Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

105.fundur

Árið 1998, mánudaginn 22.júní kl. 17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Þetta var gert:

  1. Fulltrúar frá Kvenf. Ósk og fulltrúar fyrrverandi nemenda mæta til viðræðna.

Magdalena Sigurðardóttir, Signý Rósantsdóttir, Rannveig Hjaltadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jónína Jakobsdóttir og Halldóra Daníelsdóttir mættu til fundar við bæjarráð vegna málefna Húsmæðraskólans Óskar, Ísafirði, samkvæmt áður innsendu bréfi dagsettu 11.júní s.l. Tilefnið er innkoma Tónlistaskóla Ísafjarðar í Austurveg 11, Ísafirði og möguleika Kvenfélagsins Óskar um vörslu á sögulegum munum skólans, sem nú eru í geymslu í Húsmæðraskólanum. Erindi Kvenfélagsins Óskar er um áframhaldandi aðstöðu í Húsmæðraskólanum Ósk, vegna vörslu muna og félagslegrar aðstöðu. Jafnframt er óskað eftir húsnæði til bráðabirgða til vörslu muna meðan á breytingum á Húsmæðraskólanum stendur.

Bæjarstjóra er falið að kanna stöðu málsins og huga að geymsluhúsnæði undir muni skólans.

2. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Fundargerð landbúnaðarnefndar 17.fundur 17/6.

Fundargerðin er í þrem liðum.

1.og 2.lið fundargerðar frestað.

3.liður til kynningar.

  1. Erindum vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórnarfundi 18/6.98.

a. Bæjarráð 2.6.98. 2. liður fundargerðar um tilboð í kennsluhús á Torfnesi.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hætta við byggingu bráðabirgðahúsnæðis fyrir Grunnskólann á Torfnesi.

Bæjarstjóra falið að ræða við lægstbjóðendur í byggingu geymsluhúsnæðis, sem hætt hefur verið við, fyrirtækið Eirík og Einar Val .

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að kanna frekar möguleika á bráðbirgðahúsnæði fyrir Grunnskólann að Austurvegi 2. á 2. og 3. hæð. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

Málinu verði vísað til kynningar í fræðslunefnd.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögu meirihluta bæjarráðs.

b. Bæjarráð 2.6.98. 15.liður fundargerðar um dvalartíma í uppkaupahúsum á snjóflóðasvæðum á Flateyri.

Bæjarstjóra falið að vinna í málinu.

  1. Umhverfisráðuneyti þrjú bréf. Styrking húsa - Uppgræðsla varnarvirkja - Hollustuhættir

a. Bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 15. júní s.l., um hugsanlegar styrkveitingar vegna styrkingar húsa á áhrifssvæði þrýstibylgju á snjóflóðasvæðum á Flateyri.

  1. Bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 15.júní s.l., um uppgræðslu varnarvirkja á Flateyri og styrkveitingu vegna samninga við Skjólskóga samkvæmt frávikstilboði að upphæð kr. 12.354.785
  1. Bréf frá Umhverfisráðuneyti dagsett 15. júní s.l., um ný lög um hollustuhætti og

mengunarvarnir nr. 7/1998 sem samþykkt voru á Alþingi þann 3.mars s.l.

Bréfum Umhverfisráðuneytis vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

  1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - Neysluvatnssýni.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 16.júní s.l., um sýni af neysluvatni á Ísafirði tekið á Bensínstöðinni. Niðurstaða gerlarannsókna var sú að vatnið væri í lagi.

Lagt fram til kynningar.

  1. Fitjateigur 3, Hnífsdal. - Kauptilboð.

Lagt fram kauptilboð í húseignina Fitjateig 3, Hnífsdal, dagsett 18.júní s.l., frá Valgerði Benediktsdóttur.

Bæjarritara falið að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð.

  1. Hilmar Hilmarsson - Listadún Snæland, Reykjavík.

Lagt fram símskeyti frá Jóni Sigurgeirssyni hdl., fyrir hönd Hilmars Hilmarssonar vegna samnings Hilmars um gerð sófa á leikskólann Sólborg og yfirtöku Listadún Snæland á þeim samningi.

Bæjarráð samþykkir yfirtöku Listadúns Snælands á samningi Hilmars Hilmarssonar og felur bæjarritara að ganga frá málinu.

  1. Guðmunda Helgadóttir - Jörðin Kirkjubær, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Guðmundu Helgadóttur dagsett 12.júní s.l., vegna leigugjalda af jörðinni Kirkjubæ í Skutulsfirði og munnlegs samkomulags við fyrrum bæjarstjóra K.Þ.J. um niðurfellingu leigu að hluta vegna ársins 1997.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

  1. Samband ísl. sveitarfélaga, þrjú bréf.
  1. Bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26.maí s.l., um niðurstöður sveitatstjórnarkosninganna
  2. 23.maí s.l.

