Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

131. fundur

Árið 1999, mánudaginn 4. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 84. fundur 20/12.98.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 72. fundur 29/12.98.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 37. fundur 29/12.98.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 22. fundur 28/12.98.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Almannavarnarnefnd 22/12.98.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Ásthildur C. Þórðardóttir - Staðardagskrá 21.

Lagt fram bréf frá Ásthildi C. Þórðardóttur, garðyrkjustjóra, dagsett 28. desember s.l., þar sem hún lýsir vonbrigðum sínum með að vera ekki tilnefnd í vinnuhóp um Staðardagskrá 21 og fer þess á leit að fá að sitja fundi vinnuhópsins, sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt.

Bæjarráð bendir á að vinnuhópurinn muni sækja til starfsmanna Ísafjarðarbæjar, með hin ýmsu málefni, þar á meðal garðyrkjustjóra.

3. Bæjarverkfræðingur - Grænigarður við Seljalandsveg, snjóflóðavarnir.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsett 30. desember s.l., þar sem gerð er grein fyrir kostnaði við snjóflóðavarnir fyrir Grænagarð við Seljalandsveg og fasteigna- og brúnabótamati eignarinnar.

Bæjarráð ákveður að afla sér frekari upplýsinga um málið.

4. Barnaheill - Ályktun dagsett 21. desember 1998.

Lagt fram bréf frá Barnaheill dagsett 20. desember s.l., ásamt ályktun er samþykkt var á stjórnarfundi Barnaheilla þann 17. desember 1998, þar sem skorað er á stjórnvöld að mæta þörfum unglinga og ungmenna til að takast á við ýmis félags- og heilbrigðisvandamál, sem gjarnan rísa á þessum viðkvæmu uppvaxtarárum.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent félagsmálanefnd til kynningar.

5. Minnisblað bæjarstjóra - Starfshópur um 2000 vandamálið.

Lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 24. desember s.l., þar sem hann ræðir 2000 vandamálið og gerir tillögu um neðangreinda aðila í starfshóp vegna þessa.

Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðing.

Þórir Sveinsson, fjármálastjóra.

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um skipan starfshópsins.

6. Bréf bæjarverkfræðings til Framkvæmdasýslu v/snjóflóðav. á Flateyri.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 8. desember s.l., til Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna viðgerða á snjóflóðavörnum fyrir ofan Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

7. Minnisblað bæjarstjóra - Holræsagjald í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. desember s.l., þar sem hann leggur til, með tilvísun í reglugerð 39/1997 er varðar holræsagjald í Ísafjarðarbæ, að hámarksgjald verði kr. 20.000.- og lágmarksgjald verði kr. 8.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjarstjóra verði samþykkt.

8. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Fjárhagsáætlun 1999. (Endurupptekið.)

Lagt fyrir að nýju bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 18. október s.l., ásamt fundargerð og fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.

Bæjarráð hafnar fyrir sitt leiti, að Ísafjarðarbær taki þátt í aukningu á rekstri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

9. Arcticfilm ehf., Bessastaðahreppi. - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Arcticfilm ehf., Bessastaðahreppi, dagsett 5. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk upp á kr. 1.000.000.- frá Ísafjarðarbæ, vegna gerðar á sjónvarpsþættinum Aldahvörf, sem fjalla mun um sjávarútvegsmál á landinu í heild.

Bæjarráð óskar eftir umsögn menningarnefndar um erindið.

10. Minnisblað bæjarstjóra - Endurskoðun á rekstri Funa.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. desember s.l., þar sem hann leggur til að farið verði í endurskoðun á rekstri sorpeyðingarstöðvarinnar Funa.

Ákvörðun vísað til næsta bæjarráðsfundar.

11. S.V.F.Í. Kvenna- og karladeild, Ísafirði. - Sigurðarbúð.

Lagt fram bréf frá Kvenna- og karladeild Slysavarnarfélags Íslands, Ísafirði, dagsett 21. desember s.l., þar sem farið er fram á að bæjarsjóður Ísafjarðarbæjar leysi til sín "Sigurðarbúð" slysavarnarhúsið við Úlfsárós. Jafnframt fylgja gögn um feril byggingar hússins á sínum tíma.

Bæjarráð finnur ekki rök fyrir því, að bæjarsjóður Ísafjarðarbæjar leysi til sín Sigurðarbúð og hafnar erindinu.

12. Þröstur Marsellíusson ehf., Ísafirði. - Sorpeyðingargjöld.

Lagt fram bréf frá Þresti Marsellíussyni ehf., Ísafirði, dagsett 18. desember s.l., þar sem óskað er eftir að fyrirtækið verði sett í 3. flokk sorpeyðingargjalda, þar sem stöðugur samdráttur hefur verið á starfsemi fyrirtækisins.

Bæjarráð óskar umsagnar bæjarverkfræðings.

13. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ, fundargerð stjórnar 28.10.98.

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 28. október 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Fundarg. stjórnar frá 644. 645. 646. og 647. fundi.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 644. 645. 646. og 647. fundi.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15. Samb. ísl. sveitarf. - Umsagnir stjórnar.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 29. desember s.l., ásamt umsögnum stjórnar sambandsins um frumvarp til stjórnskipunarlaga og tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í byggðamálum fyrir árin 1998 - 2002.

Lagt fram til kynningar.

16. Frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 1999 lagt fram í bæjarráði.

Bæjarstjóri lagði fram drög að frumvarpi fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar og stofnanir hans fyrir árið 1999.

Bæjarráð vísar tillögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

17. Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram tillag að gjaldskrá fyrir sorphirðu í Ísafjarðarbæ fyrir árið 1999.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.