Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

110.fundur

Árið 1998, mánudaginn 27.júlí kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Menningarnefnd 32.fundur 17/7.

Fundargerðin er til kynningar.

Félagsmálanefnd 61.fundur 21/7.

Fundargerðin er í 5 liðum.

3.liður. Bæjarráð bendir á að nægilegt sé að senda einn fulltrúa á landsfund jafnréttisnefnda,

Jónínu Ólöfu Emilsdóttur.

Fundargerðin er til kynningar.

Umhverfisnefnd 67.fundur 22/7.

Fundargerðin er í 13 liðum.

3.liður. Bæjarráð staðfestir samþykkt umhverfisnefndar.

5.liður. Bæjarráð staðfestir samþykkt umhverfisnefndar.

6.liður. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.

13.liður. Bæjarráð staðfestir samþykkt umhverfisnefndar.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga.

Kostnaður við skólagöngu utan lögheimilis sveitarfélags Stofnun lífeyrissjóðs.

  1. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 16.júlí s.l., vegna kostnaðar við skólagöngu
  2. nemenda utan lögheimilissveitarfélags.

  1. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 15.júlí s.l., vegna stofnunar nýs lífeyrissjóðs
  2. starfsmanna sveitarfélaga.

  1. Bæjarrráð vísar a lið til fræðslunefndar.
  2. Bæjarráð vísar b lið til bæjarstjóra til frekari athugunar.
  1. Samkomulag um landafnot í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

Lagður fram samningur milli Ísafjarðarbæjar og Ferðaþjónustu Reykjaness, dagsettur 19. júlí 1998, um afnotarétt ferðaþjónustunnar af landi undir tjaldstæði og aðra skylda ferðaþjónustu í Reykjanesi.

Bæjarráð samþykkir samninginn..

  1. Lögð fram umsókn Jóhönnu Eyfjörð um starf aðalbókara í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram umsókn Jóhönnu Eyfjörð bæjargjaldkera dagsett 30.júní s.l., um starf aðalbókara í Ísafjarðarbæ. Jafnframt liggur frammi umsögn fjármálastjóra um umsækjandann.

Umsóknin lögð fram til kynningar, tekin fyrir á næsta bæjarrráðsfundi.

  1. Spillir ehf., upplýsingar bæjarritara vegna erindis á síðasta bæjarráðsfundi.

Lagðar fram upplýsingar bæjarritara vegna erindis Spillis ehf., um aflýsingu kvaðar er þinglýst var á m.b. Báru ÍS 364 24.nóvember 1995.

Séu skuldabréf vegna kaupa á Spillis ehf., sannanlega upp greidd, samþykkir bæjarráð að aflýsa þinglýstri kvöð frá 24. nóvember 1995.

  1. Tryggvi Guðmundsson lögfr., - Forkaupsréttur að íbúð í Fjarðarstr. 6, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni lögfr., dagsett 22.júlí s.l., þar sem hann óskar eftir að tekin verði afstaða Ísafjarðarbæjar til forkaupsréttar að íbúð Friðþjófs Kristjánssonar í Fjarðarstræti 6, Ísafirði. Íbúðin var með kaupskyldu sem er fallin niður.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

  1. Minnisblað Jóns Tynes félagsmálastj. - Leiksvæði á Þingeyri.

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um leiksvæði við Hlíðargötu á Þingeyri og kvartanir íbúa um viðhaldsleysi. Í minnisblaðinu kemur og fram tillaga til úrbóta.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið frekar.

  1. Afrit bréfs Ólafíu Karlsd. og Rögnvaldar Bjarnas. til umhverfisráðuneytis.

Lagt fram afrit af bréfi Ólafíu K. Karlsdóttur og Rögnvaldar Bjarnasonar, Árvöllum 6, Hnífsdal, til umhverfisráðuneytis dagsett 17. júlí 1998.

Erindi bréfsins er um dvalartíma í húseigninni Smárateigur l, Hnífsdal.

Lagt fram til kynningar.

  1. Tæknideild - Tilboð í útboðsverkið "Bílastæði við hótel."

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, tæknideild, dagsett 24. júlí s.l., um tilboð í verkið "Bílastæði viðh Hótel."

Eitt tilboð barst í verkið frá Stíg Arnórssyni og var það 15% yfir kostnaðaráætlun. Lagt er til að tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tilboð Stígs Arnórssonar.

  1. Vatnsveita Suðureyrar - Verksamningur við Gröfuþj. Bjarna ehf., Suðureyri.

Lagður fram verksamningur við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., Suðureyri, um verk við inntök hjá Vatnsveitu Suðureyrar.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

  1. Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. - Upplýsingar frá fjármálastjóra.

Lagðar fram upplýsingar frá fjármálastjóra dagsettar 24.júlí s.l., um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, afrit samninga ofl., að ósk bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar.

Bæjarstjóra falið að kanna núgildandi samninga og afla frekari upplýsinga.

  1. Bæjarverkfræðingur, einstefna á Austurvegi á Ísafirði.

Minnisblað bæjarverkfræðings Ármanns Jóhannessonar dagsett 24. júlí s.l., vegna bókunar bæjarráðs á 109. fundi um einstefnu á Austurvegi, Ísafirði. Í stað bókunar "Austurvegi frá Norðurvegi að Tangagötu" komi "Einstefna verður niður Austurveg frá gatnamótum við Norðurveg að eystra horni leikfimihúss ."

Bæjarráð samþykkir ósk bæjarverkfræðings um breytta bókun.

  1. Eignarhaldsf. Brunabótaf. Ísl. - Styrktarsjóður EBÍ.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 10. júlí s.l., þar sem sveitarfélögum er bent á Styrktarsjóð EBÍ. Árlega er varið þremur milljónum króna til sjóðsins og samkvæmt reglum sjóðsins skal þeim ráðstafað sérstaklega til athugana eða rannsókna á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum byggðarlaga.

Bréfinu vísað til fræðslunefndar, menningarnefndar og umhverfisnefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.26

Þorleifur Pálsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir Bryndís G. Friðgeirsdóttir

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri