Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

130. fundur

Árið 1998, mánudaginn 21. desember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, mætir til fundar við bæjarráð.

Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, mætti til fundar við bæjarráð. Rædd voru viðskipti og samskipti Orkubús Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar. Fram kom að stjórn Orkubús Vestfjarða mun koma á fund bæjarráðs síðari hluta janúar 1999.

2. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 81. fundur 14/12.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 82. fundur 15/12.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 83. fundur 16/12.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 70. fundur 15/12.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 71. fundur 16/12.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 36. fundur 16/12.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 75. fundur 14/12.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3. Ólafur Steinþórsson, Þingeyri. - Kauptilboð í Ölduna, Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Ólafi Steinþórssyni, Fjarðargötu 10a, Þingeyri, dagsett 18. desember s.l., þar sem hann gerið kauptilboð í húseigninga Ölduna við Fjarðargötu á Þingeyri, kr. 200.000.- staðgreitt við undirritun afsals.

Bæjarráð frestar að taka afstöðu til tilboðsins, en ákveður að auglýsa eigning til sölu.

4. Kvennaráðgjöfin - Styrkbeiðni.

Lögð fram bréf frá Kvennaráðgjöfinni, Vesturgötu 3, Reykjavík, dagsett 7. og 14. desember s.l., þar sem farið er fram á styrk kr. 50.000,- vegna rekstrarársins 1998 og kr. 100.000,- vegna rekstrarársins 1999.

Bæjarráð hafnar erindunum.

5. Áhugahópur um menningarfjölbreytni.

Lagt fram bréf frá Áhugahópi um menningarfjölbreytni dagsett 15. desember s.l., þar sem bent er á nauðsyn þess að hér verði komið á stofn miðstöð fyrir nýbúa. Nálægt fimm prósent íbúa á Vestfjörðum eru erlendir ríkisborgarar. Bréfinu fylgir og fjárhagsáætlun um rekstrar- og stofnkostnað.

Jafnfram fylgir opið bréf frá Halldóri Halldórsyni, bæjarstjóra, um mikilvægi slíkrar miðstöðvar hér á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hug annara til reksturs á miðstöð fyrir nýbúa og upplýsa bæjarráð um árangur þess á öðrum fundi bæjarráðs á árinu 1999.

6. Minnisblað bæjarstjóra. - Erindi hrefnuveiðimanna.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. desember s.l., þar sem hann greinir frá símtali Konráðs Eggertssonar, Ísafirði, við sig.

Konráð óskar eftir afstöðu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á stuðningi við áróðursherferð hvalveiðimanna, sem framundan er í fjölmiðlum.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7. Edda B. Kristmundsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir. - Launamál.

Lagt fram bréf frá Eddu B. Kristmundsdóttur, bókasafnsfræðings og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, skjalavarðar, Ísafirði, dagsett 18. desember s.l., þar sem þær fara fram á launaleiðréttingar og vísa til starfsmats, sem tók gildi í mars 1997.

Bæjarstjóra falið að leita frekari upplýsinga um erindið og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.

8. Félagsmálastjóri. - Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna.

Lagt fram bréf frá Jóni A. Tynes, félagsmálastjóra, dagsett 16. desember 1998, þar sem svarað er erindi bæjarráðs til félagsmálanefndar, frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna.

Lagt fram til kynningar.

9. Samtök iðnaðarins.-Staðfesting ábyrgðar iðnmeistara hjá byggingarfulltr.

Lagt fram bréf frá Samtökum iðnaðarins dagsett 15. desember s.l., þar sem vakin er athygli byggingarfulltrúa á því, að í nýrri byggingareglugerð, sem tók gildi í júlí s.l., eru ákvæði um að iðnmeistarar skuli staðfesta ábyrgð sína fyrir byggingafulltrúum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarverkfræðings.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.55

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.