Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

121. fundur

Árið 1998, mánudaginn 19.október kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert.

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Fræðslunefnd 65.fundur 13/10.

Fundargerðin er í 5 liðum.

3.liður. Bæjarráð leggur til við 3.lið fundargerðarinnar, að tillaga fræðslunefndar nái aðeins til háskólastigs og hér sé um sértækar aðgerðir að ræða. Gjaldskráin taki gildi frá og með 1.september s.l.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 21.fundur 13/10.

Fundargerðin er í 6 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 34.fundur 15/10.

Fundargerðin er í 10 liðum.

10.liður d. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið frekar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarstjóra - Húsnæði Byggðastofnunar í Stjórnsýsluhúsinu.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 15.október s.l., um hugsanleg kaup Ísafjarðarbæjar á húsnæði Byggðastofnunar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, ásamt drögum að kaupsamningi.

Bæjarstjóra falið að ræða frekar við Byggðastofnun um kaupverð og hugsanleg greiðslukjör.

3. Fjórðungssamband Vestfirðinga - Samþykktir 43. Fjórðungsþings ofl.,

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 12.október s.l., meðfylgjandi samþykktir 43. Fjórðungsþings sambandsins og fundargerðir stjórnar frá 14.september, 25.september, 27.september og 8.október s.l.

Lagt fram til kynningar.

4. Á jaðrinum - Ráðstefna um félagsleg vandamál.

Lögð fram dagskrá um ráðstefnu á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Rauða Kross Íslands, um félagsleg vandamál, er haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 23.október n.k., frá kl. 09:00 til 17:00

Lagt fram til kynningar.

5. Kristnihátíðarnefnd - Kristni í þúsund ár.

Lagt fram bréf frá Kristnihátíðarnefnd dagsett 12.október s.l., um væntanleg hátíðahöld á Þingvöllum dagana 1. og 2.júlí árið 2000.

Bréfi Kristnihátíðarnefndar vísað til menningarnefndar.

6. Minnisblað bæjarstjóra - Umsögn um reglur um hættumat vegna ofanflóða.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 15.október s.l., um umsögn er hann og Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, hafa unnið um reglur um hættumat vegna ofanflóða, sem áður hefur komið fyrir bæjarráð. Jafnframt fylgir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga til Umhverfisráðuneytis dagsett 2.október s.l.

Bæjarráð samþykkir drög bæjarstjóra og Sambands. ísl. sveitarfélaga, sem í sumum tilfellum gengur lengra.

7. Minnisblað bæjarverkfræðings - Sala vinnuvéla samkvæmt fjárhagsáætlun.

Lagt fram minnisblað frá bæjarverkfræðingi dagsett 15.október s.l., um sölumál vinnuvéla bæjarins, samkvæmt áætlunum í fjárhagsáætlun ársins 1998 og tilboð er borist hefur í vinnuvél, sem staðsett er á Þingeyri.

Bæjarráð samþykkir að taka innkomnu tilboði í ofangreinda vél kr. 3.300.000.- enda er gert ráð fyrir sölu tækja í fjárhagsáætlun. Tekið skal fram að vélin hefur verið auglýst nokkru sinnum, en aðeins eitt tilboð hefur borist.

8. Minnisblað bæjarstjóra - Refaveiðar í friðlandinu á Hornströndum.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 9.október s.l., um komu Jóns Oddssonar til sín, grunsemda Jóns um að refur sé skotinn í friðlandinu á Hornströndum og Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur síðan látnir greiða fyrir skott þessara refa.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf Súðavíkurhrepps - Veiðar á mink.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 5.október s.l., um hugsanlegt samstarf um veiðar á mink. Samhljóða bréf hefur Súðavíkurhreppur sent Bolungarvíkurbæ og Hólmavíkurhreppi.

Bæjarráð telur rétt að kanna frekar samstarf um þetta mál.

10. Héraðsdýralæknir - Greiðsla vegna hundahreinsun 1997.

Lagt fram bréf frá héraðsdýralækni Höskuldi Jenssyni dagsett 14.október s.l., þar sem hann segist eiga ógreiddan reikning inni hjá Efni og Orku ehf., vegna hreinsunar á hundum í Ísafjarðarbæ fyrir árið 1997, kr. 73.713.- Hann beinir þeirri spurningu til bæjaryfirvalda, hvort þau geti tekið undir þá skoðun sína, að bæjarsjóði beri að greiða nefndan kostnað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá verklokum við Efni og Orku ehf., Ísafirði.

11. Samband ísl. sveitarfélaga.

a) Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 12.október s.l. og með því fylgja afrit bréfa ríkislögreglustjóra um samvinnu þess embættis við sveitarfélögin í landinu.

b) Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 642.fundur haldinn 25.september s.l.

a) Bæjarráð lýsir ánægjusinni með þann bækling, sem lögregluembættin á Vestfjörðum hafa gefið út um útivistartíma barna og unglinga. Bæjarstjóra falið að rita lögreglustjóranum á Ísafirði bréf, þar sem lýst er vilja Ísafjarðarbæjar til samstarfs.

b) Lagt fram til kynningar.

12. Einar K. Guðfinnsson - Starfsumhverfi smábáta.

Lagt fram dreifibréf frá Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni Vestfjarða, dagsett l.október s.l., um starfsumhverfi smábáta, banndagakerfi ofl.

Bréfið lagt fram til kynningar.

13. Svar fjármálastjóra vegna stofnfjárkaupa í Sparisjóði Önundarfjarðar.

Lagt fram bréf fjármálastjóra Þóris Sveinssonar, sem svar við erindi bæjarráðs er til hans var beint þann 5.október s.l., varðandi hugsanleg kaup Ísafjarðarbæjar á auknu stofnfé í Sparisjóði Önundarfjarðar. Fjármálastjóri leggur til að Ísafjarðarbær nýti sér forkaupsrétt sinn.

Bæjarráð samþykkir kaupin og kostnaður færist af lið 15-69-432-l "Sala eigna."

14. Allrahanda Ísferðir ehf., Reykjavík-Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Allrahanda Ísferðum ehf., dagsett 12.október s.l., varðandi almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og póstflutninga því samfara.

Lagt fram til kynningar.

15. Joensuu boð í 150 ára afmæli.

Lagt fram bréf frá vinabæ Ísafjarðarbæjar Joensuu í Finnlandi, dagsett 30.september s.l., þar sem boðið er til afmælishátíðar í lok nóvember n.k., í tilefni af 150 ára afmælis Joensuu.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

16. Samkomulag um fjarkennslu - Heimild til greiðslu ferðakostnaðar.

Lagt fram samkomulag um fjarkennslu á Ísafirði, dagsett 15.maí 1998. Óskað er eftir heimild bæjarráðs til greiðslu ferðakostnaðar samkvæmt 6. lið samkomulagsins.

Bæjarráð samþykkir greiðslu ferðakostnaðar, sem er ígildi flugfars og dagpeninga í 5 daga kr. 2.500.- per dag og bókist af liðnum ófyrirséð í fjármagnsstreymi.

17. Félagsmálaráðuneytið - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 5.október s.l., til sveitarfélaga, upplýsingar í stuttu máli um helstu framlög til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóðnum.

Lagt fram til kynningar.

18. Magni Guðmundsson, Seljalandi. - Afrit bréfs til Umhverfisráðuneytis.

Lögð fram orðsending til bæjarstjóra frá Magna Guðmundssyni, Seljalandi, dagsett 5.október s.l., ásamt afriti af bréfi Magna til Umhverfisráðuneytis dagsett 2.október s.l., varðandi snjóflóðavarnir við Seljaland, Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

19. Gestur Benediktsson, Ísafirði. - Frágangur girðinga ofl.

Lagt fram bréf frá Gesti Benediktssyni, Fagrahvammi, Skutulsfirði, ódagsett þar sem hann óskar eftir að Ísafjarðarbær gangi frá girðingum, vegna göngustígs frá Árholti að Ljóni og girðingar er rifin var niður án heimildar við tún milli Kofrabragga og Úlfsár.

Erindinu vísað til bæjarverkfræðings.

20. Gámaþjónusta Vestfjarða - Gámastæði í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Gámaþjónustu Vestfjarða dagsett 10.október s.l., um gámastæði í Ísafjarðarbæ, umgengni og eftirlit ofl.

Bréfinu vísað til umhverfisnefndar.

21. Þorsteinn Magnfreðsson - Forkaupsréttur að íbúð í Fjarðarstræti 2, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Þorsteini Magnfreðssyni, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, dagsett 14.október s.l., þar sem hann fer þess á leit við Ísafjarðarbæ, að bærin afsali sér forkaupsrétti að íbúð 0102 Fjarðarstræti 2, Ísafirði, íbúð í eigu Þorsteins.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

22. Minnisblað bæjarverkfræðings - Skíðaskáli í Tungudal.

Lagt fram minnisblað frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi dagsett 15.október s.l., vegna kostnaðar við frágang frárennslis frá nýbyggingu Skíðafélagsins á skíðaskála í Tungudal. Kostnaður er um kr. 1.500.000.-

Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa byggingaraðila skíðaskála í Tungudal.

23. Minnisblað bæjarverkfræðings - Viðgerð á sorpbrennslustöðinni Funa.

Lagt fram minnisblað frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi dagsett 15.október s.l., vegna lokunar Funa sökum viðhaldsframkvæmda og samanburður á kostnaði við að brenna sorp í ofninum á Skarfaskeri, eða urða sorp á Klofningi utan Flateyrar. Jafnframt kostnaðaráætlun vegna viðgerða á ofninum á Skarfaskeri.

Bæjarráð leggur til að viðgerð verði hafin á Skarfaskeri.

24. Minnisblað bæjarverkfræðings - Baðhús sundlaugar á Suðureyri.

Lagt fram minnisblað frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi dagsett 16.október s.l., um breytingar á afhendingu orku frá Orkubúi Vestfjarða til sundlaugar á Suðureyri. Jafnframt um breytingar er þarf að gera á fyrirhugaðri nýbyggingu þessu samfara.

Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að láta hanna þær breytingar á húsinu, sem til þarf vegna breyttra forsenda í orkumálum frá Orkubúi Vestfjarða.

25. Lóðamál Hótels Ísafjarðar - Endurgreiðsla fasteignagjalda.

Lagt fram yfirlit Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa dagsett 15.október s.l., um lóðamál Hótels Ísafjarðar og kröfu um að endurreikna fasteignagjöld á félagið frá árinu 1995 til 1998, að báðum árum meðtöldum.

Bæjarráð telur sig ekki hafa forsendur til að fella niður fasteignagjöld vegna Hótels Ísafjarðar. Bæjarráð bendir á að ekki hafur verið samþykktur lóðaleigusamningu fyrir hótelið og felur umhverfisnefnd að ganga frá lóðaleigusamningi.

26. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf., Ísafirði. - Sorpmál í nágrannabyggðum.

Lagt fram bréf frá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., dagsett 17.október s.l., varðandi sorpmál í nágrannabyggðum Ísafjarðarbæjar og hugsanlega eyðingu sorps frá þeim í Funa, Ísafirði.

Til fundarins mættu undir þessum lið Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur og Ragnar Á. Kristinsson, framkvæmdastjóri, Gámaþjónustunnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vesturbyggðar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.45

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir.    Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.