðavíkurhrepps þann 12. janúar 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bæjarstjóra Bolungarvíkur og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps um erindið.

16. Rafskaut ehf., Ísafirði. - Lóðamörk á Suðurtanga.

Lagt fram bréf frá Rafskauti ehf., Ísafirði, dagsett 27. desember 1998, þar sem óskað er eftir breyttum lóðamörkum, vegna kaupa Rafskauts ehf., á fasteigninni Suðurtanga 7, af Skipasmíðastöðinni ehf., Ísafirði.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

17. Félagsmálaráðuneytið - Ný reglugerð um húsaleigubætur.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 6. janúar s.l., ásamt nýrri reglugerð um húsaleigubætur, er tók gildi 1. janúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

18. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf., Ísafirði. - Sorpeyðingarstöðin Funi.

Lagt fram bréf frá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 8. janúar s.l., þar sem ítrekað er efni bréfs frá 29. janúar 1998, um yfirtöku Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., á rekstri Funa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða við þá aðila, er til greina komi sem rekstraraðilar Funa.

19. Minnisblað bæjarstjóra. - Réttir eða rangir stjórnsýsluhættir.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 15. janúar s.l., með tilvísun í umræður um rétta eða ranga stjórnsýsluhætti á 50. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. janúar s.l., um erindi hrefnuveiðimanna.

Bæjarstjóri óskar eftir heimild til þess að fá úrskurð félagsmálaráðuneytisins um það hvort að aðgerð bæjarráðs og bæjarstjóra sé brot á stjórnsýsluháttum.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra slíkt leyfi.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.55

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.