Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

104.fundur

Árið 1998, mánudaginn 15.júní kl.17.oo kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

Bæjarstjóri Halldór Halldórsson setti fundinn og bauð nýkjörna bæjarráðsmenn velkomna til starfa.

1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.

Fram fóru kosningar formanns og varaformanns bæjarráðs.

Rafnheiður Hákonardóttir bar fram svohljóðandi tillögu: Legg til að Guðni Geir Jóhannesson verði kjörinn formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrsta ár kjörtímabilsins.

Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast Guðni Geir því rétt kjörinn.

Guðni Geir Jóhannesson bar fram svohljóðandi tillögu: Legg til að Ragnheiður Hákonardóttir verði kjörin varaformaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fyrsta ár kjörtímabilsins.

Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast Ragnheiður því rétt kjörin.

2. Fundargerðir nefnda lagðar fram.

Félagsmálanefnd 57.fundur 3/6.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin er til kynningar.

Félagsmálanefnd 58.fundur 9/6.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin er til kynningar.

Menningarmálanefnd 30.fundur 3/6.

Fundargerðin er í sex liðum.

6.liður. Bæjarstjóra falið að kanna hvort um hagsmunaárekstra gæti verið að ræða.

Fundargerðin er til kynningar.

Fræðslunefnd 58.fundur 2/6.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin er til kynningar.

Húsnæðisnefnd 23.fundur 2/6.

Fundargerðin er til kynningar.

3. Valdsvið aldursforseta bæjarstjórnar - Bréf til Félagsmálaráðuneytis.

Lagt fram bréf er nýkjörnir bæjarfulltrúar D-lista og B-lista dagsett 7.júní s.l., sendu félagsmálaráðuneyti, Sesselju Árnadóttur, með fyrirspurn um valdsvið aldursforseta nýrrar bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ.

Jafnframt lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 9. júní s.l., með svari við bréfi nýkjörinna bæjarfulltrúa D og B-lista um valdsvið aldursforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

4. Kvótasalan ehf., Hafnarfirði. - Kvótaflutningur v/Ingimar Magnússon ÍS 650.

Lagt fram bréf frá Kvótasölunni ehf., Hafnarfirði, með ósk um samþykki á kvótaflutningi af m.b. Ingimar Magnússyni ÍS 650, ásamt minnisblaði bæjarritara. Verkalýðs- og sjómannafélagið Súgandi, Suðureyri, hefur afsalað sér öllum rétti til uppáskrifta vegna kvótaflutnings.

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita umsóknina um flutning aflamarks.

5. Gólfklúbbur Ísafjarðar - Umferð hrossa.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 12.júní s.l., þar sem greint er frá skemmdum á golfvelli vegna ágangs hrossa o.f.l..

Erindinu vísað til umhverfisnefndar og afrit bréfsins sent formanni hestamannafélagsins Hendingar.

6. Verslunar- og þjónustuaðilar við Aðalstræti - Merkingar gatna og bílastæða.

Lagt fram bréf frá verslunar- og þjónustuaðilum við Aðalstræti á Ísafirði, dagsett 9.júní s.l., þar sem þeir fara fram á tímamerkingar bílastæða við Aðalstræti og betri merkingar gatna, svo sem vegna einstefnu.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

Bæjarráð leggur til að framkvæmdum við annan áfanga endurbyggingar Aðalstrætis verði frestað um eitt ár.

7. Smárateigur 3, Hnífsdal. - Kaupsamningur með afsali.

Lagður fram kaupsamningur með afsali vegna Smárateigs 3, Hnífsdal, undirritaður 5.júní s.l., af kaupendum, Sigrúnu Gísladóttur og Gunnari Kristinssyni og seljanda, Kristni Jóni Jónssyni f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn með afsali verði samþykktur.

8. Áhaldahús á hafnarsvæði Suðureyri. - Kaupsamningur.