  1. Bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 11.júní s.l., um væntanleg námskeið fyrir skólanefndir,
  2. nýliða í sveitarstjórnum og/eða þá sveitarstjórnarmenn sem koma til með að fjalla sérstaklega um málefni grunnskóla, haldin í september - nóvember 1998.

  1. Bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 11.júní s.l., um boðun XVI. landsþings Sambands ísl.
  2. sveitarfélaga er haldið verður á Akureyri dagana 26.-28.ágúst n.k.

Bréfi Samb. ísl. sveitarf. í b lið vísað til fræðslunefndar.

Bréf Samb. ísl. sveitarf. lögð fram til kynningar.

  1. Lánasjóður sveitarfélaga - Lán vegna grunnskóla.

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 12.júní s.l., um úthlutun láns úr sjóðnum vegna grunnskóla.

Bæjarstjóri sagði frá ferð bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs á fund aðstoðarframkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga.

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

  1. Slysavarnarfélag Íslands - Árbók 1998.

Lagt fram dreifibréf frá Slysavarnarfélagi Íslands dagsett 8.júní 1998, ásamt árbók félagsins fyrir árið 1998.

Lagt fram til kynningar.

  1. Bókav. J. Tómassonar - Sorpeyðingargjöld.

Lagt fram bréf frá Bókav. J. Tómassonar ehf., dagsett 16.júní s.l., með ósk um að fyrirtækið verði fært í 5.flokk gjaldskrár, eins og árið 1997, í staðinn fyrir að hafa verið sett í 6.flokk gjaldskrár á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir tilfærslu úr 6.flokk í 5. flokk og bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

  1. Skrifstofa jafnréttismála - Álitsgerð kæru Agnesar Karlsdóttur.

Lagt fram bréf frá kærunefnd jafnréttismála dagsett 15.júní s.l., vegna álitsgerðar kærunefndar í máli Agnesar Karlsdóttur gegn Ísafjarðarbæ, mál nr. 1/1998.

Bæjarstjóra falið að kanna málið.

  1. Byggingarfulltrúi - Viðhald Hafnarstræti 9, og Kofrahúsins á Skeiði.

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dagsett 19.júní s.l., þar sem óskað er heimildar til að hefja framkvæmdir við viðhald á Hafnarstræti 9, og Kofrahúsinu á Skeiði. Kostnaður fer fram úr fjárhagsáætlun 1998.

Bæjarráð samþykkir erindin og felur bæjarstjóra að koma með tillögu að fjármögnun.

  1. Vestfjarðavíkingur á Ísafirði 3. júlí 1998.

Lagt fram bréf frá íþrótta og æskulýðsfulltrúa dagsett 16. júní s.l., þar sem hann fer fram á styrk til móttöku 30 manna hóps vegna kraftakeppninnar Vestfjarðavíkingur, er haldin verður á Ísafirði 3.júlí n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið. Kostnaður færist á lið 15-65-959-l kr. 110.700.-

  1. Sigurður R. Ólafsson - Lífeyrissjóðagreiðslur.

Lagt fram bréf frá Sigurði R. Ólafssyni, bæjarfulltrúa, dagsett 19.júní s.l., þar sem hann fer fram á að greitt verði í lífeyrissjóð af öllum launagreiðslum til sín frá Ísafjarðarbæ.

Lög sem Sigurður vitnar til nr. 129 23/12 1997 taka gildi 1.júlí 1998 samkvæmt 58.gr. Samkvæmt 3. gr. þeirra laga er skylt að reikna lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs af heildarfjárhæð greiddra launa fyrir hverskonar vinnu, starf og þjónustu. Verður því farið svo með launagreiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna frá og með 1.júlí 1998. Sama á við um laun bæjarstjóra.

  1. Lyfta í Grunnskóla á Ísafirði. - Héðin Schindler.

Lagt fram uppkast að kaup- og verksamningi við Héðin Schindler lyftur h.f., vegna kaupa og uppsetningar á sjúkralyftu í Grunnskólann á Ísafirði.

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.

  1. Bæjarverkfræðingur - Tilboð í Skólagötu 10, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfræðingi Ármanni Jóhannessyni dagsett 19.júní s.l., þar sem hann greinir frá tilboðum í verkið "Skólagata 10, kennslustofur."

Þrjú tilboð bárust það er frá Naglanum, Skarphéðni Hjálmarssyni og Trésmiðjunni Hnífsdal.

Lægsta tilboðið var frá Skarphéðni Hjálmarssyni að upphæð kr. 5.068.743.- sem er 91.47% af kostnaðaráætlun.

Bæjarverkfræðingur leggur til að tilboði Skarphéðins Hjálmarssonar verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarverkfræðings.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.58

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.