Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

107.fundur

Árið 1998, mánudaginn 6.júlí kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Formaður Í.B.Í. mætir til viðræðna.

Formaður Íþróttabandalags Ísafjarðar Marinó Hákonarson mætti til fundar við bæjarráð. Rætt var um samskiptamál og feril erinda frá Í.B.Í. til Ísafjarðarbæjar. Marinó ræddi lauslega um starf-

semi Í.B.Í. og rammasamning þann sem í gildi er á milli Í.B.Í. og Ísafjarðarbæjar og útborgun styrkja. Marinó óskar eftir endurupptöku bréfs Í.B.Í. frá 15.apríl s.l., til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Efni: Samþykktir 42.ársþings Í.B.Í. og efni því tilheyrandi.

Spurt var um hvað væri að gerast í sameiningarmálum Í.B.Í. og H.V.Í. Fram kom að biðstaða væri í því málinu.

2. Fundargerðir nefnda.

Fundargerð félagsmálanefndar 59.fundur frá 1/7.

Fundargerðin er til kynningar.

  1. Lögmannsstofa, Skeifunni 11A, Reykjavík. - Kvenfélagið Ósk.

Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni dagsett 30. júní s.l., þar sem fram kemur að Kvenfélagið Ósk, Ísafirði, hefur falið stofunni málefni sín vegna viðskipta við Ísafjarðarbæ um Austurveg 11, Ísafirði.

Erindið lagt fram til kynningar.

  1. Sýslumaðurinn á Ísafirði. - Umsögn um rekstrarleyfi að Núpi í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 18. júní s.l., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á veitingu rekstrarleyfis vegna reksturs sumarhótels á Núpi í Dýrafirði.

Bæjarráð samþykkir leyfisveitingu til reksturs sumarhótels að Núpi í Dýrafirði.

  1. Umsókn um leyfi til tónleikahalds í Tungudal.

Lagt fram bréf frá Kristni O. Hjaltasyni og Kjartani Baldurssyni ódagsett, þar sem þeir fara fram á leyfi til tónleikahalds á tjaldstæðinu í Tungudal, þann 18.júlí n.k.

Bæjarráð hafnar tónleikahaldi á tjaldstæði í Tungudal, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  1. Minnisblað bæjarstjóra. - Róluvöllur í Holtahverfi.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, vegna viðtals við Ásthildi Hermannsdóttur, Kjarrholti l, Ísafirði, um ástand og úrbætur á róluvelli í Holtahverfi.

Bæjarstjóra falið að láta lagfæra það sem þarf.

  1. ROSKILDE BYRAD - 1000 ára afmæli.

Lagt fram bréf frá ROSKILDE BYRAD dagsett 23.júní s.l., með dagskrá vegna 1000 ára afmælis, er haldið verður upp á dagana 3.-6.september n.k.

Bæjarráð leggur til að forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri ásamt mökum verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar við hátíðarhöldin þann 3.-6.september n.k. í Hróarskeldu.

  1. Jónas Björnsson - Leiga jarðarinnar Seljaland í Álftafirði.

Lagt fram bréf frá Jónasi Björnssyni, Hlíðarvegi 10, Ísafirði, dagsett 24.júní s.l., þar sem hann óskar eftir að taka á leigu jörðina Seljaland í Álftafirði og hyggst hann nýta hana til hagabeitar hrossa.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um efni bréfsins.

  1. Viljayfirlýsing um fjarnám á vegum Háskóla Íslands á Ísafirði.

Lögð fram viljayfirlýsing dagsett 26.júní s.l., undirrituð af Háskóla Íslands, Endurmenntunarstofnun HÍ, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Framhaldsskóla Vestfjarða og Ísafjarðarbæ, um fjarnám á vegum Háskóla Íslands á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Hagstofa Íslands. - Úrskurður um lögheimili Ástþórs Ágústssonar.

Lagður fram úrskurður Hagstofu Íslands dagsettur 23. júní s.l., um að Ástþór Ágústsson færist á íbúaskrá Ísafjarðarbæjar 1.desember 1997.

Lagt fram til kynningar.

11. Minnisblað bæjarstjóra - Eignaskráning fyrir Ísafjarðarbæ.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, um viðtal hans við Magnús Ólafs Hansson, vegna vinnu Magnúsar við að koma á eignaskráningu fyrir Ísafjarðarbæ. Skráningu fyrir Flateyri er þegar lokið og bíður Magnús svara núverandi meirihluta um framhald verksins.

Afgreiðslu frestað, en bæjarstjóra falið að kanna málið frekar.

  1. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson - Viðhald á Urðarvegi 20, Ísafirði.

Lagt fram minnisblað frá Kristni Breiðfjörð Guðmundssyni dagsett 27.júní s.l., um viðhald er hann telur að þurfi að framkvæma á húseigninni Urðarvegur 20, Ísafirði.

Bæjarstjóra falið að kanna hvort viðgerðarkostnaður geti mætt húsaleigu, ef Ísafjarðarbær fari í viðhaldsframkvæmdir.

  1. Vegagerð - Styrkur í Álftamýrarveg og Selárdalsveg.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett 24.júní s.l., um styrkveitingar í Álftamýrarveg og Selárdalsveg.

Bæjarstjóra falið að ganga frá undirritunum vegna styrkveitinga við Vegagerðina og afla upplýsinga um skuldastöðu Ísafjarðarbæjar.

  1. Bæjarverkstjóri - Bifreiðakaup fyrir áhaldahús.

Lagt fram bréf frá bæjarverkstjóra dagsett 29.júní s.l., vegna heimildar til að kaupa tvær bifreiðar.

