Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

122. fundur

Árið 1998, mánudaginn 26. október kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert.

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 73.fundur 20/10.

Fundargerðin er í 2 liðum.

Bæjarstjóri upplýsir eftirfarandi við 2.lið c fundargerðarinnar. Eftir umfjöllun bæjarráð á bréfi Barnaverndarstofu 12.október s.l., fékk bæjarstjóri formann félagsmálanefndar á sinn fund og kynnti henni efni bréfsins.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnhefnd 72.fundur 21/10.

Fundargerðin er í 8 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins - Fundarboð.

Lagt fram bréf frá Starfsmenntaráði félagsmálaráðuneytisins dagsett 16.október s.l., þar sem boðað er til fundar með fulltrúum sveitarfélaga og starfsmanna þeirra. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 30.október 1998, kl. 13.oo í Borgartúni 6, Reykjavík. Tilgangur fundarins er að stuðla að auknu samstarfi sveitarfélaga í starfsmenntamálum.

Þar sem bæjarráð verður í Reykjavík á þessum tíma, er stefnt að því að það sæki fundinn.

3. Útboðsverk - Sundlaug Suðureyrar.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild, dagsett 23.október s.l., um opnun tilboða í búningsklefa við "Sundlaug Suðureyrar." Fjögur tilboð bárust.

Eiríkur og Einar Valur hf., kr. 19.450.000.- Hlutf. kostn.á. 120%

Naglinn ehf., kr. 19.742.520.- " " 122%

Trésmiðjan ehf., kr. 19.187.893.- " " 118%

Árni Árnason, Suðureyri, kr. 16.688.891.- " " 103%

Kostnaðaráætlun hönnuðar er kr. 16.240.20l.- Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Árnason, Suðureyri, á grundvelli tilboðs hans.

Bæjarráð frestar ákvörðunartöku til næsta bæjarráðsfundar.

4. Garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar - Austurvöllur.

Lagt fram bréf frá Ásthildi Þórðardóttur, garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 20.október s.l., bréf sem stílað er á fræðslunefnd og bæjarráð. Í bréfinu er rætt um samþykkt fræðslunedndar á 64. fundi nefndarinnar, varðandi Austurvöll, Ísafirði. Óskað er eftir að samþykktin verði dregin til baka og garðyrkjustjóri beðin afsökunar á þessu frumhlaupi.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

5. Friðfinnur S. Sigurðsson - Almenningssamgöngur.

Lagt fram bréf frá Friðfinni S. Sigurðssyni, Þingeyri, dagsett 22.október s.l., þar sem hann fer fram á samþykki Ísafjarðarbæjar á að meiga nota tvær bifreiðar til aksturs á leiðinni Þingeyri-Flateyri-Ísafjörður-Flateyri-Þingeyri.

Mikil óánægja hefur komið í ljós frá Þingeyrarfarþegum um viðkomu á Flateyri, sér í lagi í morgunferð. Friðfinnur hyggst nota einn 14 manna bíl og einn 11 manna bíl, eða samtals 25 sæti eins og gert er ráð fyrir í samningi.

Bæjarstjóra falið að kynna sér, hvort slík breyting standist gagnvart gerðum samningi um almenningssamgöngur.

6. Samb. ísl. sveitarf. - Eignarhaldsf. Brunabótafélags Íslands.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. og Eignarhaldsf. Brunabótafélags Íslands, dagsett 20.október s.l., þar sem kynntar eru niðurstöður af starfi faglegs starfshóps á sviði brunavarna.

Lagt fram til kynningar.

7. Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar janúar - september 1998.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 9.október s.l., um búferlaflutninga í janúar - september 1998, ásamt frekari yfirlitum.

Lagt fram til kynningar.

8. Umhverfisráðuneytið - Snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla.

Lagt fram afrit af bréfi Umhverfisráðuneytis til Magna Guðmundssonar, Seljalandi, Skutulsfirði, dagsett 8.október s.l., þar sem Ofanflóðasjóður skýrir sjónarmið sín við undirbúning að vinnu við snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla.

Lagt fram til kynningar.

9. Forstöðumaður öldrunarmála á Hlíf, Torfnesi.

Lagt fram bréf frá Elínu Þóru Magnúsdóttur, forstöðumanni á Hlíf, Torfnesi, dagsett 22.október s.l., þar sem hún óskar eftir fundi í Þjónustuhópi aldraðra, vegna máls er hún hefur undir höndum.

Bæjarráð felur formanni félagsmálanefndar að kalla saman Þjónustuhóp aldraðra.

10. Félagsmálaráðuneyti - Nefnd til könnunar á þörf á leiguhúsnæði.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 19.október s.l., þar sem ráðuneytið tilkynnir skipan nefndar, sem vinna á að úttekt á leigumarkaði og kanna þörf fyrir leiguíbúðir. Nefndinni er ætlað að gera tillögu að þriggja ára framkvæmdaáætlun um byggingu leiguíbúða. Í bréfinu er óskað eftir að nefndinni verði veittar umbeðnar upplýsingar, samkvæmt meðfylgjandi spurningablöðum og þeim skilað fyrir 15.desember n.k.

Bæjarráð felur bæjarritara að koma þessari vinnu af stað.

11. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Fundargerð og fjárhagsáætlun 1999.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 18.október s.l., ásamt fundargerð 17.október s.l., og fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og fjárhagsáætlanagerðar.

12. Skíðaskáli Tungudal - Tillaga frá 46.bæjarstjórnarfundi 15.10.98.

Svohljóðandi tillaga var lögð fram, af K-lista, á 46.fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við 16.lið fundargerðar umhverfisnefndar frá 7.október s.l.

,,Leggjum til að bæjarráð skipi byggingarnefnd, sem hefur umsjón með byggingu skíðaskála í Tungudal. Bæjarsjóður greiðir kr. 17.750.000.- til þessarar framkvæmdar og teljum við eðlilegt að fulltrúar bæjarins gæti hagsmuna hans, enda eru það eðlileg og sjálfsögð vinnubrögð þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða."

Guðni G. Jóhannesson lagði fram svohljóðandi tillögu. ,,Legg til að tillögu K-lista við 16.lið fundargerðar umhverfisnefndar verði vísað til bæjarráðs."

Tillaga Guðna síðan samþykkt 8-0.

Bæjarstjóri upplýsir að nú þegar hafi myndast starfshópur um eftirlit með byggingu síðaskála í Tungudal. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar eru nú þegar í hópnum þeir Ármann Jóhannesson og Björn Helgason og til viðbótar þeim komi Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.56

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.