Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

112. fundur

Árið 1998, mánudaginn 10. ágúst kl. 17.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Vegagerðin - viðræður um Pollgötu o.fl.

Mættur við viðræðna við bæjarráð Gísli Eiríksson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við Pollgötu, Ísafirði, auk fleiri mála. Fundinn sat einnig Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi. Rætt var m.a. um forsögu framkvæmda við Pollgötu, um legu gatnamóta við Hafnarstræti-Skutulsfjarðarbraut-Sólgötu-Pollgötu og fyrirhugaðar framkvæmdir við götuna, sem eru á vegaáætlun árið 1999. Ennfremur var rætt um samvinnu og samráð starfsmanna Vegagerðarinnar og tæknideildar bæjarins varðandi framkvæmdirnar svo og um ýmsar vegaframkvæmdir og skipulagsmál.

2. Austurvegur, Ísafirði - auglýsing um umferð.

Lögð fram drög að auglýsingu varðandi umferð um Austurveg, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir einstefnuakstur niður Austurveg frá gatnamótum við Norðurveg að eystra horni leikfimihús/sundhöll. Öll almenn umferð um Austurveg frá Aðalstræti að eystra horni leikfimihús/sundhöll er takmörkuð við ferðir strætisvagna, skólabíla og neyðarakstur, frá kl. 8:15 til kl. 15:00 mánudaga til föstudaga, þann tíma sem grunnskólinn starfar.

3. Framkvæmdasýsla ríkisins - útboð á hönnun snjóflóðavarnamannvirkja í Seljalandshlíð.

Lagt fram bréf ds. 4. ágúst sl. frá Framkvæmdasýslu ríkisins með tilboðum í útboð á hönnun snjóflóðavarnamannvirkja í Seljalandshlíð:

Tilboðsgjafi Tilboðsupphæð Af kostn.áætlun

Forverk ehf 4.982.000 kr. 60,8%

Verkfræðistofa Sig. Thoroddsen hf 6.198.000 kr. 75,6%

VSÓ- Ráðgjöf ehf 7.560.717 kr. 92,2%

Hönnun hf 7.800.000 kr. 95,1%

Kostnaðaráætlun 8.200.000 kr. 100%.

Í bréfi Framkvæmdasýslu er mælt með að tilboði Forverks ehf í verkið verði tekið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og telur að upplýsingar um m.a. eftirfarandi vanti; snjósöfnun innan við garðinn, hættumat eftir byggingu hans og möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Bæjarráð gerir athugasemdir við fyrirhugaða legu garðsins og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa umhverfisráðuneytisins.

  1. Bæjarverkfræðingur - útboð vegna viðbyggingar við Austurveg 2.

Lagt fram bréf ds. 7. ágúst sl. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, með tilboði í verkið "Grunnskóli Ísafjarðar Austurvegur 2, viðbygging:

Tilboðsgjafi Tilboðsupphæð Af kostn.áætlun

Naglinn ehf 12.400.000 kr 180,1%

Kostnaðaráætlun 6.884.735 kr. 100%.

Í bréfi Ármanns er lagt til að tilboðinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar tilboði Naglans ehf. Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi, lét bóka að hún óskar eftir kostnaðaráætlun við heildarframkvæmdir við Austurveg 2. Bæjarstjóri upplýsti að heildarkostnaður er áætlaður 33 millj.kr. við framkvæmdir við hús og lóð og 15 millj. kr. kaupverð hússins auk hönnunarkostnaðar.

5. Óskar Eggertsson - bílskúr við Fitjateig, Hnífsdal.

Lagt fram bréf ds. 31. júlí sl. frá Óskari Eggertssyni, Ísafirði, þar sem óskað er upplýsinga varðandi mögulega sölu á bílskúr við Fitjateig, Hnífsdal.

Bæjarráð bendir á að umræddur bílskúr er ekki til sölu og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6. Kirkjuból 4, Skutulsfirði - afsal.

Lagt fram afsal ds. 1. júlí sl. ásamt fylgiskjali vegna Kirkjubóls 4, Skutulsfirði, þar sem Lánasjóður landbúnaðarins afsalar eigninni til Kristjáns Ólafssonar, Ísafirði. Í afsalinu kemur fram að skjalið þarfnast staðfestingar sveitarfélagsins til að það öðlist gildi.

Bæjarráð samþykkir afsalið en bendir á að landið við Kirkjuból 4 hafi ekki verið skipulagt til sauðfjárhalds og vísar erindinu til umhverfisnefndar. Bæjarráð leggur áherslu á umrætt svæði í Engidal verði skipulagt m.t.t. framtíðarnotkunar.

7. Húsnæðisstofnun ríkisins - kaup húsa á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 16. júlí sl. frá Húsnæðisstofnun ríkisins þar sem stofnunin samþykkir veitingu tímabundinna lána til bæjarsjóðs vegna kaupa á fasteignunum við Goðatún 14 og Ólafstún 6, 7 og 9, Flateyri, á grundvelli reglugerðar nr. 533/1997.

Komi ofangreint húsnæði til útleigu leggur bæjarráð áherslu á að húsin verði einungis leigð út til bráðabirgða tímabundið, þannig að ekki verði um heilsársleigu að ræða.

8. Samband vestfirskra kvenna - styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ds. 5. ágúst sl. frá Jóhönnu Kristjánsdóttur, form. kvenfélagsins Brynju, Flateyri, þar sem beðið er um styrk til að greiða kvöldverð fyrir 30-40 fulltrúa, sem sækja þing Sambands vestfirskra kvenna, haldið á Flateyri fyrstu helgina í september nk.

Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum til kvöldverðar og felur formanni menningarnefndar að taka þátt fyrir hönd bæjarins. Kostnaður verði tekinn af lið 15-41-421-1.

9. Íþróttafélagið Grettir - framkvæmdir við íþróttasvæði Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 7. ágúst sl. frá Sigurði J. Hafberg, form. íþróttafélagsins Grettis, Flateyri, þar sem óskað er heimildar að breyta áætlun varðandi framkvæmdir við íþróttasvæði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og óskar eftir afgreiðslu á næsta fundi hennar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.10.

Þórir Sveinsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir Bryndís Friðgeirsdóttir

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.