Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

  1. fundur

Árið 1998, mánudaginn 29.júní kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

  1. Formaður landbúnaðarnefndar mætir til viðræðna.

Guðmundur B. Hagalínsson, formaður landbúnaðarnefndar mætti til viðræðna við bæjarráð. Rætt um búfjárgirðingar á Ísafirði og grindarhlið því tengd.

Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar um ristarhlið í 1.lið fundargerðar nefndarinnar frá 17.júní s.l.

  1. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Hafnarstjórn 18.fundur 25/6.

Fundargerðin er í 6 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 3l.fundur 24/6.

Fundargerðin er í 7 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 63.fundur 24/6.

Fundargerðin er í 15 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 64.fundur 25/6.

Fundargerðin er í 10 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Húsnæðisnefnd 24.fundur 24/6.

Fundargerðin er í 2 liðum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 59.fundur 23/6.

Fundargerðin er í 12 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Kvótatilfærslur.

Lagðar fram umsóknir um flutning aflakvóta milli skipa fiskveiðiárið 1997-1998.

11/5: 27,417 tonn úthafsrækja. Flyst frá Skutli ÍS-180 til Geysis BA-25.

18/5: 18,000 tn þorskur, 870 kg ufsi. Flyst frá Riti ÍS-22 til Hrafns Sveinbjarnars. AK-255.

22/5: 1,400 tn úthafsrækja. Flyst frá Skutli ÍS-180 til Háhyrnings BA-233.

22/5: 16,823 tn úthafsrækja. Flyst frá Skutli ÍS-180 til Geysis BA-25.

27/5: 11,000 tn þorskur, 0,400 tn ufsi. Flyst frá Gunnari Sigurðssyni ÍS-13 til Ófeigs VE-325.

29/5: 11,000 tn þorskur, 20,000 karfi. Flyst frá Orra ÍS-20 til Erlings GK-212.

3/6: 0,590 tn ufsi, 21,518 tn steinbítur. Flyst frá Björgvini Má ÍS-468 til

5/6: 5,000 tn þorskur, 5,000 tn ýsa. Flyst frá Orra ÍS-20 til Leós VE-400.

5/6: 6,220 tn karfi. Flyst frá Orra ÍS-20 til Erlings GK-214.

12/6: 12,951 tn úthafsrækja. Flyst frá Skutli ÍS-180 til Geysis BA-025.

12/6: 2,600 tn karfi, 7,500 tn skarkoli. Flyst frá Gunnvöru ÍS-53 til LÍÚ.

16/6: 50,000 tn þorskur. Flyst frá Ingimar Magnússyni til Gullvers NS-12.

24/6: 10.000 þorskur. Flyst frá Orra ÍS-20til Leós VE-400.

Framangreindar umsóknir hafa verið staðfestar með undirritun viðkomandi stéttarfélags og embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

  1. Kaupsamningar vegna Fjarðarstræti 27, Ísafirði og Fitjateigur 4, Hnífsdal.

a Lagður fram kaupsamningur með afsali dagsettur 26.júní 1998, vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á Fjarðarstræti 27, Ísafirði, ásamt lóðarskika af lóð Fjarðarstrætis 27a, Ísafirði. Undirritaður af seljandi Sveini D.K. Lyngmo og kaupanda Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

b Lagður fram kaupsamningur dagsettur 26.júní 1998, vegna sölu Ísafjarðarbæjar á Fitjateig 4, Hnífsdal. Undirritaður af seljanda Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og kaupanda Elísabetu Gunnlaugsdóttur, fyrir hönd Steinunnar Gunnlaugsdóttur, samkvæmt umboði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

  1. Minnisblað bæjarstjóra.

a Bráðabirgðalausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði.

b Undirritun samnings við Háskóla Íslands um endurmenntun á háskólastigi á Vestfjörðum.

Bæjarstjóri leggur fram skipurit um vinnufyrirkomulag og boðferli í gerð bráðabirgðarhúsnæðis fyrir Grunnskólann á Ísafirði, þar sem fram kemur að bæjarráð er verkefnisstjórn framkvæmdanna.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir við lið a að fela bæjarstjóra að ræða við verktaka um framkvæmdir og eigendur Austurvegar 2, um hugsanleg kaup á hluta eignarinnar.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með samning við Háskóla Íslands um endurmenntun á háskólastigi á Vestfjörðum, samkvæmt lið b.

  1. Vatnsmál - Íbúar við Skólaveg í Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá íbúum við Skólaveg í Hnífsdal, dagsett 26.júní s.l., um vatnskort og kröfu um að tekið verði á þeim málum sem fyrst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að kanna málið frekar.

  1. Heimsókn Bjarna Tryggvasonar - Kynning dagskrár.

Lögð fram dagskrá vegna heimsóknar Bjarna Tryggvasonar og fjölskyldu til Ísafjarðarbæjar dagana 24. og 25.júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

  1. Kvenfélagið Ósk - Austurvegur 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Ósk, Ísafirði, dagsett 24.júní s.l., vegna framkvæmda í Húsmæðraskólanum Ósk, Austurvegi 11, Ísafirði.

Lagt fram til kynningarí bæjarráði, þar sem bæjarstjóri er að vinna að málinu.

  1. Magnús S. Jónsson - Húsnæðismál skólastjóra Suðureyri.

Lagt fram bréf frá Magnúsi S. Jónssyni, skólastjóra á Suðureyri, dagsett 15.júní s.l., vegna bréfs frá Húsnæðisstofnun ríkisins dagsett 13.maí s.l., þar sem þess er krafist að Túngata 10, Suðureyri, bústaður skólastjóra, verði rýmd fyrir 8.júlí n.k. Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins keypti húsið á nauðungarsölu þann 8.apríl s.l.

