Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, þriðjudaginn 8.september kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

a)Félagsmálanefnd 66.fundur 2/9.

Fundargerðin er í 5 liðum.

Til fundar við bæjarráð undir þessum lið mættu Hildur Halldórsdóttir formaður félags-

málanefndar og Guðrún Hólmsteinsdóttir varaformaður félagsmálanefndar, til viðræðna um störf nefndarinnar.

Fundargerðin er til kynningar.

b)Umhverfisnefnd 69.fundur 2/9.

Fundargerðin er í 12 liðum.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir tekur undir bókun K-lista við fimmta lið fundargerðarinnar.

Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfisnefndar frá 2.september 1998.

c)Landbúnaðarnefnd 18.fundur 3/9.

Fundargerðin er í 7 liðum.

Bæjarráð samþykkir 2.lið fundargerðarinnar, um ráðningu Karls Guðmundssonar í Bæ, Súgandafirði, sem forðagæslumann.

Aðrir liðir fundargerðarinnar til kynningar.

  1. Skipan formanns þjónustuhóps aldraðra.

Fyrir tekinn að nýju 2.liður fundargerðar félagsmálanefndar 64.fundur frá 18.ágúst s.l., um skipan formanns í þjónustuhóp aldraðra. Hjálagt fylgir rökstuðningur félagsmálanefndar fyrir tilnefningu Elínar Þóru Magnúsdóttur í stöðu formanns, undirritaður af Guðrúnu Hólmsteinsdóttur, formanni félagsmálanefndar.

Með tilvísun í bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar og erindisbréf félagsmálanefndar, leggur bæjarráð til að Hildur Halldórsdóttir formaður félagsmálanefndar taki sæti í þjónustuhópi aldraðra í stað Elínar Þóru Magnúsdóttur og sé jafnframt formaður nefndarinnar. Varamaður Hildar verði Guðrún Hólmsteinsdóttir varaformaður félagsmálanefndar.

  1. Tilboð í fólksflutninga í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram yfirlit um tilboð í fólksflutninga í Ísafjarðarbæ, er opnuð voru þann 3l.ágúst s.l., kl.11.oo í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Eftirfarandi tilboð bárust.

    1. Suðureyri-Ísafjörður  Hannes Kristjánsson, Pollgötu 4, 400 Ísafirði.

kr. 9.100.- per dag.

    1. Þingeyri-Ísafjörður  Friðfinnur S. Sigurðsson, Vallargötu 15, 470 Þingeyri.

kr. 18.000.- per dag.

    1. Suðureyri-Ísafjörður Elías Sveinsson, Brautarholti 1, 400 Ísafirði.

kr. 2.500.- per ferð, plús fargjöld. (3 ferðir á dag.)

 

    1. Þingeyri-Flateyri-Allrahanda-Ísferðir ehf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.

Suðureyri-Ísafjörður kr. 950.000.- per mánuð.

Frávikstilboð frá Allarahanda-Ísferðum ehf.,

kr. 906.000.- per mánuð.

Formaður bæjarráðs leggur til að hafna innkomnum tilboðum og bjóða fólksflutningana út að nýju með nýjum útboðsgögnum.

Bæjarráð samþykkir tillögu formanns.

  1. Félagsmálaráðuneytið, v/úthlutun úr Framkvæmdasjóði fatlaðra 1998.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 28.ágúst s.l., þar sem tilkynnt er um þátttöku í kostnaði við lyftukaup í Grunnskólann á Ísafirði allt að 50%, en þó aldrei hærri upphæð en kr.1.454.000.-

Lagt fram til kynningar.

  1. Umhverfisráðuneytið v/húseignina Smárateigur 1, Hnífsdal.

Lagt fram afrit bréfs frá umhverfisráðuneytinu dagsett 25.ágúst s.l., þar sem svarað er erindi Ólafíu K. Karsldóttur og Rögnvaldar Bjarnasonar, um búsetu í húseigninni Smárateig 1, Hnífsdal, allt árið.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samstarfsverkefni um útivistarátak.

Lagt fram bréf frá Samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavanda dagsett 3l.ágúst s.l., þar sem rætt er um sameiginlegt útivistarátak í fjölmiðlum og stuðning til þess verkefnis.

Lagt fram til kynningar.

  1. Undirbúningsnefnd að stofnun Íbúðalánasjóðs.

Lagt fram bréf frá undirbúningsnefnd um stofnun Íbúðalánasjóðs dagsett 28.ágúst s.l., þar sem rætt er um gildistöku laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, þann 1.janúar 1999.

Jafnframt er rætt um hugsanlegar þarfir væntanlegra kaupenda á 25% viðbótarlánum, svo og fyrirhuguðum nýbyggingum.

Bæjarráð vísar erindinu til húsnæðisnefndar.

  1. HSÍ-Boltinn, v/auglýsingastyrks.

Lagt fram bréf frá HSÍ-Boltinn dagsett í september 1998 um undankeppni fyrir HM sem fram fer í Egyptalandi á næsta ári. Óskað er eftir auglýsingu í blað er H.S.Í. mun gefa út í þessu sambandi.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Hraðfrystihúsið h.f., Hnífsdal. Forkaupsréttur á m.b. Gunnar Sigurðsson ÍS 13.

Lagt fram bréf frá Hraðfrystihúsinu h.f., Hnífsdal, dagsett 2.september s.l., þar sem óskað er eftir svari frá Ísafjarðarbæ, hvort hann muni nýta sér forkaupsrétt vegna sölu á m.b. Gunnari Sigurðssyni ÍS 13, til Útgerðarfélagsins Ennis h.f., Ólafsvík. Hjálagt fylgja drög að kaupsamningi.

Þar sem báturinn er seldur án aflaheimilda hafnar bæjarráð forkaupsrétti.

  1. Búðafell ehf. - Niðurfelling fasteignagjalda 1998.

Lagt fram bréf frá Búðafelli ehf., dagsett 27.ágúst s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum fyrirtækisins.

Bæjarráð hafnar erindinu, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara

  1. Orkubú Vestfjarða - Götulýsingar, niðurrif.

Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 28.ágúst s.l., þar sem kunngert er um niðurrif á búnaði til götulýsinga samkvæmt neðangreindu.

1. Götulýsing frá Engi inn að Grænagarði orðin ónýt og verður rifin niður.

2. Götulýsing við Vallartún og Miðtún, milli Skutulsfjarðarbrautar og Seljalandsvegar.

Ef áfram er ætlast til að götulýsing verði á ofangreindum svæðum, þarf Ísafjarðarbær að sækja um það eftir venjulegum leiðum.

Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi falið að ræða við Orkubú Vestfjarða um erindi bréfsins.

  1. Hjálmar Guðmundsson v/kostnaður við holræsatengingar.

Lagt fram bréf frá Hjálmari Guðmundssyni dagsett 31.ágúst s.l., vegna kvöfu um endurgreiðslu á kostnaði við að tengja húsin Úlfsá og Árgerði við holræsakerfið í Árholti, Holtahverfi, Ísafirði.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og kynna niðurstöðu á næsta fundi bæjarráðs.

  1. Erindi félagsmálastjóra, óskir um viðræður við bæjarráð.

Erindi félagsmálastjóra um óskir um viðræður við bæjarráð um húsnæðismál, ráðningu félagsþjónustufulltrúa ofl.

Til fundarins mætti félagsmálastjóri Ísafjarðarbæjar, Jón Arvid Tynes.

Rætt var um húsnæðismál í félagslega kerfinu og yfirstjórn þess. Jafnframt var rætt um ráðningu félagsþjónustufulltrúa á Þingeyri, er Bergþóra Annasdóttir hættir störfum. Rætt var um breytingu á ráðningasamningi við félagsmálastjóra.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.16

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.