Lagður fram kaupsamningur vegna áhaldahúss á hafnarsvæði Suðureyrar, undirritaður 5. maí s.l., af kaupanda Björgunarsveitinni Björg, Suðureyri, og seljandi Kristni Jóni Jónssyni f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

9. Fitjateigur 4, Hnífsdal. - Kauptilboð.

Lagt fram kauptilboð frá Elísabetu Gunnlaugsdóttur afhent 12. júní s.l., fyrir hönd systur sinnar Steinunnar Gunnlaugsdóttur, Traðarbergi 23, Hafnarfirði, í húseignina Fitjateigur 4, Hnífsdal.

Bæjarráð leggur til að tilboðinu verði tekið og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

10. Smárateigur 2, Hnífsdal. - Kauptilboð.

Lagt fram kauptilboð frá Birni Jóhannessyni hdl., dagsett 8. júní s.l., fyrir hönd Jóns V. Geirssonar, Ártúni 9, Selfossi, í húseignina Smárateig 2, Hnífsdal.

Bæjarstjóra falið að kanna sölumál Smárateigs 2, Hnífsdal.

11. Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum - Úrdráttur úr endurskoðunarbók.

Lagður fram úrdráttur úr endurskoðunarbók frá Löggildum endurskoðendum Vestfjörðum dagsettur 7. maí s.l., undirritaður af Bjarka Bjarnasyni endurskoðanda.

Bæjarstjóra falið að kanna frekar málefni bréfsins.

12. Sparisjóður Önundarfjarðar - Styrkveitingar.

Lögð fram afrit bréfa frá Sparisjóði Önundarfjarðar dagsett 7.júní s.l., þar sem tilkynnt er um styrkveitingar til Íþróttafélagsins Grettis, Flateyri, og leikskólans Grænagarðs, Flateyri.

Bæjarráð þakkar höfðinglegar gjafir og felur bæjarstjóra að senda þakkarbréf.

13. Samkomulag við Lögsýn ehf., vegna Ágústs og Flosa ehf.

Lagt fram samkomulag dagsett 9. júní s.l., undirritað af Jónasi Ólafssyni, bæjarstjóra, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og Ágústi Gíslasyni fyrir hönd Ágústs og Flosa ehf.., vegna ágreiningsmála.

Jafnframt yfirlýsing dagsett 5.júní s.l., undirrituð af Ágústi Gíslasyni fyrir hönd Ágústs og Flosa ehf., um ágreiningsmál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útbúa og undirrita nýja samninga við Ágúst og Flosa ehf., sama efnis, með tilvísun í álit félagsmálaráðuneytis í 3. lið þessarar fundargerðar.

14. Ólafstún 9, Flateyri. - Ástandslýsing.

Lögð fram ástandslýsing dagsett 8. júní s.l., frá Sigurði Mar Óskarssyni, um ástand húseignarinnar Ólafstún 9, Flateyri.

Bæjarstjóra falið að kanna þessi mál frekar.

15. Íþróttabandalag Ísafjarðar - Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Íþróttabandalagi Ísafjarðar dagsett 3.júní s.l., um samstarfssamning á milli félagsins og Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar. Jafnframt liggur frammi kostnaðaráætlun um framkvæmdir á svæði félagsins og ósk um styrk til framkvæmda.

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar á grundvelli rammasamnings við Í.B.Í.

16. Skólagata 8, Ísafirði. - Forkaupsréttarboð.

Lagt fram forkaupsréttarboð frá Flóru Sigríði Ebeneserdóttur og Halldóri Sigurgeirssyni dagsett 25.maí sl., vegna sölu húseignar þeirra Skólagötu 8, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

17. Forseti Íslands - Þakkarbréf.

Lagt fram bréf frá forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni dagsett 6. júní s.l., þar sem forsetinn og frú Guðrún Katrín þakka fyrir frábærar, einlægar og glæsilegar móttökur er þau komu til Ísafjarðarbæjar ásamt Margréti II Danadrottningu og Henriki prins.