Bæjarstjóra falið að skoða húsnæðismál skólastjóra á Suðureyri.

  1. Grunnskóli við Austurveg - Tilboð í múrklæðningu.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi Ármanni Jóhannessyni dagsett 26.júní s.l., vegna endurskoðaðs tilboðs Garðamúrs ehf., vegna Ímúrklæðningar utan á Grunnskólann.

Bæjarráð hafnar fram komnu tilboði.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga - Launakjör skólastjórnenda.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 18.júní s.l., um samkomulag Launanefndar sveitarfélaga annars vegar og Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags hins vegar um breytingar á launakjörum skólastjórnenda sbr. 9.gr. í kjarasamningi aðila frá 27.okt., 1997.

Lagt fram til kynningar.

  1. Reykjavíkurborg/Akureyri - Erindi vegna vímuvarnir.

Lagt fram bréf frá Samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíknivarnir og Áfengis- og vímuvarnarnefndar Akureyrarbæjar, dagsett 22.júní s.l., um fjármögnun áframhaldandi átaks í baráttunni gegn vímuvandanum.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

  1. Skipaafgr. Gunnars Jónssonar - Sorpeyðingargjöld.

Lagt fram bréf frá Skipaafgr. Gunnars Jónssonar, Ísafirði, dagsett 22.júní s.l., þar sem hann óskar eftir endurskoðun á álagningu sorpeyðingargjalda á árinu 1998, vegna samdráttar og breytingar á rekstri síns fyrirtækis.

Bæjarráð óskar eftir áliti forstöðumanns Funa.

  1. Kristján B. Guðmundsson, löggiltur rafverktaki.

Lagt fram bréf frá Kristjáni B. Guðmundssyni, Brautarholti 6, Ísafirði, dagsett 23.júní s.l., þar sem hann minnir á sig sem löggiltann rafverktaka, vegna væntanlegra framkvæmda í gamla kaupfélagshúsinu.

Bréfinu vísað til bæjarverkfræðings.

  1. Hermann Skúlason - Bílgeymsla að Fitjateigi 6, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Hermanni Skúlasyni, Urðarvegi 19, Ísafirði, dagsett 24.júní s.l., þar sem hann óskar eftir að leigja eða kaupa tvöfalda bílgeymslu er stendur við Fitjateig 6, Hnífsdal.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.

  1. Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytið - Tilnefning í stjórn HSÍ.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti dagsett 18.júní s.l., um tilnefningu þriggja fulltrúa í stjórn heilsugæslu- og sjúkrahúss.

Lagt fram til kynningar.

  1. Minnisblöð bæjarstjóra.

a Kvörtun vegna ónæðis við Grundargötublokk, Ísafirði.

b Erindi skólastjóra Tónlistaskóla Ísafjarðar vegna komu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Bæjarráð leggur til við a lið, að sett verði upp skilti er bannar notkun vallarins eftir kl. 22 á kvöldin.

Bæjarráð samþykkir að heimila afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi endurgjaldslaust fyrir hljómleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 26.september n.k., samkvæmt lið b.

  1. Erindi Ingvars Bragasonar.

Lagt fram erindi bæjarritara vegna beiðni Ingvars Bragasonar, Traðarstíg 1, Bolungarvík, um ívilnun vaxta og dráttarvaxta af tveimur skuldabréfum, miðað við fullt uppgjör skulda.

Bæjarráð samþykkir erindi Ingvars og felur bæjarritara að ganga frá málinu.

  1. Áskorun til bæjaryfirvalda um íþrótta- og tómstundaaðstöðu fyrir börn.

Lagður fram undirskriftarlisti um 150 einstaklinga á Ísafirði, varðandi úrbætur í íþrótta- og tómstundaaðstöðu fyrir börn.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

  1. Kauptilboð í Fitjateig 3, Hnífsdal.

Lagt fram kauptilboð í Fitjateig 3, Hnífsdal, frá Halldóri Andra Halldórssyni, Logafold 146, 112 Reykjavík.

Bæjarráð hafnat tilboði Halldórs A. Halldórssonar. Jafnframt hafnar bæjarráð tilboði Valgerðar Benidiktsdóttur, er fram var lagt á 105.fundi bæjarráðs þann 22.júní s.l.

  1. Umferðarráð - Umferðarskóli.

Lagt fram bréf frá Umferðarráði dagsett 18.júní s.l., sem ítrekun vegna bréfs dagsett 8.júní s.l., um umferðarskóla fyrir 5 og 6 ára börn.

Bæjarráð hafnar erindinu, en til upplýsinga vísað til umferðaröryggisfulltrúa Slysavarnarfélags Íslands á Vestfjörðum.

  1. A&P lögmenn - Unnarstígur 6 og Hjallavegur 2, Flateyri.

Lagt fram bréf frá A&P lögmönnum, Reykjavík, dagsett 25.maí s.l., með fyrirspurn um framgang uppkaupa eignanna Unnarstígur 6 og Hjallavegur 2, Fleteyri.

Samkvæmt flokkun Ofanflóðasjóðs lenda eignirnar Unnarstígur 6 og Hjallavegur 2, Flateyri, í 4.flokki, sem eru hús styrkhæf til viðgerða. Bæjarráð óskar eftir endurskoðun Ofanflóðasjóðs á flokkun húsanna.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.44

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.