Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 21.september kl. 15.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Fundargerð verkefnisstjórnar um byggingu safnahúss 8.fundur 14/9.
  2. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  3. Fundargerð umhverfisnefndar 70.fundur 16/9.

Fundargerðin er í 6 liðum.

3.liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við áhugamenn um byggingu skíðalyftu á Seljalandsdal og leggja samninginn fyrir bæjarráð.

4.liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá bæjarverkfræðingi um hvort Ísafjarðarbær hafi staðið að framkvæmdum við vegalagnir að sumarbústöðum í Tungudal.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

  1. Fundargerð húsnæðisnefndar 27.fundur 16/9.

Fundargerðin er í 5 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerð félagsmálanefndar 68.fundur 16/9.

Fundargerðin er í 2 liðum.

2.liður d. Bæjarráð tekur undir ábendingu um endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

  1. Eyrarsteypan ehf., Ísafirði. - Efnistaka úr Pollinum.

Lagt fram bréf frá Eyrarsteypunni ehf., Ísafirði, dagsett 17.september s.l., þar sem óskað er eftir heimild til efnistöku úr Pollinum fyrir steypustöð fyrirtækisins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimil verði efnistaka úr Pollinum, allt að 5.000 rúmmetrar , að höfðu samráði við bæjarverkfræðing. Bæjarráð leggur áherslu á að mörkuð verði stefna til framtíðar í efnistöku til steypugerðar í Ísafjarðarbæ.

  1. Kirkjubær, Skutulsfirði. - Leiga túna og afnot tjarnar.

Lagt fram bréf frá Gísla Jónssyni og Sigurði Sveinssyni, Ísafirði, dagsett 11.september s.l., þar sem þeir óska eftir leigu á tveimur túnum og afnot af tjörn í landi Kirkjubæjar, Skutulsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson. - Sala á gripahúsi að Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni, Ísafirði, dagsett 16.september s.l., þar sem hann gerir athugasemdir við samþykkta sölu á fjósi á jörðinni Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Ólafía K. Karlsdóttir, Rögnvaldur Bjarnason. - Lóð fyrir Smárateig 1, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Ólafíu K. Karlsdóttur og Rögnvaldi Bjarnasyni, Hnífsdal, dagsett 24.ágúst s.l., þar sem þau óska eftir lóð í Hnífsdal, undir húseigninga Smárateig 1, Hnífsdal.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til könnunar.

  1. Vestmannaeyjabær - málefni Sóleyjar M. Hafsteinsdóttur.

Lagt fram bréf frá félagsmálastjóra Vestmannaeyjabæjar dagsett. 10 september s.l., þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að hann felli niður skuldir Sóleyjar M. Hafsteinsdóttur kt. 280872-3379, við Ísafjarðarbæ.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar og óskað eftir umsögn nefndarinnar.

  1. Iceland Complete - kynning á margmiðlunardiski.

Lagt fram bréf frá Iceland Complete, Þórði Vagnssyni, dagsett 11.september s.l., vegna kynningar á margmiðlunardiskum Iceland Complete ´99.

Erindinu vísað til menningarnefndar. Jafnframt verði óskað eftir umsögn ferðamálafulltrúa Vestfjarða.

  1. Íbúar í Hnífsdal - áskorun um starfrækslu skóla í Hnífsdal.

Lagður fram undirskriftarlisti íbúa í Hnífsdal, þar sem þeim tilmælum er beint til fræðslunefndar grunnskóla Ísafjarðarbæjar, að starfræktur verði áfram skóli fyrir 1.-4. bekk í Hnífsdal.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Gögn frá XVI. landsþingi.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 1.september s.l., ásamt ályktunum XVI. landsþings sambandsins, niðurstöðum í kjöri fulltrúaráðs og stjórnar, skýrslu fráfarandi stjórnar ofl.

Lagt fram til kynningar.

  1. Skólanefnd Tónlistaskóla Ísafjarðar.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Tónlistaskóla Ísafjarðar, er haldinn var þann 30.ágúst s.l.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Verksamningur við Guðjón Petersen.

Lagður fram óundirritaður verksamningur á milli Ísafjarðarbæjar og Guðjóns Petersen vegna samantektar hans um frágang mála er varða snjóflóðið á Flateyri í október 1995.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og kostnaður greiddur af lið ófyrirséð útgjöld.

  1. Hollustuvernd ríkisins - Bráðabirgðaleyfi vegna Skarfaskers.

Lagt fram bráðabirgðaleyfi til tímabundins reksturs sorpbrennslustöðvar við Skarfasker, vegna bilunar í brennslustöðinni Funa á Ísafirði. Starfsleyfið gildir frá 15.september til 14.desember 1998.

Lagt fram til kynningar.

  1. Lögsýn ehf., Ísafirði. - Forkaupsréttarboð v/Mjallargata l K, Ísafirði.

Erindið tekið inn með afbrigðum.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 18.september s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur að íbúð í Mjallargötu l, Ísafirði, íbúð merkt K.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

Í lok fundar lét Bryndís G. Friðgeirsdóttir bóka eftirfarandi: Lýsi yfir áhyggjum mínum vegna öryggismála við húsnæði Grunnskóla að Austurvegi 2 og krefst úrbóta.

Bæjarstjóri lætur bóka: Verkinu á að vera lokið 20.október n.k., foreldri barns hefur óskað eftir að Vinnueftirlit taki út öryggismál á staðnum. Tryggt verður enn frekar frá og með morgundegi öflugt eftirlit með börnum á svæðinu, meðan á framkvæmdum stendur.

Í lok fundar mætti fjármálastjóri Þórir Sveinsson til viðræðna við bæjarráð um erindi er bæjarstjóri og formaður bæjarráðs fara með á fund Fjárlaganefndar Alþingis 22.september n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.4o

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.