Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

113.fundur

Árið 1998, mánudaginn 24.ágúst kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

Til fundarins mættu fulltrúar áhugahóps um menningarfjölbreytni þær Inga Dan og Guðrún Stella Gissurardóttir, jafnframt Bryndís G. Friðgeirsdóttir, fulltrúi í bæjarráði. Umræðuefnið var hugmynd um stofnun nýbúaskrifstofu í Ísafjarðarbæ eða jafnvel á Vestfjörðum öllum. Ákveðið var að mynda samstarfshóp og bæjarstjóra falið að koma með tillögur þar að lútandi.

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 62.fundur 11/8.

Fundargerðin er í 5 liðum.

1.liður. Tillögu í l.lið vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 1999.

2.liður. Bæjarráð samþykkir tilnefningu í þjónustuhóp aldraðra samkvæmt 2.lið.

Aðrir liðir til kynningar.

Félagsmálanefnd 63.fundur 13/8.

Fundargerðin er til kynningar.

Félagsmálanefnd 64.fundur 18/8.

Fundargerðin er í 4 liðum.

2.liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu á 2.lið fundargerðarinnar um skipan formanns í

þjónustuhóp aldraðra.

Aðrir liðir til kynningar.

Umhverfisnefnd 68.fundur 12/8.

Fundargerðin er í 13 liðum.

4.liður. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar við 4.lið.

Aðrið liðir til kynningar.

Fundargerðir byggingarnefndar tónlistaskóla 7.fundur 6/3.

8.fundur 4/6. og 9.fundur 13/8.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

  1. Kauptilboð í fjósið á Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram kauptilboð í fjósið á Kirkjubæ, Skutulsfirði, frá Pálínu J. Jensdóttur, dagsett 19.ágúst s.l., tilboðið gildir til 3l. ágúst n.k.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu. Bæjarráð leggur áherslu á að lokað verði milli húseignar bæjarsjóðs og hinnar seldu eignar. Guðni Geir Jóhannesson lét bóka hjásetu sína vegna vanhæfi.

  1. Bréf Friðnýjar Jóhannesdóttur yfirlæknis HSÍ.

Lagt fram bréf Friðnýjar Jóhannesdóttur yfirlæknis HSÍ, dagsett 15.ágúst s.l., þar sem hún segir upp starfi sínu sem læknir þjónustudeildar á Hlíf.

Lagt fram til kynningar.

  1. Guðmundur Pálsson, torfærukeppandi.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Pálssyni dagsett 20.ágúst s.l., þar sem hann vill kanna áhuga Ísafjarðarbæjar á kaupum auglýsingar á torfærubifreið sína Krílið.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

  1. Sýslumaðurinn á Ísafirði - Varðar eyðingu katta á Flateyri og Ísafirði.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 14.ágúst s.l., þar sem hann heimilar Kristjáni Einarssyni, kt. 2l0550-3219 förgun katta á Flateyri, og Þorbirni Jóhannessyni kt. 240856-2559 förgun katta á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

  1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - Aukafjárveiting v/íþróttahúsið á Torfnesi.

Lagt fram bréf frá Birni Helgasyni, íþróttafulltrúa, dagsett 18.ágúst s.l., þar sem hann óskar eftir aukafjárveitingu upp á kr. 300.000.- til endurnýjunar á ljósaperum í sal íþróttahússins á Torfnesi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu og bendir á að aðeins eitt tilboð fylgir erindinu, dagsett 23.desember 1997.

  1. Brynja Pála Helgadóttir - Leikskólagjöld námsfólks.

Lagt fram bréf frá Brynju Pálu Helgadóttur dagsett 14.ágúst s.l., þar sem óskað er eftir endurskoðun á leikskólagjaldi fyrir þá er hefja munu fjarnám í hjúkrunarfræði á Ísafirði við Háskólann á Akureyri nú í haust.

Bæjarráð vísar endurskoðun á leikskólagjöldum í Ísafjarðarbæ til skóla- og menningarfulltrúa.

  1. Stjórn Björgunarbátasjóðs Slysavarnafélags Íslands á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá stjórn Björgunarbátasjóðs Slysavarnafélags Íslands á Vestfjörðum dagsett 19.ágúst s.l., þar sem kynnt eru mótmæli stjórnar Björgunarbátasjóðsins vegna lokunar á Loftskeytastöðinni á Ísafirði.

Bæjarráð tekur undir mótmæli stjórnar Björgunarbátasjóðsins.

