Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 14.september kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.
  1. Fundargerð félagsmálanefndar 67.fundur 8/9.
  2. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  3. Fundargerð fræðslunefndar 63.fundur 8/9.

Fundargerðin er í 7 liðum.

4. og 5.liður. Bæjarstjóra falið að ræða við skóla- og menningarfulltrúa.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

  1. Fundargerð menningarnefndar 33.fundur 10/9.

Fundargerðin er í 7 liðum.

1.liður. Bæjarráð felur skóla- og menningarfulltrúa að ræða við Jón Sigurpálsson um viðgerð á listaverkinu "Kuml".

4.liður. Bæjarráð samþykkir að menningarnefnd annist móttöku fyrir Sinfoníuhljómsveit Íslands með léttum veitingum.

5.liður. Bæjarráð felur menningarnefnd, að gera tillögum um skipan nefndar og verklags, vegna samkeppni um nýtt skjaldarmerki fyrir Ísafjarðarbæ.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

  1. Fundargerð hafnarstjórnar 20.fundur 8/9.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Umhverfisráðuneytið, upplýsingaskilti við snjóflóðavarnir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 2.september s.l., þar sem fram kemur að Ofanflóðasjóður muni styrkja uppsetningu á upplýsingaskilti við snjóflóðavarnirnar á Flateyri, eins og aðrar framkvæmdir við varnirnar.

Lagt fram til kynningar.

  1. Gísli Hjartarsson, bréf.

Lagt fram bréf frá Gísla Hjartarsyni, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, dagsett 28.ágúst s.l., vegna óska um akstur sviðstjóra félagsmálasviðs Ísafjarðarbæjar.

Þar sem Ísafjarðarbær ber ekki neinn sérstakan kostnað af ferðum félagsmálastjóra innan sveitarfélagsins, hafnar bæjarráð fram komnu tilboði.

  1. Ágúst og Flosi ehf., Ísafirði. - Umsókn um byggingarrétt.

Lagt fram bréf frá Ágúst og Flosa ehf., dagsett 10. september s.l., þar sem endurnýjuð er umsókn um byggingarrétt á Wardstúni, sbr. bréf sömu aðila dagsett 4.apríl 1997.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

  1. Tryggvi Guðmundsson - Skíðalyfta á Seljalandsdal.

Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni, Móholti 7, Ísafirði, f.h. áhugamanna um byggingu skíðalyftu á Seljalandsdal, dagsett 10.september s.l.

Í bréfinu er óskað eftir fundi með bæjarráði um byggingu skíðalyftu á Seljalandsdal nú í haust.

Til viðræðna við bæjarráð mættu Tryggvi Guðmundsson, Gunnar Þórðarson og Örn Ingólfsson. Rætt var um áframhaldandi uppbyggingu skíðasvæðisins á Seljalandsdal og fram lögð til umræðu drög að samkomulagi milli Skíðafélags Ísafjarðar-lyftudeildar og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til kynningar, en erindið liggur nú þegar fyrir umhverfisnefnd.

  1. Golfklúbbur Ísafjarðar - Tjaldstæði í Tungudal.

Lögð fram skýrsla frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 8.september s.l., um rekstur á tjaldstæðinu í Tungudal nú í sumar og ýmislegt viðhald og úrbætur er þarf að framkvæma fyrir komandi sumar, ásamt kostnaðaráætlunum.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

  1. Einar Hreinsson - Opnun gámasvæðis.

Lagt fram bréf frá Einari Hreinssyni dagsett 27.ágúst s.l., þar sem hann fer fram á að gámasvæðið í Engidal verði opið allan sólahringinn.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði, en erindið er þegar á dagskrá næsta fundar umhverfisnefndar.

  1. Undirskriftalisti barna á Ísafirði v/útisundlaug.

Lagður fram undirskriftalisti barna á Ísafirði, þar sem óskað er eftir byggingu útisundlaugar með vatnsrennibraut á Ísafirði, sem allra fyrst.

Bæjarstjóra falið að svara erindi barnanna.

  1. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ.

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, 5. stjórnarfundur haldinn 6. maí 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Reykjavík - Menningarborg Evrópu.

Lagt fram bréf frá Reykjavík menningarborg Evrópu dagsett 1.september s.l., þar sem leitað er eftir samstarfi sveitarfélaga vegna tilnefningar Reykjavíkur, sem menningarborgar Evrópu árið 2000.

Bréfinu vísað til menningarnefndar.

  1. Fjórðungssamband Vestfirðinga - Fjórðungsþing.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 4.september s.l., þar sem rætt er um væntanlegt Fjórðungsþing 26.-27.september n.k., og upplýsingaskyldu sveitarfélaga um væntanlega fulltrúa á þingið.

Bréfið lagt fram til kynningar.

  1. Jörðin Hóll í Önundarfirði - Magnús H. Guðmundsson og Jensína E. Jónsdóttir.

Lagt fram bréf frá Magnúsi H. Guðmundssyni og Jensínu E. Jónsdóttur, ábúendum á Hóli í Önundarfirði, dagsett 9. september s.l., þar sem þau óska eftir að Ísafjarðarbær mæli með við landbúnaðarráðuneytið, kaupum þeirra á jörðinni. Þau hafa setið jörðina frá árinu 1974.

Erindinu vísað til landbúnaðarnefndar til umsagnar.

  1. Íþróttafélag heyrnarlausra, styrkbeiðni .

Lagt fram bréf frá Íþróttafélagi heyrnarlausra dagsett 6.ágúst s.l., þar sem farið er fram á styrk til starfsemi félagsins.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Fjárlaganefnd Alþingis.

Lagt fram bréf frá Fjárlaganefnd Alþingis dagsett 7.september s.l., þar sem tilkynnt er um, að nefndin gefi sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 21.- 24.september n.k.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að fara á fund nefndarinnar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Fundargerð 639. fundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 639.fundar er haldinn var föstudaginn 14.ágúst s.l.

Fundargerðin lögð fram til kynningar í bæjarráði og jafnframt send öðrum nefndum til kynningar.

  1. Skólaskrifstofa Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 8. september s.l., bréfinu fylgir fundargerð Skólanefndar Vestfjarða 12. fundar frá 7. september s.l. Jafnframt er minnt á námskeið á vegum Sambands ísl. sveitarfélaga, er Skólaskrifstofa Vestfjarða mun taka þátt í.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og jafnframt sent fræðslunefnd til kynningar.

  1. Djúpbáturinn hf., Ísafirði. - Aðalfundarboð.

Lagt fram aðalfundarboð frá Djúpbátnum hf., Ísafirði, en aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 17. september n.k. kl. 16.oo á Hótel Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð fyrir Ísafjarðarbæ á aðalfundinum.

  1. Ragnheiður Ólafsdóttir - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Ragnheiði Ólafsdóttur, Aðalstræti 5l, Þingeyri, dagsett 10.september s.l., þar sem hún sækir um styrk, til námsferðar til Danmerkur, að upphæð kr. 150.000.- Námskeiðið er í steinslípun og silfursmíði.

Erindinu vísað til fræðslunefndar og menningarnefndar.

  1. Félagsmálastjóri Jón Arvid Tynes.

Lagt fram bréf frá félagsmálastjóra Jóni Arvid Tynes dagsett 11.september s.l., þar sem hann afþakkar tilboð í bréfi Gísla Hjartarsonar til Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð tekur undir afstöðu bréfritara.

Fleira ekki gert, fuundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.49

Þorleifur Pálsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir  Bryndís G. Friðgeirsdóttir

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri