Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 3l. ágúst kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 65.fundur 25/8.

Fundargerðin er til kynningar.

Fræðslunefnd 62.fundur 25/8.

Fundargerðin er í 8 liðum.

1.liður. Bæjarráð samþykkir skipan starfshóps.

3.liður. Bæjarráð staðfestir ráðningu Elísabetar Gunnlaugsdóttur, sem leikskólastjóra á

Tjarnabæ og Valgerði Hannesdóttur, sem leikskólastjóra á Eyrarskjól.

Aðrir liðir eru til kynningar.

  1. Skafti Elíasson v/Smárateigur 2, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Skafta Elíassyni dagsett 26.ágúst s.l., þar sem hann fellur frá kvöð um nýja lóð undir fasteignina Smárateig 2, Hnífsdal, og óskar eftir að ganga frá kaupum á eigninni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sölu eignarinnar.

  1. Umsóknir um starf bæjargjaldkera.

Lagðar fram umsóknir um starf bæjargjaldkera Ísafjarðarbæjar:

Bergur Torfason, Fjarðargötu 40, 470 Þingeyri, kt. 180137-3279

Grétar Kristjónsson, Breiðuvík 33, 112 Reykjavík, kt. 020344-4589

Pálína Kristín Garðarsdóttir, Miðholti 7, 270 Mosfellsbæ, kt. 010863-3099

Bæjarráð samþykkir að ráða Pálínu K. Garðarsdóttur í starf bæjargjaldkera.

  1. Sýslumaðurinn á Ísafirði, umsagnir um rekstur veitingahúsa.

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 26.ágúst s.l., þar sem hann óskar umsagnar um umsóknir Steinþórs Friðrikssonar kt. 120661-3539, til reksturs veitingahúsa og skemmtistaða í Krúsinni, Ísafirði, og Félagsheimilinu í Hnífsdal.

Bæjarráð mælir með umsóknum Steinþórs Friðrikssonar um leyfi til reksturs veitingahúsa og skemmtistaða.

  1. Félagsmálaráðuneytið - Umburðarbréf um húsaleigubætur.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 21.ágúst s.l., til allra sveitarfélaga og félagsmálanefnda, um húsaleigubætur til leigutaka félagslegra leiguíbúða og kaupleiguíbúða sveitarfélaga.

Bréfið lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent húsnæðisfulltrúa og félagsmálastjóra til kynningar.

  1. Sjöfn Kristjánsdóttir hdl., - Hafnarstræti 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf Sjafnar Kristjánsdóttur hdl., Sólvallagötu 11, Reykjavík, dagsett 19. ágúst s.l., þar sem hún tilkynnir hug eigenda Hafnarstrætis 11, (norðurenda) Ísafirði, á að selja Ísafjarðarbæ eignina ásamt eignarlóð.

Bæjarráð sér ekki ástæðu til að kaupa eignina að svo stöddu, en felur bæjarstjóra að ræða við eigendur.

  1. Íbúasamtök Flateyrar - Salernisaðstaða við tjaldstæði á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Flateyrar dagsett 12.ágúst s.l., þar sem þau bjóða Ísafjarðarbæ að fjármagna uppbyggingu salernisaðstöðu við tjaldstæðið á Flateyri, á þessu ári, ef Ísafjarðarbær er tilbúinn til að endurgreiða þann kostnað á næsta ári.

Bæjarráð vísað erindinu til menningarnefndar.

  1. Sumarbústaðaeigendur í Tungudal. - Vegalagning.

Lagt fram bréf frá þremur sumarbústaðaeigendum í Tungudal dagsett 18.ágúst s.l., þar sem óskað er eftir úrbótum á aðgengi að sumarbústöðum þeirra, með lagningu vegar.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

  1. Íþróttafulltrúi. - Búningsklefar við sundlaugina á Suðureyri.

Lagt fram bréf frá íþrótta og æskulýðsfulltrúa dagsett 21.ágúst s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum við bæjarráð um bað- og búningsklefa við sundlaug Suðureyrar.

Til fundarins mætti undir þessum lið Björn Helgason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til viðræðna við bæjarráð.

Bæjarráð samþykkir að hluti verksins, bygging bað- og búningsklefa við sundlaugina á Suðureyri, verði boðinn út nú í haust.

  1. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - 43. Fjórðungsþing Vestfirðinga.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 18.ágúst s.l., þar sem nýr framkvæmdastjóri gerir grein fyri komu sinni til starfa ofl. Jafnframt er boðað til 43. Fjórðungsþings Vestfirðinga er verður haldið 26. og 27. september n.k., í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 10.00.