  1. Staðarverkstjóri á Flateyri, Matthías A. Matthíasson v/vinnuskóli.

Lagt fram bréf Matthíasar A. Matthíassonar, staðarverkstjóra á Flateyri, dagsett 12.ágúst s.l., vegna fyrirkomulags vinnuskóla á Flateyri nú í sumar.

Bréfinu vísað til bæjarverkfræðings og skóla- og menningarfulltrúa.

  1. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - Úttekt á ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá ferðamálafulltrúa Vestfjarða dagsett 10.ágúst s.l., ásamt skýrslu um úttekt á ferðaþjónustu á Vestfjörðum sumarið 1998.

Bréfinu vísað til umhverfisnefndar, menningarnefndar og fræðslunefndar. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

  1. Sólbakki 6, Flateyri. - Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá Jóhönnu Kristjánsdóttur, Flateyri, f.h. Kristjáns Erlingssonar, dagsett 12.ágúst s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda af húseigninni Sólbakka 6, Flateyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu með vísan til afgreiðslu sambærilegra erinda áður.

  1. Minnisblað bæjarstjóra: Umhverfisnefnd. - Uppkaupahús á Flateyri.
  1. Tekin til umræðu bókun umhverfisnefndar á 65.fundi, liður 13.
  2. Heimild til undirritunar skuldabréfa frá Byggingarsjóði ríkisins, vegna lántöku til uppkaupa á Ólafstúni 6, 7, 9 og Goðatúni 14, Flateyri, samkvæmt reglugerð nr. 533/1997

Fjárhæðir skuldabréfa: Ólafstún 6, kr. 7.650.000.- Ólafstún 7, kr. 8.640.000.- Ólafstún 9, kr. 7.650.000.- og Goðatún 14, kr. 6.300.000.-

  1. Bæjarráð ræddi bókun umhverfisnefndar og harmar bókunina.
  2. Bæjarráð heimilar bæjarstjóra undirritun skuldabréfa til Byggingarsjóðs ríkisins vegna uppkaupa á Ólafstúni 6, 7, 9 og Goðatúns 14, Flateyri.

Bæjarráð gerir fyrirvara um greiðslu lántökugjalds og stimpilgjalds af framangreindum skuldabréfum og telur að bæjarsjóður eigi ekki að bera þann kostnað vegna uppkaupahúsa.

  1. Sigurður Jónsson, v/húsnæðismál.

Lagt fram bréf frá Sigurði Jónssyni, Heimabæ, Hnífsdal, dagsett 10.ágúst s.l., vegna húsnæðismála.

Beiðninni hafnað, en bæjarráð bendir á að bréfritara stendur til boða og hefur staðið til boða húsnæði á þjónustudeild Hlífar.

  1. Önfirðingafélagið í Reykjavík. - Sólbakki 6, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Önfirðingafélaginu í Reykjavík dagsett 9.ágúst s.l., þar sem félagið óskar formlega eftir kaupum á húseigninni Sólbakka 6, Flateyri.

Bæjarráð óskar eftir kauptilboði frá bréfritara og felur bæjarstjóra að óska eftir heimild Ofanflóðasjóðs til sölu eignarinnar.

  1. Minnisblað bæjarstjóra. - Ráðningarsamningur við Guðjón Petersen.

Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Guðjón Petersen, kt. 201138-2489, vegna sérverkefnis er varðar eftirreitur vegna snjóflóðsins á Flateyri, 26.október 1995.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Guðjón Petersen og leggja fyrir bæjarráð á næsta bæjarráðsfundi.

  1. Frumherji h.f., Ísafirði. - Aðkoma að skoðunarstöð.

Lagt fram bréf frá Frumherja h.f., Hesthálsi 6-8, Reykjavík, dagsett 10. ágúst s.l., vegna aðkomu að skoðunarstöð félagsins á Skeiði, Ísafirði.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar og óskað eftir tillögum nefndarinnar til úrbóta, sem allra fyrst.

  1. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar eftir sumarleyfi.

Bæjarráð samþykkir sökum fjarveru bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar þann 3.september n.k., að fyrsti fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar eftir sumarleyfi verði haldinn þann 10. september n.k. kl. 17.oo í Félagsheimilinu á Þingeyri. Rútuferð verður frá Ísafirði.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.45

Þorleifur Pálsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður

Ragnheiður Hákonardóttir, Bryndís G. Friðgeirsdóttir

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri