Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

120. fundur

Árið 1998, mánudaginn 12.október kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 72. fundur 6/10.

Fundargerðin er í 2 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Húsnæðisnefnd 28.fundur 6/10.

Fundargerðin er í 6 liðum.

Umræður urðu um 5.lið fundargerðarinnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 71.fundur 7/10.

Fundargerðin er í 18 liðum.

1.liður. Bæjarráð vísar 1.lið fundargerðarinnar aftur til umhverfisnefndar með ósk um að nefndin kanni hvort Ágúst og Flosi ehf., séu tilbúnir að bera kostnað af breytingum á deiliskipulagi svæðisins.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 19.fundur 8/10.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Hafnarstjórn - Framkvæmdir við fyrirstöðugarð á Suðurtanga.

Lagt fram bréf frá formanni hafnarstjórnar dagsett 8.október s.l., þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar á framkvæmd við fyrirstöðugarð frá Suðurtanga að stálþili við Sundahöfn. Kostnaðaráætlun við verkið er kr. 13.4 milljónir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við olíufélögin um væntanlegan flutning á olíutönkum.

3. Lögsýn ehf., Ísafirði. - Póllinn h.f., Ísafirði, vegna lóðamála.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 18.september s.l., þar sem óskað er eftir að gengið verði frá lóðamálum Pólsins hf., Pollmegin við Aðalstræti 9, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við Andra Árnason hrl., bæjarlögmann, varðandi erindið.

4. Kvenf. Von, Þingeyri. - Apótek á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Kvenf. Von á Þingeyri dagsett 5.október s.l., þar sem skorað er á bæjarstjóra að beita sér fyrir því að opnað verði Apótek á Þingeyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

5. Jens Markússon v/Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Jens Markússyni, Hnífsdalsvegi 10, Ísafirði, dagsett 8.október s.l., þar sem hann vill kanna áhuga Ísafjarðarbæjar á kaupum á húseign sinni Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna kaup á Hnífsdalsveg 8 og 10, í samráði við Vegagerð ríkisins.

6. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - Aðalfundur forstöðum. sundstaða 1999.

Lagt fram bréf frá íþrótta- og æskulýsfulltrúa Birni Helgasyni dagsett 7.október s.l., þar sem hann vill kanna hug bæjarráðsmanna til hugmyndar um að halda aðalfund forstöðumanna sundstaða fyrir árið 1999 hér á Ísafirði og taka inn í fjárhagsáætlanagerð kostnað vegna þessa.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fræðslunefndar.

7. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - Iceland Complete.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa dagsett 6.október s.l., vegna fyrirspurnar til hennar um hugsanlega þáttöku Ísafjarðarbæjar í margmiðlunardiski Iceland Complete um ferðamál.

Niðurstaða bréfsins er sú að kostnaði við þessa þáttöku sé betur varið á annan hátt.

Bæjarráð hafnar þátttöku á margmiðlunardiski Iceland Complete.

8. Samningur við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar v/Þjónustud. Hlíf, Torfnesi.

Lagður fram samningur á milli Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar og Ísafjarðarbæjar, dagsettur 7.október s.l., um ráðgjöf og faglegt eftirlit með Þjónustudeild á Hlíf, Torfnesi, Ísafirði.

Bæjarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur. Bæjarráð bendir á að það er ekki í verkahring sviðstjóra að undirrita samninga á vegum Ísafjarðarbæjar.

9. Félagsmálaráðuneytið - Úrskurður um vanhæfi um setu í nefndum Ísafjarðarb.

Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti dagsett 28.september s.l., þar sem svarað er erindi Ísafjarðarbæjar frá 1.september s.l., um hæfi og vanhæfi starfsmanna bæjarins um setu í nefndum.

Ráðuneytið úrskurðar réttmæti setu Jóhönnu Eyfjörð í félagsmálanefnd, en vanhæfi Birnu Lárusdóttur til setu í fræðslunefnd.

Lagt fram til kynningar.

10. Lögmenn Bæjarhrauni, Hafnarfirði. - Ólafstún 12 og 14, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, dagsett 30.september s.l., þar sem ítrekað er erindi frá 16.febrúar s.l., um afstöðu Ísafjarðarbæjar til uppkaupa á húseignum Hjálms ehf., Flateyri, það er Ólafstúni 12 og 14.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli gagna frá Andra Árnasyni hrl. og leita álits Ofanflóðasjóðs á erindinu.

11. Allrahanda Ísferðir ehf., Reykjavík.- Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Allrahanda Ísferðum ehf., Reykjavík, dagsett 30.september s.l., þar sem félagið tjáir sínar skoðanir varðandi útboð á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ.

Bæjarstjóri lætur bóka. Aldrei hefur borist formlegt skriflegt erindi frá Íslandspósti h.f., um samvinnu í útboði á póstflutningum í tengslum við almenningssamgöngur. Aðeins hefur borist óformleg fyrirspurn, sem ekki var fylgt eftir að hálfu Íslandspósts h.f.

Formaður bæjarráð lætur bóka. Í ljósi þeirra bréfa sem bæjarráði hafa borist frá Allrahanda Ísferðum ehf., um póstflutninga milli staða innan Ísafjarðarbæjar, vaknar sú spurning hvort Allrahanda Ísferðir ehf., hafi eitthvað með samninga fyrir Íslandspóst að gera.

Erindi Allrahanda Ísferða ehf., lagt fram til kynningar.

12. Menntamálaráðuneytið - Skólamál.

a) Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneyti dagsett 15. september s.l., varðandi störf foreldraráða við grunnskóla.

b) Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneyti dagsett 24.september s.l., vegna stjórnsýsluúrskurðar um að fella úr gildi ákvarðanir skólastjóra í grunnskólum og skólanefnda um að vísa nemendum úr skóla.

Bæjarráð vísar erindum a og b til fræðslunefndar.

13. Barnaverndarstofa - Kvörtun um félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dagsett 7.október s.l., um kvörtun þar sem félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur virt að vettugi öll tilmæli stofnunarinnar um að gera grein fyrir störfum sínum fyrir árin 1995, 1996 og 1997.

Bæjarráð lýsir furðu sinni á því sem fram kemur í bréfi Barnaverndarstofu. Bæjarráð leggur áherslu á að einstök starfsemi bæjarfélagsins verði ekki heildinni til skammar. Hér er um alvarlegt mál að ræða og því felur bæjarráð bæjarstjóra að taka strax á málinu.

14. Ásthildur Gunnarsdóttir - Kauptilboð í Fitjateig 3, Hnífsdal.

Lagt fram kauptilboð frá Ásthildi Gunnarsdóttur, Hólabergi 30, 111 Reykjavík, dagsett 5.október s.l., í fasteignina Fitjateig 3, Hnífsdal. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.000.000.-

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.

15. Sigrún A. Elvarsdóttir - Skipting eigna í fasteignaskrá.

Lagt fram bréf frá Sigrúnu A. Elvarsdóttur, Bakkastíg 8, Bolungarvík, dagsett 3.október s.l., þar sem hún óskar eftir að fasteignirnar Aðalgata 43b og Aðalgata 43c, Suðureyri, verði skráðar tvær fasteignir og fasteignagjöldum verði skipt á milli eignanna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna erindið frekar.

16. Samband ísl. sveitarfélaga.

a) Lagt fram bréf frá Launanefnd sveitarfélaga vegna Samflotssamnings dagsett 5.október s.l., þar sem óskað er upplýsinga um samkomulög er einstaka sveitarstjórnir hafi gert við bæjarstarfsmannafélög. Upplýsingar óskast sendar fyrir 16.október n.k.

b) Útskrift úr fundargerð Launanefndar sveitarfélaga 128.fundar er haldinn var 23.september s.l.

Erindin lögð fram til kynningar.

17. Fundargerðir skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða.

Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða, fyrir 36. til 4l.fund nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

18. Drög að samningi um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram drög að samningi við Friðfinn S. Sigurðsson, Þingeyri og Sófus Magnússon, Ísafirði, um almenningssamgöngur á milli Þingeyrar-Flateyrar-Ísafjarðar-Flateyrar-Þingeyrar og Ísafjarðar-Suðureyrar-Ísafjarðar, til þriggja ára, byggður á grundvelli útboðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

19. Tillaga bæjarstjóra í endurskoðun á fjárhagsáætlun 1998.

Lögð fram tillaga bæjarstjóra í endurskoðun á fjárhagsáhætlun Ísafjarðarbæjar fyri árið 1998. Breytingar þær sem kynntar eru er hækkun á ýmsum fjárfestingarliðum upp á kr. 34.9 milljónir, en lækkun á móti á öðrum fjárfestingarliðum upp á kr. 27.5 milljónir. Mismunur til hækkunar á fjárfestingu er upp á kr. 7.3 milljónir.

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að tillögur bæjarstjóra um endurskoðun á fjárhagsáætlun verði samþykktar.

20. Garðyrkjustjóri Ásthildur Þórðardóttir - Austurvöllur á Ísafirði.

Lagt fram bréf garðyrkjustjóra Ásthildar Þórðardóttur til bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ dagsett 9.október s.l., þar sem hún fer þess á leit að nú þegar verði tekið fyrir að skólabörn séu á Austurvelli í fríminótum, þar sem ljóst er á útliti garðsins, að hann þoli ekki þennan ágang.

Bæjarstjóri upplýsti að málið er í vinnslu og ákveðið hefur verið að stjórna betur ágangi á garðinn.

21. Bæjarstjórinn í Bolungarvík - Náttúrustofa Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá bæjarstjóranum í Bolungarvík ódagsett, þar sem leitað er eftir afstöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum til þáttöku í stofnkostnaði, rekstri og aðild að Nátturustofu Vestfjarða.

Erindið lagt fram til kynningar.

  1. Heilsugæslustöðin á Þingeyri, drög að samkomulagi um verklok.

Lögð fram drög að samkomulagi um verklok við byggingu heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili á Þingeyri og drög að samningi um verklok við byggingu heilsugæslustöðvar, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Þingeyri.

Við lok byggingar heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimilis er áætlað að Ísafjarðarbær fái endurgreiddar kr. 6.0 milljónir, en verði verkinu lokið að fullu með því að ljúka einnig við dvalarheimili, er kostnaður Ísafjarðarbæjar áætlaður kr. 4.0 milljónir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkinu verði lokið að fullu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.oo

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir.   Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.