Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

123. fundur

Árið 1998, mánudaginn 2. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

l. Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri, mætti til viðræðna við bæjarráð.

Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra Vestfjörðum, mætti til viðræðna við bæjarráð.

Rætt var um verkefni Svæðisskrifstofu Vestfjarða og þá þróun, sem er að verða í búsetu fatlaðra einstaklinga. Rætt var og um væntanlegan fund með stjórnarnefnd Framkvæmdasjóðs fatlaðra.

2. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 74.fundur 26/10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 66.fundur 27/10.

Fundargerðin er í 11 liðum.

1.liður. Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum varðandi tillögu fræðslunefndar við 1.lið fundargerðarinnar.

8.liður. Bæjarráð vísar tillögu fræðslunefndar við 8.lið fundargerðarinnar til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 1999.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

Húsnæðisnefnd 29.fundur 28/10.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf frá Hildi Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Hildi Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa, Brimnesvegi 10, Flateyri, dagsett 5.október s.l., þar sem hún tilkynnir um ótímabundin forföll, sem bæjarfulltrúi og formaður félagsmálanefndar, sökum veikinda.

Lagt fram til kynningar.

4. ART.IS - Styrkbeiðni vegna sýningarinnar "Lífæðar" 1999.

Lagt fram bréf frá ART.IS dagsett 27.október s.l., þar sem óskað er eftir styrk í verkefnið "Lífæðar", sem er málverkasýning nokkura listamanna í sjúkrahúsum landsins á næsta ári.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar og til umsagnar stjórnar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar.

5. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - Ferðamálafulltrúi.

Lagt fram bréf frá ferðamálafulltrúa Vestfjarða Dorothee Lubecki dagsett 29.október s.l., um kynningar- og auglýsingamál Ísafjarðarbæjar og annara sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

Bæjarráð samþykkir að bæjarritari annist samræmingu vegna útgjalda til auglýsinga og annara styrkja.

6. Bréf frá Guðrúnu Hólmsteinsdóttur, varabæjarfulltrúa, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Guðrúnu Hólmsteinsdóttur, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, ódagsett þar sem hún óskar efti að verða leyst undan þeim störfum sem hún hefur sinnt fyrir bæjarfélagið frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Um er að ræða eftirtalin störf: Varamaður í bæjarráði, varabæjarfulltrúi, varaformaður og núverandi formaður félagsmálanefndar og varaformaður og núverandi formaður í Þjónustuhópi aldraðra.

Hún vonar að ósk sinni verði vel tekið og óskar bæjarfulltrúum alls velfarnaðar með framhaldið í bæjarmálunum. Bæjarráð bendir á að Guðrún var einnig kjörin í starfsmatsnefnd og starfskjaranefnd.

Bæjarráð mælir með óskum Guðrúnar Hólmsteinsdóttur við bæjarstjórn.

7. Framhaldsskóli Vestfjarða - Grunndeild tréiðnaðar við skólann.

Lagt fram afrit bréfs frá Framhaldsskóla Vestfjarða dagsett 23. október s.l., til Menntamálaráðuneytis, minnisblað um grunndeild tréiðnaðar við skólann, er taka ætti til starfa á haustönn árið 1999 og valkostum sem koma til greina svo að af því megi verða. Bréfinu fylgja ýmis fylgigögn um málið.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndir skólameistara Framhaldsskóla Vestfjarða. Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna, sé áhugi fyrir hendi hjá Menntamálaráðuneyti.

8. Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar - Fundargerð stjórnar 6.fundur 09.09.98.

Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar frá 6.fundi er haldinn var miðvikudaginn 9.september s.l.

Lagt fram til kynningar.

9. Vinnumálastofnun/Atvinnuleysistryggingasjóður, styrkveiting.

Lagt fram bréf frá Atvinnuleysistryggingasjóði dagsett 26. október s.l., þar sem tilkynnt er um styrk fyrir 3.0 störf í 26 vikur við flokkun og frágang skjala.

Lagt fram til kynningar.

10. Hf. Djúpbáturinn - Rekstrargrundvöllur.

Lagt fram bréf frá formanni stjórnar Djúpbátsins dagsett 23. október s.l., þar sem greint er frá fjárhagsvanda félagsins og hvert stefnir sé ekkert að gert. Þess er meðal annars farið á leit við Ísafjarðarbæ, að hann leggi fé í reksturinn, eða aðstoði við öflun á rekstrarfé, svo ekki komi til rekstrarstöðvunar. Bréfinu fylgir rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1998.

Lagt fram til kynningar.

11. Orkubú Vestfjarða - Fundur um orkumál í Reykjavík 23.-24.11.98.

Lögð fram tilkynning frá Orkubúi Vestfjarða um boð sveitarstjórnarmanns á fund um framtíðarskipan orkumála er haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 23.-24.nóvember 1998. Boðið óskast staðfest fyrir 4.nóvember n.k.

Bæjarráð samþykkir að Ragnheiður Hákonardóttir sæki fundinn.

12. Minnisblað bæjarstjóra - Kvöldflug til Ísafjarðar.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30.október s.l., ásamt afriti af bréfi Póls hf., Arnars Ingólfssonar til Flugráðsmanns Karvels Pálmasonar, dagsett 28.september 1998.

Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð samþykki eftirfarandi bókun og leggist á sveif með Erni Ingólfssyni í þessu máli.

,, Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að flugmálayfirvöld hlutist til um að kvöldflug til Ísafjarðar verði að veruleika sem fyrst. Kannanir reyndra flugmanna hafa sýnt að kvöldflug er raunhæfur möguleiki. Aðgerðir til að tryggja öryggi slíks flugs eru einfaldar og ódýrar. Því fer bæjarráð Ísafjarðarbæjar þess á leit við Flugráð að vinna að slíkum aðgerðum verði hafin eigi síðar en á næsta ári."

Bæjarráð samþykkir bókun bæjarstjóra.

13. Tillaga fjármálastjóra að vinnuferli við fjárhagsáætlun 1999.

Lögð fram tillaga fjármálastjóra Þóris Sveinssonar dagsett 9.október s.l., að vinnuferli við fjárhagsáætlun ársins 1999.

Lagt fram til kynningar.

14. Rekstur, fjárfestingar og lántökur janúar - september 1998.

Lagt fram bréf bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar til allra bæjarfulltrúa dagsett 30.október s.l., um rekstur, fjárfestingar og lántökur janúar - september 1998.

Bréfinu fylgir og bréf fjármálastjóra dagsett 28.október s.l., ásamt gögnum um rekstrarkostnað, fjárfestingar, og lækkun skammtímaskulda, umfram það sem ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins 1998, svo og eignasölur er hætt var við á árinu.

Bæjarráð leggur til að framlagðar tillögur verði samþykktar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.16

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.