Bæjarstjóra falið að þakka forseta hr. Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir hlýhug og góð orð og kynna fjölmiðlum efni bréfs forseta.

18. Kvenfélagið Ósk - Hússtjórnarskólinn Ósk.

Lagt fram bréf frá Kvenfélaginu Ósk dagsett 11. júní s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð Ísafjarðarbæjar um vörslu sögulegra muna skólans.

Bæjarstjóra falið að boða fulltrúa Kvenfélagsins Óskar á næsta bæjarráðsfund.

19. Samgönguráðuneytið - Einkaleyfi fólksflutninga í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá samgönguráðuneyti dagsett 29.maí s.l., þar sem tilkynnt er um einkaleyfi Ísafjarðarbæjar á fólksflutningum innan lögsagnarumdæmis Ísafjarðarbæjar frá 1. september 1998.

Lagt fram til kynningar.

20. Rauði Kross Íslands, Önundarfjarðardeild - Viðbygging Brynjubær á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Rauða kross deild Önundarfjarðar dagsett 8. júní s.l., þar sem óskað er eftir heimild til byggingar við Brynjubæ á Flateyri. Um er að ræða aðstöðu fyrir Rauða krossinn og handverkshús.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

21. Yfirkjörstjórn - Úrslit sveitarstjórnarkosninga 23. maí 1998 í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar dagsett 2.júní s.l., greinargerð um úrslit sveitarstjórnarkosninganna er fram fóru þann 23. maí s.l.

Á kjörskrá í Ísafjarðarbæ voru 2.866, þar af 12 borgarar annarra ríkja á Norðurlöndum. Karlar á kjörskrá voru 1.492 og konur 1.374. Alls kusu 2.343 kjósendur eða 81.75%. Atkvæði greidd á kjörstað voru 2.082 en atkvæði greidd utan kjörfundar voru 26l.

Atkvæði féllu þannig:

B listi Framsóknarflokks 379 atkvæði eða 16.18% greiddra atkvæða.

D listi Sjálfstæðisflokks 936 atkvæði eða 39.95% greiddra atkvæða.

K listi Bæjarmf. Ísafj.bæjar 858 atkvæði eða 36.62% greiddra atkvæða.

Auðir seðlar voru 155 eða 6.61% greiddra atkvæða og ógildir seðlar 15 eða 0.64%

Lagt fram til kynningar.

22. Refaveiðar - Ráðning skotmanna.

Lögð fram umsókn um refa- og minkaveiðar frá Ragnari Jakobssyni, Traðarstíg 4, Bolungarvík, dagsett 20. apríl s.l., á svæðinu Geirólfsnúpur að Furufjarðarós í Grunnavíkurhreppi.

Bæjarráð samþykkir ráðningu Ragnars Jakobssonar sem skotmanns á ofangreindu svæði.

23.Sjávarútvegsráðuneyti - Dragnótaveiði.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneyti dagsett 3. júní s.l., þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um áskorun frá útvegsmönnum og sjómönnum við Ísafjarðardjúp, um bann við dragnótaveiðum báta yfir 20 metra, innan grunnlínu frá Barða að Horni.

Bæjarráð óskar umsagnar sjómanna- og útvegsmannafélaga í Ísafjarðarbæ um erindi bréfsins.

24. Viðhald Grunnskóla Ísafjarðar - Tilboð frá Garðamúr ehf.

Lagt fram bréf frá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 3. júní s.l., þar sem kynnt er tilboð í viðhald á Grunnskólanum á Ísafirði, frá Garðamúr ehf. Tilboðið er 164.72% af kostnaðaráætlun og leggur byggingarfulltrúi til að því verði hafnað.

Bæjarráð hafnar tilboðinu.

  1. Ráðningasamningur bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir samninginn og óskar staðfestingar bæjarstjórnar.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðslu í bæjarráði.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.