Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

125. fundur

Árið 1998, mánudaginn 16. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 76. fundur 10/11.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 67. fundur 10/11.

Fundargerðin er í átta liðum.

l.liður. Bæjarráð samþykkir afgreiðslu fræðslunefndar á fyrsta lið fundargerðarinnar, enda séu kaupin innan ramma fjárhagsáætlunar í heild sinni.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

Hafnarstjórn 22. fundur 10/11.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 73. fundur 11/11.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 20. fundur 12/11.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Tillaga K-lista frá 47. fundi bæjarstjórnar vísað til bæjarráðs.

Svohljóðandi tillögu K-lista á 47.fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar var vísað til bæjarráðs. ,,Undirritaðir bæjarfulltrúar K-lista leggjum til að bæjarstjórn samþykki framkomna tillögu fræðslunefndar um afslátt á dagvistargjöldum barna þeirra foreldra sem stunda fullt nám á framhalds- og háskólastígi." Lárus G. Valdimarsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Bæjarráð vísar tillögu K-lista til fjárhagsáætlanagerðar, en leggur til að tillaga bæjarráðs frá 121.fundi bæjarráðs við 3.lið fundargerðar fræðslunefndar frá 13. október s.l. verði samþykkt. Tillagan hljóðar svo. ,,Bæjarráð leggur til við 3.lið fundargerðarinnar, að tillaga fræðslunefndar nái aðeins til háskólastigs og hér sé um sértækar aðgerðir að ræða. Gjaldskráin taki gildi frá og með 1. september s.l." Bæjarráð bætir við að átt er við háskólastig við Framhaldsskóla Vestfjarða.

3. Menntamálaráðuneytið. - Eftirlitshlutverk í skólamálum.

Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneyti dagsett 2. nóvember s.l., til sveitarstjórna um eftirlitshlutverk menntamálaráðuneytis eins og það birtist í ýmsum lögum og reglugerðum um skólahald.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

4. Samband ísl. sveitarfélaga - Upplýsingar frá Launanefnd sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Launanefnd sveitarfélaga dagsett 6. nóvember s.l., með margvíslegum upplýsingum um lífeyrissjóðsmál, svo sem skipan stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

Bréfið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

5. Menntamálanefnd Alþingis - Afnám gjalds af kvikmyndasýningum.

Lagt fram bréf frá Menntamálanefnd Alþingis dagsett 5. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á fumvarpi til laga um afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum, 44.mál. Meðfylgjandi greint frumvarp.

Bæjarráð sér ekki ástæðu til að tjá sig um málið, þar sem gjaldið hefur ekki verið innheimt í Ísafjarðarbæ.

6. Sigríður J. Óskarsdóttir, Bíldudal. - Styrkur til flutningaþjónustu.

Lagt fram bréf frá Sigríði Jóhanns Óskarsdóttur, Bíldudal, ódagsett , þar sem farið er fram á styrk upp á kr. 60.000.- til að halda uppi flutningaþjónustu til fólksins í innarverðum Arnarfirði.

Bæjarráð samþykkir erindið og bókist á sama lið og s.l. ár.

7. Bæjarverkfræðingur, minnispunktar - Staðardagskrá 21.

Lagðir fram minnispunktar frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsettir 13. nóvember s.l., þar sem hann minnir á skipan vinnuhóps 5 til 15 manns, vegna Staðardagskrár 21. Fyrsti fundur fulltrúa (verkefnisstjóra) Sambands. ísl. sveitarfélaga með þeim hópi er áætlaður um 18. nóvember n.k.

Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi og bæjarritara að koma með tillögu til bæjarráðs að vinnuhópi.

8. Bréf Landvari - Hækkun þungaskatts og aðrar hækkanir á vöruflutninga.

Lagt fram bréf frá Landvara félagi ísl. vöruflytjenda dagsett 4. nóvember s.l., þar sem bent er á væntanlegar hækkanir á þungaskatti, bæði vegna breytinga á gjaldskrá og beinum prósentuhækkunum.

Bæjarráð tekur undir ábendingar Landvara og leggur til að haft verði samráð við önnur sveitarfélög um að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.

9. Fjórðungssamband Vestfirðinga - Heimasíða Fjórðungssambandsins.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 5. nóvember s.l., þar sem kynnt er fyrirhuguð uppsetning heimasíðu fyrir Fjórðungssambandið.

Lagt fram til kynningar.

10. Launanefnd sveitarfélaga - Útskrift úr fundargerð.

Lögð fram útskrift 129. fundar Launanefndar sveitarfélaga, er haldinn var á Hótel Selfossi 16. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

11. Íþróttabandalag Ísfirðinga - Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Íþróttabandalagi Ísfirðinga dagsett 8. nóvember s.l., þar sem rætt er um veginn upp að æfingarsvæði Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar á Dagverðardal, snjómokstur, viðhald ofl. Bréfið er undirritað af formönnum Íþróttabandalags Ísfirðinga og Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

12. Lögsýn ehf., Ísafirði, v/Andrés Jóhannesson, Fjarðarstr. 33, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 7. nóvember s.l., fyrir hönd Andrésar Jóhannssonar, Fjarðarstræti 33, Ísafirði, vegna framkvæmda við húsið Mjallargötu 9, Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og óskar jafnfram eftir greinargerð frá bæjarverkfræðingi um málið.

13. VÁ VEST - Blaðamannafundur 19. nóvember 1998.

Lagt fram bréf frá VÁ VEST dagsett 9. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er um blaðamannafund þann 19. nóvember n.k., þar sem kynnt verður væntanleg vímuvarnarstefna sveitarfélaganna þriggja á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

14. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Lagt fram bréf frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum ódagsett, þar sem kynnt er norræn ráðstefna er haldin verður 19. og 20. nóvember n.k., á Flughóteli Keflavík, um símenntun á vinnumarkaði.

Lagt fram til kynningar.

15. Hf Djúpbáturinn - Afgreiðsla bæjarstjórnar 5. nóvember s.l.

Lagt fram bréf frá formanni stjórnar Hf Djúpbátsins dagsett 10. nóvember s.l., þar sem rætt er um afgreiðslu bæjarstjórnar á erindi félagsins á bæjarstjórnarfundi þann 5. nóvember s.l.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

16. Erindi Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna.

Lagt fram erindi Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna dagsett 3. nóvember s.l., vegna eins íbúa Ísafjarðarbæjar er leitað hefur til stofnunarinnar.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar til athugunar.

17. Strætisvagnar Ísafjarðar ehf. - Nýr samningur.

Lögð fram drög að nýjum samningi milli Ísafjarðarbæjar og Strætisvagna Ísafjarðar ehf., þar sem verktaki tekur að sér akstur og rekstur almenningsvagna og skólaakstur á Ísafirði (fyrrum Ísafjarðarkaupstað). Samningurinn ber um 23% hækkun miðað við fyrri samning sömu aðila.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

18. Lögfræðiskrifstofa Tryggva Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur.

Lagt fram bréf frá Lögfrskrst. Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 13. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir að tekin verði afstaða til forkaupsréttar að íbúð Magnúsar Ólafssonar að Grundargötu 2, Ísafirði. Jafnframt er óskað eftir að gefið verði út kvaðalaust afsal til Magnúsar, þar sem kaupskylda á eigninni er fallin niður og verið er að selja eignina á frjálsum markaði, en þinglýstur eigandi skv. veðmálabókum er Byggingarfélag verkamanna.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti og samþykkir útgáfu á kvaðalausu afsali.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.03

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sigurður R. Ólafsson.