Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

128. fundur

Árið 1998, þriðjudaginn 8. desember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Ólafur Ö. Ólafsson f.h. Hótels Ísafjarðar, mætir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mættu Áslaug Alfreðsdóttir, Ólafur Ö. Ólafsson og Björn Jóhannesson, lögfræðingur, vegna lóðamála, lóðaleigu og fasteignagjalda Hótels Ísafjarðar hf., Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um leiðréttingu á lóðaleigu og fasteignagjöldum vegna Hótels Ísafjarðar h.f., vegna áranna 1995 - 1998.

2. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 80. fundur 1/12.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 74. fundur 2/12.

Fundargerðin er í fimmtána liðum.

9.liður. Meirihluti bæjarráðs leggur til að eldra deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið á Torfnesi gildi áfram.

10.liður. Bæjarráð tekur undir þann skilning umhverfinisnefndar að verkið sé enn í ábyrgð.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

3. Erindi íbúa við Stakkanes, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá íbúum við Stakkanes, Ísafirði, dagsett í desember 1998. Erindi bréfsins er um götulýsingu, gangstíga og hljóðmön við götuna Stakkanes á Ísafirði.

Erindinu vísað til bæjarverkfræðings.

4. Stígamót - Beiðni um fjárstyrk 1999.

Lagt fram bréf Stígamóta, Reykjavík, dagsett 24. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir fjárveitingu til rekstrar Stígamóta á næsta fjárhagsári.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

5. Kristnihátíðarnefnd Vestfjarða - Hátíðarhöld 13. júní 1999.

Lagt fram bréf frá Kristnihátíðarnefnd Vestfjarðar dagsett 30. nóvember s.l., þar sem segir að Kristnihátíð Vestfjarða verði haldin á Patreksfirði þann 13. júní 1999. Bréfinu fylgir greinargerð um Kristnihátíð Vestfjarða.

Erindið lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til menningarnefndar.

6. Magnús Ó. Hansson - Skráning og mat lausafjár.

Lagt fram bréf frá Magnúsi Ólafs Hanssyni dagsett 1. desember s.l., ásamt skráningu og mati lausafjármuna fyrir Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og grunnskólana í Holti og Núpi, ásamt bókasöfnunum í Holti og á Höfða í Dýrafirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þessi skráning lausafjármuna verði samþykkt.

7. Vátryggingafélag Íslands h.f. - Sveitarstjórnartryggingar.

Lagt fram bréf frá Vátryggingafélagi Íslands h.f., dagsett 28. nóvember s.l., þar sem tilkynn er um endurskoðun vátrygginga sveitarfélaga og lækkun iðgjaldataxta.

Verði lækkun tryggingariðgjalda ekki ásættanleg að mati bæjarráðs, verði allar tryggingar bæjarfélagsins boðnar út.

8. Sparisjóður Bolungarvíkur - Aukning stofnfjár.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 27. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að stjórn sjóðsins hafi, samkvæmt heimild aðalfundar 22. apríl 1998, ákveðið að auka stofnfé sjóðsins með því að heimila að hver stofnfjáreigandi megi eiga allt að 15 stofnfjárhluti í stað fimm. Verð á hverjum hlut er kr. 22.000.-

Tilboðið gildi til 30. desember 1998.

Með vísan í tillögu í bréfi fjármálastjóra til bæjarstjóra dagsettu 8.desember 1998, leggur bæjarráð til að auka stofnfé Ísafjarðarbæjar í Sprisjóði Bolungarvíkur um 100 hluti samtals að upphæð kr. 2.200.000.- Fjármögnun vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

9. Forseti Íslands - Þakkarbréf.

Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson sendir íbúum Ísafjarðarbæjar þakkir fyrir samúð og hlýhug, sem honum og fjöldkyldu hans voru sýndar við útför frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Skrifað á Bessastöðum 30. nóvember 1998.

Lagt fram til kynningar.

10. Framhaldsskóli Vestfjarða - Fundargerðir skólanefndar.

Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða frá 42. fundi er haldinn var 29.september s.l. og 43. fundi er haldinn var 27. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

11. Atvinnuþróunarf. Vestfjarða - Auglýsing og kynning Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Dorothee Lubecki, dagsett 1. desember s.l., þar sem greint er frá efninu ,,Auglýsing og kynning Vestfjarða út á við" og kostnaðaráætlun.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

12. Samband ísl. sveitarfélaga - "2000 vandamálið"

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 17. nóvember s.l., þar sem minnt er á þann vanda er skapast getur í tölvu- og tækjabúnaði um aldamótin og sveitarfélög hvött til að hefja nú þegar undirbúning, er leiðir til lausna.

Bæjarstjóra falið að koma með tillögu að starfshópi um 2000 vandamálið.

13. A&P lögmenn, Rvk. - Kaupsamn. Hjallavegur 2, Unnarstígur 6, Flateyri.

Lögð fram bréf frá A&P lögmönnum, Borgartúni 24, Reykjavík, dagsett 17. nóvember s.l., vegna kaupsamninga uppkaupahúsanna Hjallavegar 2 og Unnarstígs 6, Flateyri. Í bréfunum eru gerðar margvíslegar fjárkröfur umfram matsverð eignanna.

Bæjarstjóra falið að leita álits Andra Árnasonar hrl., á málinu og senda erindið Ofanflóðasjóði til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.23

Þorleilfur Pálsson, ritari.

 

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.