Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

126. fundur

Árið 1998, mánudaginn 23. nóvember kl. 14:30 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 77. fundur 13/11.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 78. fundur 17/11.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Tillaga B-lista um varamann í húsnæðisnefnd.

Lögð fram tillaga B-lista um að Jón Reynir Sigurvinsson verði varamaður í húsnæðisnefnd Ísafjarðarbæjar í stað Guðrúnar Hólmsteinsdóttur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

3. Pálína J. Jensdóttir - Forkaupsréttur að fjósi á Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Pálínu J. Jensdóttur dagsett 16. nóvember s.l., þar sem hún óskar svars frá Ísafjarðarbæ um hvort bærinn notfæri sér forkaupsrétta að 2/3 hlutum að fjósi á Kirkjubæ, Skutulsfirði, er hún hyggst selja.

Bæjarráð treystir sér ekki til að taka afstöðu til erindisins þar sem kaupsamningur liggur ekki fyrir.

Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

4. Krabbameinsf. - Könnun á notkun og reynslu nýja tóbaksvarnanámsefnis.

Lagt fram bréf frá Krabbameinsfélagi Íslands dagsett 16. nóvember s.l., um könnun á notkun og reynslu nýja tóbaksvarnanámsefnis Krabbameinsfélagsins og Tóbaksvarnanefndar.

Bréfinu vísað til fræðslunefndar til kynningar.

5. Vinnumálastofnun - Yfirlit yfir atvinnuástand október 1998.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 16. nóvember s.l., yfirlit yfir atvinnuástand í október 1998.

Lagt fram til kynningar.

6. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands - Úthlutun styrkja.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett 16. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær hljóti ekki umsóttan styrk.

Lagt fram til kynningar.

7. Svæðisskrifst. málefni fatlaðra Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Vestfjörðum, dagsett 16. nóvember s.l., þar sem minnt er á umsóknir um styrki til stofnframkvæmda úr Framkvæmdasjóði fatlaðra.

Erindinu vísað til sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

8. Golfklúbbur Ísafjarðar - Tjaldstæði í Tungudal.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 18. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir áframhaldandi samvinnu við Ísafjarðarbæ, um rekstur á tjaldstæði í Tungudal, Skutulsfirði.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

9. Golfklúbbur Ísafjarðar - Framkvæmdir næsta árs og styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 18. nóvember s.l., þar sem rætt er um fyrirhugaðar framkvæmdir hjá klúbbnum í húsamálun og kostnað þar að lútandi. Jafnframt er óskað eftir beinum styrk kr. 2.000.000.- til framkvæmda frá Ísafjarðarbæ, svo og framlenginar í fjögur ár á samningi um framkvæmdir við uppbyggingu kr. 825.000.- á ári, frá 17. maí 1995. Jafnframt fylgir skýrsla stjórnar fyrir árið 1998.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar og til fjárhagsáætlunargerðar.

10. Samband ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar fyrir 64l. - 643. fund.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands. ísl. sveitarfélaga fyrir 64l. 642. og 643. fund.

Lagt fram til kynningar.

11. Lögreglan á Ísafirði - Umferðamerkingar á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá lögreglunni á Ísafirði, dagsett 13. nóvember s.l., um umferðamerkingar á Ísafirði, einkum við Grunnskóla á Ísafirði, þar sem börnum stafar veruleg hætta af umferð. Bæjarstjóri lagði fram á fundinum viðbótarupplýsingar frá bæjarverkfræðingi um merkingar Austurvegar dagsettar 23. nóvember 1998.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lét bóka eftirfarandi. ,,Þetta styður álit K-listamanna að meirihluti framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks hefur ekki gert ráð fyrir skólalóð við Kaupfélagshúsið, að Austurvegi 2. Enda kemur fram í bréfi yfirlögregluþjóns að börnum er hætta búin á skólalóð Grunnskólans vegna bílaumferðar."

Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi falið að ræða við bréfritara.

12. Umhverfisráðuneytið - Vátryggingaskilmálar.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 10. nóvember s.l., um vátryggingaskilmála í tengslum við vátryggingar hönnuða og byggingarstjóra samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, samanber byggingarreglugerð nr. 441/1998.

Bréfinu vísað til bæjarverkfræðings.

13. Framhaldsskóli Vestfjarða - Snjómokstur göngustíga.

Lagt fram bréf frá skólameistara Framhaldsskóla Vestfjarða dagsett 13. nóvember s.l., um snjómokstur á göngustígum til skólans.

