Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

111. fundur

Árið 1998, þriðjudaginn 4. ágúst kl. 17.00, kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Fræðslunefnd 61. fundur 28.07.

Fundargerðin er í 4 liðum.

2. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um málið.

Fundargerðin er til kynningar.

Almannavarnarnefnd frá 28.07.

Fundargerðin er til kynningar.

2. Fjármálastjóri - rekstur og fjárfestingar 1998.

Lagt fram yfirlit rekstrar og fjárfestinga Ísafjarðarbæjar fyrir janúar - júní 1998 ásamt spá um niðurstöðu fyrir árið.

Lagt fram til kynningar.

  1. Aðalbókari - umsókn um starfið.

Lögð fram umsókn Jóhönnu Eyfjörð, aðalgjaldkera, dagsett 30. júní sl. um starf aðalbókara í Ísafjarðarbæ, sbr. 4. tölul. fundargerðar 110. fundar bæjarráðs frá 27. júlí sl.

Bæjarráð samþykkir að ráða Jóhönnu Eyfjörð í starf aðalbókara hjá Ísafjarðarbæ og bæjarstjóra falið að gera við hana starfssamning svo og að auglýsa starf aðalgjaldkera.

  1. Félagsmálaráðuneytið - úrskurðir um álagningu holræsagjalda.

Lögð fram bréf ds. 27. júlí sl. frá félagsmálaráðuneytinu með úrskurðum um álagningu holræsagjalda:

  1. varðar kæru Hlöðvers Kjartanssonar hdl. f.h. Sveinbjargar Hermannsdóttur vegna Eyrargötu 12, Suðureyri og
  2. varðar kæru Hlöðvers Kjartanssonar hdl. f.h. Guðvarðar Kjartanssonar vegna Hjallavegar 5, Flateyri.

Í úrskurðum ráðuneytisins kemur fram að kröfum kæranda er hafnað.

5. Félagsmálaráðuneytið - úrskurðir um álagningu fasteignaskatta á gististaði.

Lagt fram bréf ds. 27. júlí sl. frá félagsmálaráðuneytinu með úrskurði samkeppnisráðs varðandi álagningu fasteignaskatta á gististaði. Í bréfinu kemur fram að leggja skuli fasteignaskatt á smáhýsi/sumarhús, bændagistingu, rekstur gistihúsa í skólum og heimavistum og aðra slíka staði sem reknir eru í hagnaðarskyni.

Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.36.

Þórir Sveinsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir,  Sigurður R. Ólafsson

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.