Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

132. fundur

Árið 1999, mánudaginn 11. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Ráðgjafastofa um fjármál heimilana.

Tekið fyrir að nýju erindi frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna dagsett 3. nóvember1998. Erindinu var vísað til félagsmálanefndar á fundi bæjarráðs 16.nóvember 1998 og kom svar frá nefndinni með bréfi dagsettu 16. desember 1998. Erindið er um niðurfellingar fasteignagjalda frá árinu 1996 og árinu 1997.

Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu á grundvelli umræðna í bæjarráði.

2. Ásgeir Mikkaelsson - Fremri-Breiðadalur, Önundarfirði.

Tekið fyrir að nýju erindi Ásgeirs Mikkaelssonar og Afreks ehf., dagsett 9. desember 1998, þar sem óskað er heimildar Ísafjarðarbæjar til að mega selja hluta úr jörðinni Fremri-Breiðadal í Önundarfirði. Erindinu var vísað til landbúnaðarnefndar og gerði hún ekki athugasemdir við fyrirhugaða sölu á fundi sínum þann 28. desember 1998.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við sölu hluta jarðarinnar Fremri-Breiðadalur í Önundarfirði, né sölu fasteigna.

3. Friðfinnur Sigurðsson og Sófus Magnússon - Sandburður.

Lagt fram bréf frá Friðfinni Sigurðssyni og Sófusi Magnússyni dagsett 4.janúar s.l., þar sem kvartað er undan þjónustu Vegagerðarinnar, vegna sandburðar á akstursleiðum Ísafjörður-Suðureyri og Ísafjörður-Flateyri-Þingeyri. Skorað er á bæjaryfirvöld að beita sér í þessum málum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir erindi bréfsins við Vegagerðina.

4. Skólaskrifstofa Vestfjarða - Fjárhags- og greiðsluáætlun 1999.

Lagt fram bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 4. janúar s.l., ásamt fjárhags- og greiðsluáætlun fyrir árið 1999.

Lagt fram til kynningar.

5. Lögsýn ehf., v/Tvísteina ehf., Ísafirði. - Fsteignagjöld.

Lagt fram að nýju erindi Lögsýnar ehf., v/Tvísteina ehf., Ísafirði, samkvæmt bréfi dagsettu 5. desember 1998, um lækkun fasteignagjalda á eignina Kirkjuból 3, Engidal, Ísafirði. Hjálagt fylgja upplýsingar bæjarritara um málið.

Bæjarráð samþykkir að veita 15% afslátt af álögðum fasteignagjöldum ársins 1998.

6. Eyrarsteypan ehf., Ísafirði. - Endurskoðun fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Eyrarsteypunni ehf., Ísafirði, dagsett 6. janúar s.l., þar sem óskað er eftir endurskoðun fasteignagjalda frá árinu 1997, þar sem húsnæði félagsins stendur á snjóflóðahættusvæði.

Bæjarráð samþykkir að veita 15% afslátt af álögðum fasteignagjöldum ársins 1998.

7. Neytendasamtökin - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum, Skúlagötu 26, Reykjavík, dagsett 4.janúar s.l., með beiðni um aukið fjárframlag frá Ísafjarðarbæ, vegna rekstrar á ársins 1999.

Bæjarráð bendir á að nú þegar hefur verið samþykkt styrkbeiðni upp á kr. 44.000.- og hafnar erindinu.

8. Launanefnd sveitarfélaga, fundargerðir 11. 13. og 18. desember 1998.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga vegna 131. fundar 11.desember 1998.

Lögð fram fundargerð 132. fundar 13. desember 1998, sameiginlegs fundar Launanefndar sveitarfélaga með stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og samstarfsnefndar Samflots bæjarstarfsmannafélaga 18. desember 1998.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9. Edda B. Kristmundsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir - Launamál.