Bæjarráð samþykkir kaup tveggja bifreiða samkvæmt bréfi bæjarverkstjóra, en leggur áherslu á að gengið verði nú þegar í að selja þau tæki, sem áætlað er að selja samkvæmt fjárhagsáætlun.

  1. Byggingarfulltrúi - Þak grunnskóla á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá byggingarfulltrúa dagsett 3.júlí s.l., vegna tilboðs í lagfæringar á þaki grunnskóla á Ísafirði. Eitt tilboð barst frá Naglanum ehf., sem var 121.61% af kostnaðaráætlun.

Þrátt fyrir að tilboðið sé hlutfallslega hátt miðað við kostnaðaráætlun, leggur byggingarfulltrúi til að því verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu byggingarfulltrúa.

  1. KROSSGÖTUR - Styrkur til forvarna.

Lagt fram bréf frá Krossgötum dagsett 23.júní s.l., þar sem farið er fram á styrk til forvarnarátaks fyrir börn 4 til 9 ára.

Bæjarráð hafnar erindinu.

  1. Skrifstofa jafnréttismála - Skipan jafnréttisnefnda sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Skrifstofu jafnréttismála dagsett 25.júní s.l., um skipan jafnréttisnefnda sveitarfélaga, árlega landsfundi og fræðslunámskeið.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar til kynningar. Félagsmálanefnd bent á að fylgja eftir kynningu á jafnréttisstefnu sveitarfélagsins innan stofnana þess.

  1. Fundargerð HEILBRIGÐISEFTIRLITS VESTFJARÐA.

Lögð fram fundargerð sameiginlegrar heilbrigðisnefndar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur frá 22. júní s.l.

Bæjarráð samþykkir að Jón Reynir Sigurvinsson og Hjalti Karlsson verði áfram fulltrúar Ísafjarðarbæjar í sameiginlegri heilbrigðisnefnd Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Erindi íbúa við innanverðan Seljalandsveg á Ísafirði, vegna fasteignagjalda.

Lagt fram bréf frá íbúum við Seljalandsveg frá númer 76 inn að Engi dagsett 26.júní s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda, þar sem þessar húseignir eru á svo kölluðu rauðu svæði vegna hugsanlegra snjóflóða úr Eyrarfjalli.

Bæjarráð hefur ekki heimild til niðurfellingar fasteignagjalda, en felur bæjarstjóra að kanna þetta mál frekar.

  1. Húsafriðunarnefnd ríkisins. - Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins dagsett 25. júní s.l., þar sem greint er frá undirbúningi að friðun húsa víðsvegar um land, þar á meðal friðun Gamla sjúkrahússins á Ísafirði, ytra borð.

Bæjarstjóra falið að hafa samband við Magnús Skúlason hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins.

  1. Félagsmálaráðuneytið - Ný lög um húsnæðismál.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 23. júní s.l., til sveitarstjórna og húsnæðisnefnda, vegna nýrra laga um húsnæðismál.

Bréfinu vísað til húsnæðisnefndar.

  1. Lögmenn, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði. - Unnur ÍS 50l.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, dagsett 24.júní s.l., þar sem óskað er eftir upplýsingum um málefni Unnar ÍS 50l, um forkaupsrétt og fl. Bréfið er óundirritað.

Bæjarstjóra falið að svara bréfinu, að höfðu samráði við bæjarlögmann Andra Árnason hrl.

 

  1. NANORTALIK KOMMUNE.

Lagt fram bréf frá NANORTALIK KOMMUNE dagsett 2.júní s.l., vegna heimsóknar til Ísafjarðar dagana 10.-15.september n.k.

Bæjarstjóra falið að svara erindi bréfsins.

  1. Hestamannafélagið Hending - Umferð hrossa.

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu dagsett 27.júní s.l., varðandi umferð hrossa og óhappa er af því hafa hlotist.

Bréfið lagt fram til kynningar.

  1. Yfirlýsing Urtusteins ehf., eiganda Austurvegar 2, Ísafirði.

Lögð fram yfirlýsing Urtusteins ehf., eiganda Austurvegar 2, Ísafirði, dagsett 30.júní s.l., um kaup Ísafjarðarbæjar á 2. og 3. hæð Austurvegar 2, Ísafirði.

Bæjarráð óskar eftir samþykki umhverfisnefndar um nýtingu húsnæðisins fyrir bráðabirgðahúsnæði fyrir Grunnskólann á Ísafirði.

  1. Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. - Tónlistarskólinn Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., dagsett 24. júní s.l., þar sem óskað er eftir leyfi frá Ísafjarðarbæ, til að fara með lagnir um kjallara frá kyndiklefa á efri hæðir hússins að Austurvegi 11, Ísafirði.

Bréfið lagt fram til kynningar.

  1. Félag ísl. leikskólakennara - Launanefnd sveitarfélaga.

Lögð fram fundargerð vegna fundar í samstarfsnefnd Félags ísl. leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga haldinn 24. júní s.l.

Fundargerðin er til kynningar.

  1. Seljaland Ísafirði - Skipulag Tungudals.

Lagt fram bréf frá eigendum Seljalands í Ísafirði, Svanhildi Þórðardóttur og Magna Guðmundssyni, skrifað að Seljalandi í sólmánuði 1998, um skipulag Tungudals og snjóflóðavarnir sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

  1. Fundargerð Skólaráðs Vestfjarða 26.6.98.

Lögð fram fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 26. júní 1998.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  1. Byggingarnefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Tillaga um fulltrúa Ísafjarðarbæjar í byggingarnefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar, Snorra Hermannsson og Þorstein Jóhannesson. Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir réttkjörnir.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.o8.

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.