Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

129. fundur

Árið 1998, mánudaginn 14. desember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Húsnæðisnefnd 30. fundur 7/12.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 23. fundur 8/12.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 69. fundur 8/12.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Verkefnisstjórn um byggingu safnahúss 9. fundur 4/12.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

2.liður. Bæjarráð vísar öðrum lið til fjárhagsáætlunargerðar 1999.

Annað lagt fram til kynningar.

2. Umhverfisráðuneytið - Lántöku- og stimpilgjöld uppkaupahúsa.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 3. desember s.l., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 30. október 1998, þar sem óskað var eftir endurgreiðslu á lántöku- og stimpilgjöldum vegna uppkaupahúsa á Flateyri.

Hafnað að sinni, en komi til greiðslu, ef Ofanflóðasjóður þarf að leysa uppkaupahúsin til sín að fimm árum liðnum.

Lagt fram til kynningar.

3. Samband ísl. sveitarf. - Samkomul. Launanefndar og Fél. ísl. leikskólak.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 1. desember s.l., ásamt samkomulagi um að mat á námskeiðum og framhaldsnámi leikskólakennara fari fram hjá rekstraraðilum. Jafnframt fylgir fundargerð samstarsnefndar leikskólakennara fyrir 41. fund, haldinn með Launanefnd sveitarfélaga þann 1. desember 1998.

Bréfinu vísað til fræðslunefndar og launafulltrúa til upplýsinga.

4. Hjálparstofnun kirkjunnar - Söfnun vegna náttúruhamf. í M-Ameríku.

Lagt fram bréf frá Hjálparstofnun kirkjunnar dagsett 1. desember s.l., þar sem óskað er eftir framlagi í söfnun vegna náttúruhamfaranna í Mið-Ameríku.

Lagt fram til kynningar.

5. Húsafriðunarnefnd ríkisins - Aðalstræti 32, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins dagsett 8. desember s.l., þar sem hafnað er beiðni Ísafjarðarbæjar, í bréfi til nefndarinnar frá 24. nóvember 1998, að rífa húseignina Aðalstræti 32, Ísafirði.

Bæjarráð mótmælir afgreiðslu Húsafriðunarnefndar og felur bæjarstjóra að kanna hvort nefndin hyggist friða húseigning Aðalstræti 32, Ísafirði.

6. Ásgeir Kr. Mikaelsson - Forkaupsréttur hluta jarðar Fremri-Breiðadals.

Lagt fram bréf frá Fylki Ágústssyni, Ísafirði, dagsett 9. desember s.l., þar sem hann fyrir hönd Ásgeirs Kr. Mikaelssonar, Fremri-Breiðadal, Önundarfirði, óskar eftir heimild Ísafjarðarbæjar til að selja hluta jarðarinnar Fremri-Breiðardalur, til Afreks ehf., Flateyri.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar til umsagnar.

7. Fjórðungssamband Vestfirðinga - Frumvarp vegna stjórnunar fiskveiða.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 10. desember s.l., þar sem kynnt er ályktun er stjórn sambandsins gerði vegna frumvarps um breytingar á lögum um stjórnun fiskveiða og send var stjórnvöldum.

Óskað er eftir að sveitarfélögin í sambandinu álykti á svipuðum nótum og gefi ályktuninni aukna vigt.

Bæjarráð bókar. ,,Ísafjarðarbær skorar á stjórnvöld að fara sér hægt í breytingum á lögum um stjórn fiskveiða og ígrunda vel allar leiðir, áður en lagabreyting er gerð. Verði það frumvarp að lögum, sem nú liggur fyrir, mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir strandbyggðirnar og skapa meiri vanda, en því er ætlað að leysa."

Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

8. Minnisblað bæjarsjóra til skóla- og menningarfulltrúa v/sundl. Þingeyri.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. desember s.l., til skóla- og menningarfulltrúa vegna breyttrar orkusölu til sundlaugar á Þingeyri og undirbúnings að fyrirhugaðri lokun sundlaugarinnar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu bæjarstjóra um lokun, en leggur ríka áherslu á að fundin verði varanleg lausn á þessu máli sem fyrst.

9. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða - Samningar um atvinnuleysisskráningu.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 1. desember s.l., ásamt samningi um atvinnuleysisskráningu á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, frá 1.janúar 1999 til 31.desember 2000. Óskað er eftir staðfestingu Ísafjarðarbæjar á samningnum.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki samninginn.

10. Foreldrafélag Eyrarskjóls - Leikskólalóð við Eyrarskjól.

Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Eyrarskjóls, Ísafirði, dagsett 8. desember s.l., þar sem bent er á brýna þörf endurbóta á leikskólalóð við Eyrarskjól og að tekinn verði inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 1999 kostnaðarliður til úrbóta.

Erindinu vísað til fræðslunefndar og til fjárhagsáætlunargerðar 1999.

11. Lögsýn ehf., vegna fasteignagjalda Tvísteina ehf., Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 5. desember s.l., þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á Tvísteina ehf., Ísafirði, þar sem eignir fyrirtækisins standa á snjóflóðahættusvæði.

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um erindið.

12. Lögsýn ehf., vegna sorphirðugjalds á Gunnar Sigurðsson ehf., Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 30. nóvember s.l., fyrir hönd Gunnars Sigurðssonar ehf., Þingeyri, þar sem óskað er eftir niðurfellingu sorphirðugjalds fyrir árin 1997 og 1998, samkvæmt meðfylgjandi rökstuðningi.

