Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 28.september kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Fundargerð fræðslunefndar 64.fundur 22/9.

Fundargerðin er í 11 liðum.

5.liður. Bæjarráð samþykkir að vísa 5.lið til fjárhagsáætlunargerðar.

9.liður. Bæjarráð hafnar erindi Ragnheiðar Ólafsdóttur.

Aðrir liðir til kynningar.

  1. Fundargerð félagsmálanefndar 69.fundur 22/9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Húsnæðisstofnun ríkisins - Hlíðarvegur 3, Suðureyri.

Lagt fram bréf frá Húsnæðisstofnun ríkisins dagsett 21.september s.l., þar segir að stjórn stofnunarinnar hafi á fundi sínum 17.september s.l., rætt erindi Ísafjarðarbæjar um niðurfellingu lána hjá Byggingarsjóði verkamanna af Hlíðarvegi 3, Suðureyri.

Jafnframt var fram lagt á sama fundi minnisblað frá lögfræðideild stofnunarinnar, þar sem lagt er til að leitað verði heimildar félagsmálaráðuneytis til að verða við beiðni Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Fundargerð 640. fundar.

Lögð fram fundargerð 640. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, er haldinn var þann 26. ágúst s.l.

Lagt fram til kynningar.

  1. Sigríður Tómasdóttir - Jörðin Sútarabúðir í Grunnavík.

Lagt fram bréf frá Sigríði Tómasdóttur, Hlíf I, Torfnesi, Ísafirði, dagsett 24.september s.l., þar sem hún óskar eftir heimild bæjarstjórnar til að selja Jóni F. Jóhannssyni eignarhluta sinn, sem er 50% í jörðinni Sútarabúðum í Grunnavík.

Bæjarráð frestar ákvarðanatöku og felur bæjarstjóra að afla frekari gagna um málið.

  1. Kristín A. Elíasdóttir - Ósk um lóð undir fjárhús á Söndum, Dýrafirði.

Lögð fram umsókn frá Kristínu A. Elíasdóttur, Fjarðargötu 16, Þingeyri, dagsett 23.september s.l., þar sem hún óskar eftir lóð á Söndum í Dýrafirði, undir um 30 kinda fjárhús ásamt hlöðu.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.

6. Bréf félagsmálanefndar vegna bakvakta og útkalla.

Lagt fram bréf formanns félagsmálanefndar fyrir hönd nefndarinnar dagsett 17.september s.l., um bakvaktir og útköll nefndarmanna í félagsmálanefnd vegna barnaverndarmála.

Hjálagt er bréf fjármálastjóra Þóris Sveinssonar til bæjarstjóra dagsett 23.september s.l., er gefur upplýsingar um málið hér og í öðrum sveitarfélögum. (Merktur 6.liður á dagskrá.)

Lagt fram til kynningar.

7. Eiríkur og Einar Valur hf. - Umsókn um fjölbýlishúsalóðir á Wardstúni.

Lagt fram bréf frá Eiríki og Einari Val hf., Ísafirði, dagsett 20.september s.l., þar sem fyrirtækið sækir um að fá úthlutað tveimur syðstu lóðunum á Wardstúni með tilvísun í deiliskipulagið "Eyrin á Ísafirði."

Jafnframt er neðanmáls minnt á erindi um framkvæmdir við heilsugæslustöð á Þingeyri, erindi er ekki hefur verið svarað.

Erindi um lóðaumsókn á Wardstúni vísað til umhverfisnefndar.

Bæjarstjóra falið að svara erindi Eiríks og Einars Vals hf., um heilsugæslustöð á Þingeyri.

8. Harmonikufélag Vestfjarða - Landsmót á Ísafirði 2002.

Lagt fram bréf frá Harmonikufélagi Vestfjarða dagsett 21.september s.l., þar sem rætt er um hugmynd um að halda landsmót harmonikufélaga á Íslandi á Ísafirði árið 2002.

Bæjarráð fagnar hugmyndinni og vísar bréfinu til menningarnefndar til kynningar.

9. Umhverfisráðuneytið - Snjóflóðavarnarvirki Seljalandshlíð, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 14.september s.l., þar sem gerð er grein fyrir sjónarmiðum Ofanflóðasjóðs um að verja húseignir að Seljalandi í Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá Nanortalik kommune.

Lagt fram bréf frá Nanortalik kommune dagsett 17.september s.l., þar sem þakkað er fyrir móttökur í vel heppnaðri heimsókn til Ísafjarðar fyrir stuttu og vonandi heimsóknar frá Ísafjarðarbæ á árinu 1999.

Lagt fram til kynningar.

11. Umhverfisráðuneytið - Hjallavegur 2 og Unnarstígur 6, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dagsett 18.september s.l., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 24.ágúst s.l., vegna húseignanna Hjallavegar 2 og Unnarstígs 6, Flateyri.

Í bréfinu segir að Ofanflóðasjóður sé tilbúinn að veita Ísafjarðarbæ tímabundið lán til viðgerða ofangreindra húsa, sem endurgreiðist þegar Ísafjarðarbær kaupir húsin.

Jafnframt samþykkir Ofanflóðasjóður að ábyrgjast lán frá Byggingarsjóði ríkisins, samkvæmt reglugerð nr. 533/1997, til uppkaupa Ísafjarðarbæjar á Hjallavegi 2 og Unnarstíg 6, Flateyri.

Bæjarráð fagnar afgreiðslu Ofanflóðasjóðs og felur bæjarstjóra að halda áfram með málið.

12. Opnun tilboða í akstur - Greinargerð bæjarritara.

Lagt fram yfirlit bæjarritara um tilboð í akstur í Ísafjarðarbæ, samkvæmt auglýsingum í Morgunblaðinu og Bæjarins Besta 16.september s.l. og opnun þeirra.

Eftirfarandi gerðu tilboð:

1. Sófus Magnússon kt. 080356-4129.

Í-S-Í. kr. 210.000.-

Þ-F-Í-F-Þ. kr. 512.000.-

2. Elías Sveinsson kt. 190539-3509 og Bergur Guðnason kt. 221047-3119.

Báðar leiðir kr. 790.000.-

3. Friðfinnur S. Sigurðsson kt. 200551-2739 og Sófus Magnússon kt. 080356-4129.

Báðar leiðir kr. 630.000.-

4. Friðfinnur S. Sigurðsson kt. 200551-2739.

Þ-F-Í-F-Þ. kr. 422.000.-

5. Allrahanda Ísferðir ehf., kt. 500489-1119.

Báðar leiðir kr. 860.000.-

Frávikstilboð báðar leiðir kr. 849.000.-

6. Hannes Kristjánsson kt. 141048-3419.

Í-S-Í. kr. 337.000.-

Í-F-Í. kr. 337.000.-

Bæjarráð telur að ekkert hinna sex tilboða sé í samræmi við útboðsgögn og vísar meðal annars í því sambandi til minnispunkta Björns Jóhannessonar hdl. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við lægstbjóðendur þá Friðfinn S. Sigurðsson og Sófus Magnússon.

13. Gunnar Kr. Ásgeirsson - Forkaupsréttur Mjallargötu l E, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Gunnari Kr. Ásgeirssyni dagsett 28.september s.l., þar sem óskað er eftir svari Ísafjarðarbæjar, hvor hann muni neyta forkaupsréttar að íbúð E Mjallargötu l, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.2o

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir.  Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.