Erindinu vísað til bæjarverkfræðings.

14. Rauði kross Íslands - Staðreyndir um stefnu, starf og fjármögnun verkefna

Lagt fram dreifibréf frá Rauða krossi Íslands dagsett 9. nóvmeber s.l., um staðreyndir um stefnu, starf og fjármögnun verkefna.

Lagt fram til kynningar.

15. Fiskiðjan Freyja hf. - Hluthafafundur.

Lagt fram bréf frá stjórn Fiskiðjunnar Freyju h.f., Suðureyri, ódagsett þar sem boðað er til hluthafafundar þann 1. desember n.k. kl. 17:00 í matsal fyrirtækisins. Á dagskrá er tillaga stjórnar fyrirtækisins um samruna Fiskiðjunnar Freyju h.f., Bræðraverks ehf., við Básafell h.f.

Bæjarráð felur bæjarritara að sitja fundinn fyrir Ísafjarðarbæ.

16. Bæjarverkfræðingur - Árholt 12, tenging við holræsakerfi.

Lögð fram tillaga bæjarverkfræðings um samkomulag við Hjálmar Guðmundsson, Árholti 12, Ísafirði, vegna tengingar húseignarinnar Árholt 12, Ísafirði, við holræsakerfið í Holtahverfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Hjálmar Guðmundsson.

17. Lögsýn ehf. - Hótel Ísafjörður, lóðamál.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 13. nóvember s.l., vegna frágangs á lóðamálum Hótels Ísafjarðar við Ísafjarðarbæ.

Bæjarstjóra falið að boða aðila til fundar við bæjarráð.

18. Samstarfsnefnd Samflots og launanefnda.

Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar Samflots og launanefnda fyrir 5. og 6.fund. Ásamt samanburðarlista um röðun í launaflokka.

Lagt fram til kynningar.

19. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis - Afnám einokunar á smás. áfengis.

Lagt fram bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis dagsett 12. nóvember s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar um afnám einokunar ríkisins á smásölu áfengis, 169. mál. Sent til umsagnar.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar.

20. Staðardagskrá 21. Tillaga að vinnuhópi.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi og bæjarritara dagsett 20. nóvmeber s.l., þar sem gerð er tillaga um skipan og samsetningu vinnuhóps vegna Staðardagskrár 21 og að verkinu verði ráðinn verkefnastjóri.

Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi og bæjarritara að koma með mótaðar tillögum um fólk í vinnuhópinn fyrir næsta bæjarráðsfund og felur þeim jafnframt að undirbúa væntanlegan fund með Stefáni Gíslasyni þann 7. desember n.k.

21. Rekstur og Ráðgjöf ehf. - Námskeiðahald fyrir sveitarstjórnarmann.

Lagt fram bréf frá Rekstri og Ráðgjöf ehf., Reykjavík, dagsett 18. nóvmeber s.l., um væntanlegt námskeið fyrir steitarstjórnarmenn, haldið í Reykjavík dagana 27. og 28. nóvmeber n.k.

Bæjarstjóri hefur hafnað erindinu.

22. Fjórðungssamband Vestfirðinga - Ímynd Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 17. nóvember s.l., vegna samþykktar á 43. Fjórðungsþingi Vestfirðinga, að fara af stað með langtímaverkefni sem hefur vinnuheitið "Ímynd Vestfjarða."

Lagt fram til kynningar.

23. Kivanisklúbburinn Þorfinnur - Niðurfelling fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Guðbjörgu Haraldsdóttur féhirðis Kivanisklúbbsins Þorfinns á Flateyri, dagsett 18. nóvmeber s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda af húsi klúbbsins að Grundarstíg 15, Flateyri.

Erindinu vísað til fjármálastjóra og óskað eftir tillögu til bæjarráðs.

24. Erindi skóla- og menningarfulltrúa - Persónuuppbót.

Lagt fram bréf skóla- og menningarfulltrúa dagsett 23. nóvmeber 1998, þar sem gerð er grein fyrir persónuuppbótum til kennara og leiðbeinenda. Leiðbeinendur á fyrsta ári hafa ekki fengið greiddar persónuuppbætur.

Bæjarráð samþykkir að leiðbeinendur á fyrsta ári fái greiddar persónuuppbætur, sem er eingreiðsla upp á kr. 40.000.- er færist á launakostnað viðkomandi skóla.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.