Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

109.fundur

Árið 1998, mánudaginn 20. júlí kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Hafnarstjórn 19. fundur 14/7.

Fundargerðin er í 5 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 60. fundur 14/7.

Fundargerðin er í 9 liðum.

3. liður. Bæjarráð frestar ákvarðanatöku, en felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

7. liður. Bryndís G. Friðgeirsdóttir leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Óska eftir að bæjarráð leggi fram kostnaðaráætlun varðandi framkvæmdir að Austurvegi 2, á næsta bæjarráðsfundi.

Formaður bæjarráðs upplýsti að vinna væri í fullum gangi við gerð kostnaðaráætlunar.

Umhverfisnefnd 66. fundur 16/7.

Fundargerðin er í 3 liðum.

1. liður. Bæjarráð heimilar auglýsingu tillögunnar.

2. liður. Bæjarráð heimilar auglýsingu tillögunnar.

3.liður. Bæjarráð samþykkir auglýsingu á áður samþykktu deiliskipulagi um einstefnu á Austurvegi frá Norðurvegi að Tangagötu.

  1. Náttúruvernd ríkisins - Bréf til Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts.

Lagt fram afrit af bréfi Náttúruverndar ríkisins til Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts, dagsett 14.júlí s.l., um fram komið deiliskipulag Tungudals í Skutulsfirði.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

  1. Launanefnd sveitarfélaga - Fundargerð 24.júní 1998.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 24.júní s.l., fundurinn er nr. 126

Lagt fram til kynningar.

  1. Lögmannastofan, Ármúla 26, Rvk., iðnaðarhúsnæði Sólbakka við Flateyri.

Lagt fram bréf frá Lögmannastofunni, Ármúla 26, Rvk., dagsett 14. júlí s.l., þar sem óskað er eftir endurupptöku á máli Sorphamars ehf., eiganda að iðnaðarhúsnæði á Sólbakka við Flateyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna sérstaklega legu áætlaðra snjóflóðavarna í Seljalandsmúla.

  1. Ragnar Edvaldsson, fornleifafræðingur - Fornleifaskráning.

Lagt fram bréf frá Ragnari Edvaldssyni fornleifafræðingi, dagsett 13.júlí s.l., um skráningu fornleifa á Vestfjörðum og fyrirspurn um áhuga Ísafjarðarbæjar á slíku í sínu sveitarfélagi.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

  1. Sýslumaðurinn á Ísafirði. - Umsögn um leyfi til kaffisölu í Tjöruhúsi.

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 10.júlí s.l., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á leyfisveitingu til handa Guðrúnar H. Óskarsdóttur, fyrir kaffisölu í Tjöruhúsi, Neðstakaupstað, Ísafirði.

Bæjarráð mælir með leyfisveitingunni.

  1. Golfklúbbur Ísafjarðar - Fitjateigur 6, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 15.júlí s.l., þar sem óskað er eftir greiðslufresti á kaupverði húseignarinnar Fitjateigur 6, Hnífsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Golfklúbbs Ísafjarðar.

  1. Veðurstofa Íslands - Matthías Matthíasson, /bensínstöð á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands dagsett 10. júlí s.l., ásamt afriti af bréfi Veðurstofunnnar til Matthíasar Matthíassonar, Unnarstíg 8, Flateyri, dagsett 10.júlí s.l., vegna byggingar bensínstöðvar á Flateyri.

Bæjarstjóra falið að kanna afstöðu Olíufélagsins hf. til endurreisnar bensínstöðvar á Flateyri.

  1. Orðsending fjármálastjóra - Fasteignagjöld v/ Sólbakki 6, Flateyri.

Lögð fram orðsending frá fjármálastjóra dagsett 15. júlí s.l., vegna erindis frá Birni Jóhannessyni hdl., um niðurfellingu hluta fasteignagjalda af Sólbakka 6, Flateyri.

Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs frá 12.janúar s.l., samþykkir bæjarráð styrkveitingu til niðurfellingar fasteignagjalda að 3/12 vegna Sólbakka 6, Flateyri.

  1. Minnisblað bæjarstjóra - Sorpeyðingargj. Mjölvinnslan og Hraðfrystih. Hnífsdal.

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra Halldóri Halldórssyni dagsett 15.júlí s.l., þar sem hann óskar eftir heimild frá bæjarráði til að ganga til viðræðna við Mjölvinnsluna og Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, um sorpeyðingargjöld.

Bæjarstjóra veitt heimild bæjarráðs til viðræðna við ofangreinda aðila.

  1. Minnisblað bæjarstjóra - Orkubú Vestfj., v/íþróttahúsið á Þingeyri, v/Funi.

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra Halldóri Halldórssyni dagsett 14.júlí s.l., um:

  1. Orkumál íþróttahússins á Þingeyri v/upphitunar.
  2. Fram komnum áhuga Orkubús Vestfjarða um rekstur Funa.

a). Bæjarráð óskar eftir að bæjarstjóri láti gera kostnaðaráætlun um uppsetningu á olíukatli.

  1. Spillir ehf., Mýrarási 13, Reykjavík. - Aflýsing kvaða á m.b. Báru ÍS 364.

Lagt fram bréf frá Spilli ehf., dagsett 13.júlí s.l., þar sem óskað er eftir aflýsingu yfirlýsingar dagsettri 24.11.1995. þinglýstri á m.b. Báru ÍS 364.

Jafnframt liggur frammi minnisblað frá bæjarlögmanni Andra Árnasyni hrl. um málið dagsett 17. júlí s.l.

Bæjarráð felur bæjarritara að leita frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

  1. Verkefnastjórn Staðardagskrár 21.

Lagt fram bréf frá formanni Verkefnastjórnar Staðardagskrár 21, dagsett 8.júlí s.l., þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum er hafa áhuga á að taka þátt í verkefni um gerð Staðardagskrár 21, sbr. samstarfssamning Sambands ísl. sveitarf. og umhverfisráðuneytis frá 12.mars s.l.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

  1. Minnisblað bæjarritara v/sorpeyðingargj. Skipaafg. Gunnars Jónssonar, Ísafirði.

Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 14.júlí s.l., vegna beiðni um tilfærslu Skipaafgr. Gunnars Jónssonar, Ísafirði, úr 3.flokki sorpeyðingargjalds í 2.flokk.

Bæjarráð fellst á leiðréttingu gjaldskrár úr 3. flokki í 2. flokk og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Fundargerð 638. fundar.

Lögð fram fundargerð 638. fundar Sambands ísl. sveitarfélaga haldinn 29.júní 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. ÁTVR - leyfi til reksturs áfengissölu - Endurs. frá félagsmálastjóra.

Lagt fram að nýju erindi ÁTVR vegna umsóknar um leyfi til reksturs áfengissölu að Aðalstræti 20, Ísafirði, þar sem málið fellur ekki undir félagsmálanefnd, heldur umhverfisnefnd, samkvæmt nýjum lögum nr. 75/1998.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  1. Minnisblað bæjarstjóra v/eignaskráningar Magnúsar Ólafs Hanssonar.

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra Halldóri Halldórssyni dagsett 17.júlí s.l., þar sem hann óskar eftir heimild bæjarráðs til að mega ganga til samninga við Magnús Ólafs Hansson, um að ljúka eignaskráningum fyrir Ísafjarðarbæ.

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Magnús á þeim grunni er fram kemur í minnisblaði bæjarstjóra.

  1. Erindi bæjarverkfræðings v/Vatnsveitu Suðureyrar.

Lagt fram bréf undirritað af Sigurði Mar Óskarssyni dagsett 17.júlí s.l., vegna tilboðs í útboðsverkið "Vatnsveita á Suðureyri, endurbætur á inntökum" frá Gröfuþjónustu Bjarna ehf. Tilboðið er 34% yfir áætlun og er lagt til að því verði hafnað. Jafnframt er óskað eftir heimild til að ganga til samninga um framkvæmd verksins við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., skv. grein 10.3 í ÍST 30

Bæjarráð samþykkir erindið, en óskar eftir að samningur við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.o8

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs

Ragnheiður Hákonardóttir Bryndís G. Friðgeirsdóttir