Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 5.október kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 70.fundur 29/9.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 71.fundur 30/9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Stjórn Listasafns 28/9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Umsögn um reglugerð um hættumat vegna ofanflóða.

Lögð fram umsögn bæjarstjóra um reglugerð um hættumat vegna ofanflóða dagsett 25.september 1998, ásamt bréfi Umhverfisráðuneytis og reglugerðinni.

Lagt fram til kynningar, verður tekið inn að nýju síðar.

  1. Studio Dan - Fitjateigur 3, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Studio Dan dagsett 30.september s.l., þar sem fyrirtækið óskar eftir að falla frá kauptilboði sínu í Fitjateig 3, Hnífsdal.

Bæjarráð samþykkir erindi Studio Dan.

  1. Studio Dan - Búningsklefar við sundlaug á Suðureyti.

Lagt fram bréf frá Studio Dan dagsett 30.september s.l., þar sem segir að fyrirtækið hafi sett upp sólbekki við sundlaugarnar á Flateyri og Þingeyri og að aðsókn á staðina hafi aukist við það. Þá er og bent á að gert verði ráð fyrir slíkri aðstöðu á Suðureyri, við byggingu á búningsklefum þar.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og óskar jafnframt eftir upplýsingum um samninga Studio Dan um aðstöðu á Þingeyri og Flateyri.

  1. Sigríður Tómasdóttir - Jörðin Sútarabúðir í Grunnavík.

Endurupptekið erindi Sigríðar Tómasdóttur, Hlíf I, Torfnesi, Ísafirði, þar sem hún óskar heimildar Ísafjarðarbæjar til að selja sinn hlut 50% í jörðinni Sútarabúðum í Grunnavík. Meðfylgjandi er þinglýsingarvottorð útgefið 30.september s.l.

Bæjarráð samþykkir sölu eignarhluta Sigríðar Tómasdóttur í jörðinni Sútarabúðum.

  1. Drög bæjarstjóra að sátt við Agnesi Karlsdóttur.

Lögð fram drög bæjarstjóra að sátt við Agnesi Karlsdóttur um starfslok hennar hjá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sátt við Agnesi Karlsdóttur á grundvelli fram lagðra draga.

  1. María Gunnlaugsdóttir - Kæra vegna meðferðar félagslegra mála.

Lagt fram bréf Maríu Gunnlaugsdóttur, Kaplaskjólsvegi 6l, Reykjavík, dagsett 25.september s.l., þar sem hún tilkynnir að hún hafi kært til úrskurðanefndar félagsþjónustu, Félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu, ákveðna málsmeðferð á tímabilinu júní 1996 til október 1997, í meðförum félagsmálastjóra/félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

  1. Íþróttabandalag Ísafjarðar - Nýtt skipulag í Engidal.

Lagt fram bréf Íþróttabandalags Ísafjarðar dagsett 30.september s.l., undirritað af formanni Í.B.Í. og formanni hestamannafélagsins Hendingar. Bréfið fjallar um nýtt skipulag í Engidal, Skutulsfirði og áhuga félaganna að koma að því máli.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  1. Vesturferðir ehf., Ísafirði. - Almenningssamgöngur.

Lagt fram bréf Vesturferða ehf., Ísafirði, dagsett 29.september s.l., er varðar almenningssamgöngur og ferðamál þeim tengd í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

  1. Lögbær ehf., Mosfellsbæ - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Lögbæ ehf., Mosfellsbæ, dagsett 15.september s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu og endurgreiðslu fasteignagjalda af Ólafstúni 7, Flateyri, fyrir árin 1996 og 1997, til samræmis við aðra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða málið samkvæmt fyrri samþykktum bæjarráðs frá 12.janúar s.l. og 27.apríl s.l.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga.
  1. Lögð fram fundargerð 64l. stjórnarfundar sambandsins er haldinn var þann 7.september s.l.
  2. Lagt fram bréf sambandsins dagsett 29.september s.l., þar sem tilkynnt er skipan vinnuhóps um samskipti sveitarfélaga á Íslandi við sveitarfélög á Grænlandi. Hópinn skipa Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, Ísafjarðarbæ, Gísli Gíslason, bæjarstjóri, Akranesi og Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála.

Erindin lögð fram til kynningar.

  1. Verkfrst. Sig. Thoroddsen hf. - Snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., dagsett 29.september s.l., um snjóflóðavarnir á Flateyri, varnargarða, hönnun, eftirlit og viðhald ofl.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  1. Sparisjóður Önundarfjarðar - Aukið stofnfé, fjölgun stofnfjáraðila.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Önundarfjarðar dagsett 28.september sl., þar sem rætt er um aukningu á stofnfé og fjölgun stofnfjáraðila í framhaldi af samþykkt til stjórnar sjóðsins á aðalfundi er haldinn var 27.maí 1998. Ákveðið hefur verið að allt að tífalda stofnfé og fjölga stofnfjáraðilum um allt að 63.

Bæjarráð óskar eftir áliti fjármálastjóra.

  1. Bæjarverkfræðingur - Vegagerð í Tungudal.

Lagt fram bréf bæjarverkfræðings dagsett 2.október s.l., svör við fyrirspurn bæjarstjóra um þátt Ísafjarðarbæjar um vegalagningu í Tunguskógi.

Bæjarstjóra falið að kynna bréf bæjarverkfræðings fyrir sumarbústaðaeigendum í Tunguskógi, er rituðu bæjarráði bréf um málið þann 18.ágúst s.l.

  1. Almenningssamgöngur - Friðfinnur S. Sigurðsson og Sófus Magnússon.

Tekið inn á dagskrá með afbrigðum.

Bæjarritari lagði fram minnisblað vegna viðræðna við Friðfinn S. Sigurðsson og Sófus Magnússon í dag, um tilboð þeirra í almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samkomulagi við ofangreinda aðila um almenningsakstur í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.