Lagt fyrir að nýju bréf Eddu B. Kristmundsdóttur, bókasafnsfræðings og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, skjalavarðar, dagsett 18. desember 1998, varðandi launamál. Bréfinu fylgja nú frekari upplýsingar frá bæjarritara um launaflokka ofl.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmatsnefndar.

10. Reglur á árinu 1999 um niðurfellingu fasteignagjalda.

Lögð fram tillaga fjármálastjóra að reglum á árinu 1999 um niðurfellingu og styrk til greiðslu fasteignagjalda:

Elli- og örorkulífeyrisþegar. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar er veittur afsláttur af fasteignagjöldum af íbúðarhúsnæði þeirra til eigin nota. Afslátturinn er miðaður við tekjur samkvæmt tveimur tekjuþrepum. Hámarksafsláttur er kr. 45.000.-

Félagasamtök. Styrkur til greiðslu fasteignagjalda. Félagasamtökum er veittur styrkur til greiðslu fasteignagjalda sem nemur álögðum fasteignaskatti af húsnæði félagsins að hámarki kr. 100.000.- og færist styrkurinn á liðinn 15-65-971-1. Félagasamtökin greiði lóðarleigu og þjónustugjöld (vatnsgjald, holræsagjald og sorphirðugjald).

Einungis er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskattsins af þeim hluta húsnæðis félagasamtakanna sem nýttur er til félags-, menningar-, og/eða björgunarstarfsemi.

Af þeim hluta húsnæðisins sem leigt er út eða notað til að afla tekna verði greidd fasteignagjöld.

Íbúðir á snjóflóðahættusvæði. Afsláttur 15% álagðra fasteignagjalda er veittur vegna íbúða í A-flokki á viðurkenndu snjóflóðahættusvæði á Ísafirði og í Hnífsdal þ.e. afsláttur gildir ekki fyrir fasteignir lögaðila og annarra flokkað í B og O-flokki fasteigna samkvæmt skiptingu Fasteignamats ríkisins eða hvað varðar fasteignir bæjarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu um elli- og örorkulífeyrisþega svo og félagasamtök. Bæjarráð samþykkir þriðju málsgrein, að öðru leyti en því , að ekki verður veittur 15% afsláttur af íbúðahúsnæði í A-flokki, á viðurkenndum snjóflóðahættusvæðum.

11. Minnisblað bæjarstjóra - Kostnaður við Austurveg 2, Ísafirði.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram kostnaðartölur vegna framkvæmda við skólahúsnæði fyrir Grunnskóla á Ísafirði, að Austurvegi 2, Ísafirði.

Fram kemur að heildarkostnaður við framkvæmdir að skólamálum á Ísafirði árið 1998 er kr. 81.157.946.- að frádregnum endurgreiðslum ríkissjóðs kr. 15.382.000.- Sundurliðast á einstakar framkvæmdir sem hér segir: Austurvegur 2, kr.61.453.454.-, Skólagata 10, kr. 6.650.518.-, Torfnes/Vallarhús kr. 3.732.001.-, endurbætur/einsetning kr. 9.321.973.- Sá fyrirvari er gerður í minnisblaði bæjarstjóra, að hugsanlega hafi ekki allir reikningar borist.

Bæjarráð leggur áherslu á að endurgreiðslur ríkissjóðs taki mið af öllum kostnaði vegna einsetningar grunnskóla í Ísafjarðarbæ.

12. Skóla- og menningarfulltrúi. - Skíðavika.

Lagt fram bréf frá skóla- og menningarfulltrúa og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dagsett 7. janúar s.l., þar sem fram kemur ósk stjórnar Skíðafélags Ísafjarðar um að taka að sér skíðavikuna á komandi páskum. Lagt er til í bréfinu að Skíðafélagi Ísafjarðar verði falin framkvæmd skíðavikunar og forstöðumaður skíðasvæðis verði fulltrúi svæðisins í framkvæmdanefnd.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og fulltrúa frá Skíðafélagi Ísafjarðar og koma með tillögu fyrir bæjarráð.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.42

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.