Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

108.fundur

Árið 1998, mánudaginn 13.júlí kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Fjarverandi bæjarráðsmaður: Guðni G. Jóhannesson í h.st. Guðrún Hólmsteinsdóttir.

Þetta var gert:

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 60.fundur 7/7

Fundargerðin er í 4 liðum.

Fundargerðin er til kynningar.

Húsnæðisnefnd 25.fundur 6/7

Fundargerðin er í 2 liðum.

Fundargerðin er til kynningar.

Umhverfisnefnd 65.fundur 8/7

Fundargerðin er í 13 liðum.

1.liður. Bæjarráð felur umhverfisnefnd að gera kostnaðarúttekt á nokkrum ótilgreindum byggingarsvæðum í Ísafjarðarbæ.

8.liður. Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi falið að fylgja málinu eftir og ræða við Veðurstofu Íslands.

Aðrir liðir fundargerðar eru til kynningar.

  1. Kosningar í starfsmenntunarsjóð, starfskjaranefnd og starfsmatsnefnd.

Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í neðangreindar nefndir og sjóð hjá F.O.S. Vest.

Starfsmenntunarsjóður.

Aðalmenn: Pétur H.R. Sigurðsson, Bryndís G. Friðgeirsdótti.

Varamenn: Guðni G. Jóhannesson, Sigurður R. Ólafsson.

Starfskjaranefnd.

Aðalmenn: Guðrún Hólmsteinsdóttir, Bryndís G. Friðgeirsdótti.

Varamenn: Birna Lárusdóttir, Sigurður R. Ólafsson.

Starfsmatsnefnd.

Aðalmenn: Guðrún Hólmsteinsdóttir, Lárus G. Valdimarsson.

Varamenn: Birna Lárusdóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

  1. Kolbrún Sverrisdóttir - Íslenskunám fyrir nýbúa.

Lagt fram bréf frá Kolbrúnu Sverrisdóttur dagsett 10. júlí s.l., þar sem farið er fram á styrk til námskeiða í íslensku fyrir nýbúa í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og fræðslunefndar.

  1. Bylgjulestin 1998 - Kynning á útsendingu.

Lagt fram dreifibréf frá Bylgjulestinni 1998 um útsendingar frá landsbyggðinni. Útsending í Ísafjarðarbæ er áætluð 18. júlí n.k.

Lagt fram til kynningar.

  1. Studio Dan - Tilboð í Fitjateig 3, Hnífsdal.

Lagt fram kauptilboð frá Studio Dan á Ísafirði, dagsett 9. júlí s.l., þar sem gert er tilboð í húseignina Fitjateigur 3, Hnífsdal.

Bæjarráð samþykkir kauptilboð Studio Dan og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við bréfritara.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir óskar eftir að vanhæfi hennar í þessu máli sé fært til bókar.

  1. ÁTVR - Leyfi til reksturs vínbúðar að Aðalstræti 20, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins dagsett 6.júlí s.l., þar sem óskað er eftir leyfi til rekstrar vínbúðar að Aðalstræti 20, Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

  1. Ágúst & Flosi ehf., Ísafirði. - Austurvegur 2, Ísafirði, ofl.

Lagt fram bréf frá Ágúst & Flosa ehf., Ísafirði, dagsett 9. júlí s.l., vegna fyrirhugaðra marksamninga við Eirik & Einar Val ehf., um framkvæmdir að Austurvegi 2, Ísafirði, ofl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri - Skólaakstur í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Skarphéðni Garðarssyni skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, dagsett 7. júlí s.l., um skólaakstur í Dýrafirði, ásamt áskorun frá forráðamönnum nemenda í Grunnskólanum á Þingeyri búsettum norðan fjarðar.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og umhverfisnefndar og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

  1. Fjármálastjóri - Samningar um eignaskráningar í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram tillaga fjármálastjóra um samning við Magnús Ólafs Hansson, dagsett 10.júlí s.l., um eignaskráningu á Þingeyri. Kostnaður verði greiddur af lið 0l-40-433-l ,,ófyrirséð útgjöld".

Bæjarráð hafnar samningnum, en felur bæjarstjóra að ræða við fjármálastjóra og Magnús Ólafs Hansson.

  1. Ólafía Karlsdóttir/Rögnvaldur Bjarnason - Smátateigur 1, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Ólafíu Karlsdóttur og Rögnvaldi Bjarnasyni dagsett 6. júlí s.l., þar sem óskað er eftir að þinglýstri kvöð um dvalartíma í húsinu Smárateig 1, Hnífsdal, verði aflétt.

Bæjarráði er ekki heimilt að verða við erindinu, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - Kaup á markaðsborðum.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 6.júlí s.l., þar sem Ísafjarðarbæ eru boðin til kaups 6 tréborð smíðuð af S.I.Péturssyni hf., Flateyri, er notuð voru á atvinnuvegasýningu 13.-14.júní s.l. Hvert borð kostaði kr. 10.000.-

Bæjarráð hafnar tilboðinu.

  1. Forstöðumaður Funa - Skipaafgr. Gunnars Jónssonar.

Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni Funa dagsettar 1. júlí s.l., um flokkun Skipaafgr. Gunnars Jónssonar vegna álagningar sorpeyðingargjalds.

Lagt fram til kynningar.

  1. Leyfi bæjarstjóra.

Bæjarráð felur bæjarritara að gegna störfum bæjarstjóra í fjarveru hans.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.27

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðrún Hólmsteinsdóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.