Bæjarráð samþykkir að á bæjarstjórnarfundi þann 10.september n.k., verði kosnir fulltrúar á Fjórðungsþing Vestfirðinga.

  1. Mjölvinnslan h.f., Hnífsdal. - Starfsleyfi.

Lagt fram bréf frá Mjölvinnslunni h.f., Hnífsdal, dagsett 27.ágúst s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar í að fá framlengingu á leyfi til starfsemi verksmiðjunnar í eitt til tvö ár.

Bæjarráð styður framlengingu á rekstrarleyfi til Mjölvinnslunnar h.f., í eitt til tvö ár.

  1. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram 14 umsóknir um flutning á aflakvóta samkvæmt meðfylgjandi yfirliti. Umsóknirnar hafa veriði staðfestar með undirritun viðkomandi stéttarfélags og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar:

10/7: 100 tn úthafsrækja. Flyst frá Skutli ÍS-180 til Erlings GK-212.

21/7: 75,000 tn karfi. Flyst frá Sléttanesi ÍS-208 til Brettings NS-50.

21/7: 100 tn karfi. Flyst frá Stefni ÍS-28 til Sóleyjar Sigurjónss. GK-200.

23/7: 142 tn síld (N-Ísl.). Flyst frá Júlla Dan ÍS-19 til Júpíters ÞH-61.

23/7: 27,768 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðrúnar Hlínar BA-122.

23/7: 14,635 tn þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20 til Guðnýjar ÍS-266.

23/7: 3,932 tn þorskur, 1,109 tn ufsi, 0,582 tn skarkoli, 41,706 tn steinbítur.

Flyst frá Ingimar Magnússyni til Kvótasölunnar ehf.

13/8: 14,048 tn þorskur, 1,892 tn ýsa, 0,350 tn ufsi, 0,314 tn karfi, 0,002 tn grálúða,

5,023 tn steinbítur. Flyst frá Erni ÍS-18 til Bessa ÍS-410.

13/8: 1,700 tn innfjarðarrækja. Flyst frá Erni ÍS-18 til Hafrúnar ÍS-154.

14/8: 120 tn ufsi. Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Hrafns Sveinbjarnars. GK-255.

20/8: 2,816 tn grálúða. Flyst frá Styrmi ÍS-28 til Brettings NS-50.

20/8: 2,500 tn langlúra,2,339 tn humar. Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til Drangav. VE-80.

25/8: 100 tn karfi. Flyst frá Stefni ÍS-28 til Gnúps GK-11.

27/8: 26 tn karfi. Flyst frá Páli Pálssyni ÍS-102 til Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255.

Bæjarráð samþykkir ofangreindar umsóknir um flutning á aflakvóta

  1. Minnispunktar bæjarverkfræðings til bæjarstjóra um Austurveg 2, ofl.
    1. Bílastæði og stýring umferðar við Austurveg, ásamt áætluðum kostnaðartölum.
    2. Austurvegur 2, Grunnskólinn á Ísafirði, tengibygging. Viðauki I við verksamning með markfyrirkomulagi, við Eirík og Einar Val hf., Ísafirði.
    3. Fundargerðir vinnuhóps vegna verksins Austurvegur 2, frá 29/6, 7/7, 21/7, 27/7, 7/8, 11/8, 18/8 og 25/8.
    4. Auglýsing vegna breytinga á umferð um Austurveg , Ísafirði.

a) Bæjarráð samþykkir breytingar vegna bílastæða og stýringar umferðar við Austurveg.

Kostnaður greiðist af lið 10-22-501-6

    1. Bæjarráð samþykkir viðauka I við verksamning með markfyrirkomulagi við Eirík og
    2. Einar Val h.f., Ísafirði, að upphæð kr. 8.500.000.- Bryndís G. Friðgeirsdóttir situr hjávið afgreiðslu málsins.

    1. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
    2. Bæjarráð samþykkir að: Bannað verði að leggja ökutækjum á Austurvegi að norðanverðu frá Hafnarstræti að Sundstræti og að sunnanverðu frá Hafnarstræti að

Grundargötu nema á þar til gerðum bílastæðum.

  1. Snjóflóðavarnargarður í Seljalandshlíð.

Fyrir tekið að nýju bréf Framkvæmdasýslu ríkisins frá 4.ágúst s.l., sem tekið var fyrir á 112. fundi bæjarráðs 10.ágúst s.l., vegna útboðs á hönnun snjóflóðavarnarmannvirkja í Seljalandshlíð.

  1. Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði, sem er tilboð Forverks ehf.
  2. Bæjarráð óskar eftir því við Ofanflóðasjóð, að Seljaland í Skutulsfirði verði varið fyrir snjóflóðum.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.4o

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.