Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

127. fundur

Árið 1998, þriðjudaginn 1. desember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Menningarnefnd 35. fundur 19/11.

Fundargerðin er í átta liðum.

7.liður. Bæjarráð vísar afgreiðslu menningarnefndar til fjárhagsáætlunargerðar.

Aðrir liðir til kynningar.

Félagsmálanefnd 79. fundur 24/11.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 68. fundur 24/11.

Fundargerðin er í sjö liðum.

1.liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga um málið og

leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

5.liður. Bæjarráð vísar afgreiðslu fræðslunefndar til fjárhagsáætlunargerðar.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 21. fundur 24/11.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

1.liður. Bæjarstjóri upplýsir að leiga fyrir útihúsin að Kirkjubæ er greidd.

2.liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við formann landbúnaðarnefndar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Staðardagskrá 21 - Tillaga um skipan í vinnuhóp.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi og bæjarritara dagsett 27. nóvember s.l., þar sem þeir leggja til að ákveðnir einstaklingar skipi vinnuhóp vegna Staðardagskrár 21, en þeim var falið það verkefni á fundi bæjarráðs 23. nóvember s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að neðangreindir aðilar verði skipaðir í vinnuhóp vegna Staðardagskrár 21.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Ísafirði.

Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi, Ísafirði.

Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi, Bolungarvík.

Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur, Bolungarvík.

Hildur Halldórsdóttir, líffræðingur, Flateyri.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Dýrafirði.

Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt, Ísafirði.

Ingimar Halldórsson, útgerðarstjóri, Ísafirði.

Karítas Pálsdóttir, Ísafirði.

Judith Amalía Jóhannsdóttir, nemi, Ísafirði.

Jón Reynir Sigurvinsson, jarðfræðingur, Ísafirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir verkefnisstjóra vegna Staðardagskrár 21. Kostnaði er af því hlýst er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

3. Launanefnd sveitarfélaga - Fundargerð 130. fundar.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 130. fundi er haldinn var á Hótel Borgarnesi 13. nóvember 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Tónlistaskóli Ísafjarðar - Fundargerð 16.10.98.

Lögð fram fundargerð stjórnar Tónlistaskóla Ísafjarðar frá 16. október 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5. Björgunarskóli Landsbjargar og SVFÍ - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Björgunarskóla Landsbjargar og SVFÍ dagsett 20. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk upp á kr. 70.000.- til að halda ráðstefnu um snjóflóð og snjóflóðaleit helgina 27. febrúar - l. mars 1999.

Bæjarráð fellst á styrkveitingu, sé námskeiðið haldið í Ísafjarðarbæ.

6. Erindi fjármálastjóra - Samnningur um Internetþjónustu við Snerpu.

Lagt fram bréf frá fjármálastjóra Þóri Sveinssyni dagsett 23. nóvember s.l., ásamt samningi milli Ísafjarðarbæjar og Snerpu ehf., um Internetþjónustu við bæjarsjóð og stofnanir hans.

Fjármálastjóri leggur til að samningurinn verði samþykktur og greiðslu stofngjalds vísað til fjárhagsáætlunargerðar 1999.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samningurinn verði samþykktur og kostnaði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

7. Afrit bréfs Gunnar Kristinssonar til sýslumannsins í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram afrit af bréf frá Gunnari Kristinssyni og Sigrúnu Gísladóttur, Smárateig 3, Hnífsdal, til sýslumannsins í Ísafjarðarbæ dagsett 21. nóvember s.l., vegna búsetu í húseigninni Smárateigur 3, Hnífsdal. Jafnframt fylgir hér með afrit af bréfi sýslumanns til Gunnars og Sigrúnar, dagsett 25. nóvember 1998.

Lagt fram til kynningar.

8. Búfjáreftirlitsmaður Ísafjarðarbæjar - Haustskoðun í Æðey.

Lagt fram bréf Karls Guðmundssonar, búfjáreftirlitsmanns í Ísafjarðarbæ, dagsett 26. nóvember s.l., þar sem hann greinir frá því að honum hafi verið bannað, af ábúanda í Æðey, að koma á land í eyjunni til að gegna störfum sínum, en til stóð að framkvæma þar skoðun þann 26. nóvember 1998.

Bæjarstjóri upplýsir að málið er að fullu leyst.

9. Lögmenn Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði. - M.b. Unnur ÍS 501.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, Hlöðver Kjartanssyni hdl., dagsett 5. nóvember s.l., vegna fyrirspurnar um áður beðnar upplýsingar vegna m.b. Unnar ÍS 501. Jafnframt fylgir svarbréf Andra Árnasonar hrl.., bæjarlögmanns, dagsett 21.nóvember 1998. Bæjarstjóra hafði verið falið að svara erindinu í samráði við Andra Árnason hrl.

Lagt fram til kynningar.

10. Atvinnuþróunarf. Vestfj., ferðamálafulltrúi. - Skemmtiferðaskip.

Lagt fram bréf frá ferðamálafulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða dagsett 23. nóvember s.l., þar sem greint er frá fundum ferðamálafulltrúa með Hermanni Skúlasyni, hafnarstjóra, um skemmtiferðaskip er koma til Ísafjarðarbæjar, markaðs- og kynningarstarf ofl.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarnefndar og hafnarnefndar.

11. Atvinnuþróunarf. Vestfj., ferðamálafulltrúi. - Götuleikhús á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá ferðamálafulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða dagsett 23. nóvember s.l., er greinir frá verkefni Götuleikhúss á Ísafirði síðastliðið sumar og áformum um áframhaldandi starfsemi.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarnefndar.

12. Sóknaprestur Staðaprestakalls - Vegghleðsla á Stað, Súgandafirði.

Lagt fram bréf frá Valdimar Hreiðarsyni, sóknarpresti á Suðureyri, dagsett 20. nóvember s.l., þar sem hann fer fram á styrk til að girða kirkjugarðinn á Stað í Súgandafirði, með hlöðnum vegg. Meðfylgjandi kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr.1.397.000.-

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

13. Pálína J. Jensdóttir - Fyrirspurn um forkaupsrétt afturkölluð.

Lagt fram bréf frá Pálínu J. Jensdóttur dagsett 27. nóvember s.l., þar sem hún afturkallar fyrirspurn sína um forkaupsrétt að 2/3 hlutum í fjósi á Kirkjubæ, Skutulsfirði, samkvæmt bréfi dagsettu 16. nóvember 1998.

Lagt fram til kynningar.

14. Fjárhagsáætlun 1999 - nýting gjaldstofna.

Leggjum til við bæjarstjórn eftirfarandi nýtingu gjaldstofna á árinu 1999:

1. Útsvar. Álagning verði 11,94% sem er óbreytt frá 1998.

2. Fasteignaskattur.

a. A-flokkur 0,40% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar. Óbreytt frá 1998.

b. B-flokkur 1,58% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar. Var 1,51% 1998. Með niðurfellingu VS-skatts er heimilt að hækka B-flokk fasteignaskatts.

3. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Heimild til álagningu sérstaks skatts á skrifstofu og verslunarhúsnæði fellur niður frá og með gjaldaárinu 1999.

4. Lóðarleiga. Álagning 3,0% af fasteignamati lóðar.

5. Vatnsgjald. Álagning 0,18% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.

6. Holræsagjald. Álagning verði 0,16% af fasteignamati húss og lóðar. Óbreytt frá 1998.

Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm með mánaðar millibili, fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 1998 og veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur ef öll fasteignagjöldin verði greidd fyrir 20. febrúar. Reglur um afslátt á árinu 1999 af fasteignagjöldum íbúða elli- og örorkulífeyrisþega til eigin nota verði endurskoðaðar fyrir álagningu en tekið verður mið af reglum á árinu 1998 auk þess að viðmiðunartölur taki breytingum samkvæmt breytingu framfærsluvísitölu.

7. Sorpeyðingargjöld.

a. Sorphirðu- og eyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði 8.100 kr. á íbúð.

b. Sorpeyðingargjald. Fyrirtæki og stofnanir, félög og aðrir lögaðilar.

Álagning á lögaðila verði ákveðin nánar samkvæmt tillögum frá umhverfisnefnd.

8. Aukavatnsgjald. Hver rúmmetri vatns verði seldur á kr.12 kr. frá og með 1/1 1999 og taki frá þeim tíma breytingu skv. byggingavísitölu milli álestratímabila. Bráðabirgðaákvæði gildi um aukavatnsgjald fyrir Suðureyri og Flateyri.

9. Garðaleiga. Garðaleiga 18 kr. á fermetra. Lágmarksgjald 1.200 kr.

10. Dagskrá bæjarstjórnar. Árgjald fyrir dagskrá bæjarstjórnar 3.500 kr.

11. Heilbrigðisgjöld. Innheimt verði gjald samkvæmt gjaldskrá fyrir mengunareftirlit á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og fyrir heilbrigðiseftirlit á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

12. Hundaleyfisgjald. Hundaleyfisgjald 9.000 kr. fyrir hund, tryggingargjald og hundahreinsun innifalin. Handsömunargjald 5.000 kr.

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja ofangreinda tillögu.

15. Básafell h.f., Ísafirði. - Aðalfundarboð.

Aðalfundur Básafells h.f., Ísafirði, verður haldinn miðvikudaginn 2. desember n.k. á Hótel Ísafirði og hefst kl. 13.30

Bæjarráð samþykkir að bæjarráð sé fulltrúar Ísafjarðarbæjar á aðalfundinum og að bæjarstjóri fari með atkvæði bæjarins.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.57

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.