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir á, að einstaklingum og fyrirtækjum er óheimil förgun sorps, nema á viðurkenndum förgunarstöðum, sem eru með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti.

13. Snjóflóðavarnir á Ísafirði, Seljaland. - Samningur um ráðgjöf.

Lagður fram samningur um ráðgjöf á milli Ísafjarðarbæjar og Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., um að TV annist gerð skýrslu um frummat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra snjóflóðavarnarmannvirkja í Seljalandshlíð á Ísafirði. Verkkaupi greiðir tímagjald samkvæmt samþykktum tímaskýrslum. Tímaskýrslur skulu fylgja reikningum.

Lagt fram til kynningar.

14. Starfsmenntaráð Félagsmálaráðuneytis, fundargerð 30.10.98.

Lögð fram fundargerð starfsmenntaráðs Félagsmálaráðuneytisins með fulltúum sveitarfélaga og samtaka starfsmanna þeirra, er haldinn var þann 30. október 1998.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til sviðstjóra Ísafjarðarbæjar.

15. Umhverfisráðuneytið - Svör vegna leigu eða sölu uppkaupahúsa Flateyri.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 3. desember s.l., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 27. október 1998, um leigu og eða sölu uppkaupahúsa á Flateyri, samkvæmt reglugerð 533/1997.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með svör ráðuneytisins.

16. Umhverfisráðuneytið - Ólafstún 12 og 14, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 3. desember s.l., vegna erindis Ísafjarðarbæjar dagsettu 28. október 1998, um uppkaup Ólafstúns 12 og 14, Flateyri, á grundvelli reglugerðar nr. 533/1997. Ráðuneytið vísar erindinu til Félagsmálaráðuneytis til umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

17. Neytendasamtökin - Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 1999.

Lagt fram bréf frá Neytendasamtökunum dagsett 8. desember s.l., þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna ársins 1999, er nemur kr. 10.- á hvern íbúa eins og íbúatalan var þann 1. desember 1998.

Bæjarráð leggur til að erindið verði samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 1999.

18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Fundargerð frá 4. desember 1998.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 8. desember s.l., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 4. desember 1998 og fundarboði næsta fundar.

Lagt fram til kynningar.

19. VÁ-VEST - Vímuvarnarstefna Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá VÁ-VEST dagsett 19. nóvember s.l., þar sem meðal annars er greint frá vinnufundi á Núpi þann 19. september s.l., þar sem mættir voru 80 fulltrúar frá Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavík. Þá er og lögð áhersla á að sveitarfélögin vinni nú þegar að vímuvarnarstefnu. Æskilegt er að samræma slíka stefnu á milli sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð felur félagsmálanefnd og fræðslunefnd, að vinna sameiginlega að vímuvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar. Óskað verði eftir aðstoð frá VÁ-VEST við verkefnastjórnun. Stefnt verði að því að vímuvarnarstefna Ísafjarðarbæjar verði kynnt í júní 1999.

20. Hörður Kristjánsson og Fríða Albertsdóttir - Garðavegur 6, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Herði Kristjánssyni og Fríðu Albertsdóttur, Hlégerði 2, Hnífsdal, dagsett 11. desember s.l., athugasemdir vegna uppgjörsmála á sölu Garðavegar 6, Hnífsdal, til húsnæðisnefndar.

Bæjarráð samþykkir að greiða Herði og Fríðu kr. 1.385.105.- við afhendingu á afsali fyrir Garðaveg 6, Hnífsdal, og getur fallist á að fyrirvari sé gerður um greiðslu vaxta. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

21. Málefnasamningur B-lista Framsóknarfl. og D-lista Sjálfstæðisfl.

Lögð fram endurskoðun á málefnasamningi B-lista Framsóknarflokks og D-lista Sjálfstæðisflokks dagsett 11. desember s.l., þar sem frestað er til næsta árs, að finna framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskóla á Ísafirði.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lét bóka eftirfarandi:

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra í dag er kostnaður við Kaupfélagshúsið kominn yfir 80 milljónir króna þó framkvæmdum sé ekki að fullu lokið s.s. að tvöfalda gler í gluggum og tryggja lögboðnar brunavarnir. Framlögð endurskoðun á málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks staðfestir skoðun bæjarfulltrúa K - lista að sú ráðstöfun að koma hluta af starfsemi Grunnskólans á Ísafirði fyrir í Kaupfélagshúsinu var aldrei hugsuð sem bráðabirgðalausn eins og bæjarbúum var talin trú um. Þegar framkvæmdum við Kaupfélagshúsið verður að fullu lokið og kostnaður kominn í 100 milljónir króna getur reynst erfitt fyrir meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að tala um framkvæmdir til bráðabirgða.

Fulltrúar B- og D-lista í bæjarráði láta bóka eftirfarandi.

Unnið er að lokauppgjöri vegna framkvæmda við Kaupfélagshús og öðrum framkvæmdum við Grunnskóla á Ísafirði. Það er samdóma álit okkar að þær framkvæmdir hafi heppnast vel og falli vel að öllu skólastarfi Grunnskóla á Ísafirði.

22. Minnisblað bæjarstjóra - Endurskoðun bæjarmálasamþykktar.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 11. desember s.l. til bæjarráðs, þar sem hann leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að endurskoða bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar, með tilvísun til nýrra sveitarstjórnarlaga. Hópinn skipi einn frá meirihluta, einn frá minnihluta, bæjarstjóri og löglærður aðili.

Bæjarráð leggur til að hópinn skipi, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Kristján G. Jóhannsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Björn Jóhannesson hdl.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.23

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.